Samtíðin - 01.11.1943, Blaðsíða 33

Samtíðin - 01.11.1943, Blaðsíða 33
SAMTlÐIN 31 ÞEIR VITRU L"1 _______— ~SÖGÐU: Allir stórviðburðir á þessum hnetti eru eins og hnötturinn sjálfur. Helmingurinn af honum er baðaður ljóshafi, hinn helmingurinn er hul- inn myrkri. — Voltaire. Konum einum er gefinn sá hæfi- leiki að geta elskað og gagnrýnt með einu augnatilliti. — Maurice Hewlett. Ég þekki menn, sem eiga sér afar- mikið sjálfstraust, jafnvel enn þá meira en þeir Caesar og Napóleon áttu sér. Flestir þessara manna eru sjúklingar á geðveikrahælum. — G. K. Chesterton. Vertu vorkunnsamur við þá, sem hugsa Ijósara og eiga sér göfugri til- finningar en þú. — Otto Weis. Menn gráta mest á þeim aldri, þeg- ar vonirnar eru glæstastar. Þegar menn eru hættir að vona, virða þeir allt fjrir sér með þurrum augum. Vonleysi skapar ró. — Rivarol. Að elska sjálfan sig er upphaf þeirrar skáldscgu, sem mun endast ckkur ævilangt. — Oscar Wilde. Pólitísk áætlun er eins og vals. Það, sem mestu varðar, er, að fólk geti dansað eftir henni og að eitthvað sé í taktinum, sem seiði æskulýðinn fram á gólfið. — Hörup. Hugsaðu þér, að konan þín væri orðin vinkona þín og að vinkona þín væri orðin eiginkona þín. Þig mundi hrylla við því, og þú mundir leita þér að tveim öðrum konum. — Manfred Schloss. Nú heyri’ ég minnar þjóðar þús- und ár / sem þyt í laufi’ á sumar- kvöldi hljóðu. — Jakob Jóh. Smári. Nýjar bækur Sigurður Nordal: Áfangar I. Líf og dauði og aðrar hugleiðingar. 293 bls. Verð ób. 50 kr., ib. 75 lcr. og 90 kr. Jóhann Gunnar Sigurðsson: Ivvæði og' sögur. Önnur útgáfa, sem Helgi Sæmundsson hefur séð um. 244 bls. Verð ib. 50, 70 og 90 kr. Kolbeinn Högnascn: Olnbogabörn, Kræklur, Hnoðnaglar. Þrjár Ijóða- bækur innbundnar í skinn, seldar allar saman á 75 kr. Hallgrímur Jónsson: Stef og stökur. 164 bls. Verð ób. 20 kr. Trygve Gulbrandssen: Dagur í Bjarnardal. Skáldsaga. Konráð Vil- bjálmsson íslenzkaði. 429 bls. N’erð ób. 35 kr., íb. 45 kr. Buff Cooper: Talleyrand. Bókin i' jallar um ævi þessa franska stjórn- málamanns ásamt stjórnbyltinga- og Napóleonstimabilið yfirleitt. 320 bls. Verð ób. 55 kr. ib. 70 kr. Gina Kaus: Katrín mikla. Ævisaga. Frevsteinn Gunnarsson þýddi. 289 bls. Verð ib. 50 kr. og 60 kr. Kristinn Ármannsson: Kennslubók i dönsku banda skólum og útvarpi. 264 bls. Verð íb. 15 kr. Sigurður H. Briem: Mandolin- kennslubók 1. befti. Verð 20 kr. Útvegum allar fáanlegar íslenzkar bækur. Höfum einnig í úrvali er- lendar bækur og tímarit, ritföng og pappírsvörur, skólavörður, skrif- stofuvörur. — Sent gegn póstkröfu. BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR Laugavegi 19 Reykjavik Sími 5055 Póstbólf 392

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.