Samtíðin - 01.09.1943, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.09.1943, Blaðsíða 35
SAMTIÐIN 31 ÞEIR VITRIJ — '■ _ __ SÖGÐU: Ég hef ekki lært annað af lífinu en það, að ég er sífellt hissa á því, sem það hefur að bjóða, skrifaði Omar Khayyam. I>að væri dapurlegt, ef við, sem lifum á þessari miklu furðu- verkaöld, ættum að missa hæfileik- ann til að undrast. Amma mín, sem lézt 99 ára gömlu, furðaði sig sífellt á ýmsu því, sem fyrir hana bar. Hún umbar það mjög illa, ef við undruð- umst síður en hún það, sem henni þótti furðulegt. Ég er henni þakklát- ur fyrir fordæmið, sem hún veitti mér í þessu efni. Hingað til hef ég varizt því að þurrka undrunartilfinn- inguna út úr vitund minni. Sannleik- urinn er sá, að það eru undrunin, forvitnin og ástin, sem varðveita æskuna í sálum okkar. — Harold Nicolson. Mér finnst það bera vott um heimsku, þegar menn eru sífellt hissa á öllu, sem fvrir þá kemur. Stjórnmálamennirnir í Evrópu ættu þó að minnsta kosti að vera búnir að kenna okkur að verða ekki upp- næm fyrir smámunum. — X. Alls staðar í lífinu ber mest á vandræðamönnum. Það heyrist til þess eina, sem öskrar — en ekki til hinna tíu þúsund, sem þegja . . . Við höfuni' flestir ótrú á því, að hafa guðsorð á vörunum. En það er til, sem er sterkara en þessi ótrú, og það er sjálf trúin, þegar við mætum henni í lífinu. — Eivind Berggrav. Afbrýðisamar konur eru venju- lega giftar trúum og grandvörum mönnum. — Arthur E. Hertzler. Nýjar bækur Samtíð og saga II. Nokkrir liáskóla- fyrirlestrar. 175 bls. Verð ób. 16 kr. Útilíf. 10 manns liafa þarna tekið saman ýmsan fróðleik og leiðbein- ingar um ferðalög. Jón Oddgeir Jónsson sá um útgáfuna. 134 bls. Verð íb. 18 kr. Árbók frjálsíþróttamanna 1942—43. 80 bls. Verð ób. 10 kr. Knattspyrnubókin. Löggilt kennslu- bók enska knattspyrnuráðsins með 52 myndum. Einar Björnsson þýddi. 111 bls. Verð 16 kr. Þingvísur 1872—1942. Safnað hefur Jóhannes úr Ivötlum. 198 bls. Verð ób. 25 kr., íb. 35 kr. Steindór Sigurðsson: Meðal manna og dýra. Smásögur. 188 bls. Verð ób. 19 kr. Sven Hedin: Ósigur og flótti. Her- steinn Pálsson íslenzkaði. 244 bls. \rerð íb. 44 kr. Konrad Heiden: Ævi Adolfs Hitlers. Sverrir Kristjánsson íslenzkaði. (594 bls. Verð íb. 60 kr. Stevenson: Dr. Jekyll og Mr. Hyde. Skáldsaga. Jón Helgason þýddi. 106 bls. Verð ób. 10 kr. Bækur — Pappír — Ritföng. Sent gegn póstkröfu um land allt. B 0 K A B Ú Ð MÁLS O G MENNINGAR Laugavegi 19, Reykjavík Simi 5055. Póstbólf 392.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.