Fréttablaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 16
 20. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR2 frunsuplástur! Nýjung - Byltingarkenndur plástur Fæst í apótekum www.compeed.com GANGA.IS er vefsíða þar sem er að finna upplýsingar um 800 gönguleiðir á Íslandi ásamt áhugaverðum fróðleik fyrir göngu- og útivistarfólk. Ferðafélag Íslands stendur fyrir ljósmyndakvöldi í sal Ferðafélagsins í Mörkinni 6 í kvöld klukkan 20 undir yfirskriftinni Í heimi Frosts og fanna. Skíðaferðir á veturna eru þemað að þessu sinni þar sem skyggnst er inn í ævin- týralega veröld íslenskra fjalla og hálendisins. „Þetta er alveg upplagt fyrir þá sem vilja ekki aðeins ferðast á sumrin heldur fara í lengri skíða- ferðir upp á fjöll og hálendið á vet- urna og takast svolítið á við nátt- úruöflin og sjálfan sig,“ upplýsir Páll Ásgeir Ásgeirsson sem heldur utan um myndasýninguna í kvöld ásamt ljósmyndaranum Einari Ragnari Sigurðssyni. Páll mun sýna myndir úr ferðum í Öskju og um Síðuafrétt veturna 2008 og 2009 og Einar sýnir myndir úr ferðum yfir Vatnajökul, í Land- mannalaugar og um Fjallabak, Torfajökul og Laugaveginn. „Fólki gefst þarna kostur á að sjá landið í nýju ljósi og hvernig lengri vetrarferðir á gönguskíðum ganga fyrir sig, ásamt því að ræða við marga af helstu fjallgöngu- mönnum landsins og fá upplýsing- ar um hvernig hægt er að undir- búa sig fyrir ferðir af þessu tagi,“ bendir Páll á og bætir við að þetta sé einmitt tíminn til þess. „Sérstaklega þar sem algengast er að fólk fari í svona ferðir í mars og apríl.“ Að sögn Páls njóta skíðaferðir á veturna vaxandi vinsælda enda sé almenningur sífellt betur að átta sig á töfrum íslenskrar náttúru. „Landslagið tekur miklum breyt- ingum þegar allt er hulið snjó. Auk þess er svo stundum hægt að komast lengra og með minni fyr- irhöfn heldur en að sumarlagi, til dæmis yfir hraun og ár og þannig má öðlast betri sýn á einstaka náttúruna.“ Sýningin hefst klukkan 20 í kvöld. Í hléi eru kaffiveitingar sam- kvæmt hefð. Aðgangseyrir er 600 krónur á mann. roald@frettabladid.is Náttúran í nýju ljósi Páll Ásgeir Ásgeirsson og Einar Ragnar Sigurðsson sýna ljósmyndir úr vetrarferðum á myndakvöldi Ferðafélags Íslands í kvöld. Skíðaferðir um íslensk fjöll og hálendið eru þemað að þessu sinni. Á leið í Öskju. MYND/PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON Við sæluhúsin undir Miklafelli. MYND/EINAR RAGNAR SIGURÐSSON Páll Ásgeir Ásgeirsson á leiðinni í Miklafell. MYND/EINAR RAGNAR SIGURÐSSON Við Blágil. MYND/EINAR RAGNAR SIGURÐSSON KOMDU MEÐ OKKUR Á TOPPINN FJALLALEIDSOGUMENN.IS fjallaleidsogumenn@fjallaleidsogumenn.is NÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 587 9999 Sp ör e hf . ALLIRVELKOMNIR Í HÓPINN TREX, Hesthálsi 10, 110 Reykjavík sími: 587 6000 info@trex.is www.trex.is Trex - Hópferðamiðstöðin er eitt stærsta við hópa. Við höfum rútur af öllum stærðum og gerðum, vel búnar til aksturs sumar sem vetur og með öryggisbeltum. Ferðaskrifstofan okkar aðstoðar við skipulagningu hópferða, t.d. fjalla- og gönguferða. Hafið samband þegar ykkur vantar rútu og kíkið jafnframt inn á heimasíðuna okkar til að fá nánari upplýsingar um það sem við höfum að bjóða. VIÐ FLYTJUM EKKI FJÖLL, EN VIÐ FLYTJUM FARÞEGA HVERT Á LAND SEM ER! rútufyrirtæki landsins með áratuga reynslu þjónustuí

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.