Fréttablaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 20. janúar 2010 3 Langferðir krefj- ast þjálfunar. Ein helsta fjallareglan er sú að leggja ekki upp í lang- ferð án undir- búnings. Gefðu þér nægan tíma og haltu jöfnum hraða. Fylgstu með ferðafélög- unum og gættu þess að enginn dragist mikið aftur úr. www.forvarnar- husid.is EITT FJALL Á VIKU Ferðafélag Íslands stendur fyrir verkefninu ,,eitt fjall á viku“ en allt árið 2010 verður gengið á eitt fjall á viku eða alls 52 fjöll. Fjöllin 52 eru bæði stór og smá allt frá Helgafelli, Úlfarsfelli og Grímars felli, yfir á Heklu, Snæfellsjökul og Hvannadalshnúk. Þeir sem skrá sig í verkefnið ganga á öll fjöllin í verkefninu. ÁRAMÓTAHEIT OG NÝÁRSVERKEFNI FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | Sími: 568 2533 | Fax: 568 2535 | Netfang: fi@fi.is SKR ÁÐ U ÞIG IN N – D R ÍFÐ U ÞIG ÚT! www.fi.is Fararstjóri í öllum ferðunum er Páll Guðmundsson fram- kvæmdastjóri FÍ. www.icefi n.is Icefi n Nóatúni 17 S:5343177 ERTU ORKULAUS? Viltu finna orkubreytingu STRAX! Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum flestra stórmarkaða. Énaxin total er frábær jurtaformúla með Rhodiolu ásamt dagskammti af vítamínum og steinefnum Þægilegt, aðeins 1 tafla á dag „Námskeið Bergmanna eru hald- in þegar fólki hentar. Fólk pantar og ég bý til námskeið fyrir tvo eða fleiri, jafnvel bara einn ef því er að skipta,“ segir Jökull. Hann segir ísklifur og fjallaskíðaferðir njóta sívaxandi vinsælda. „Fjallaskíða- mennskan er almennara sport,“ segir hann. „Fólk sem er vant á svigskíðum getur dembt sér í hana en þarf ekki að tileinka sér alveg nýja tækni. Yfirleitt er þetta fólk sem hefur gaman af fjallgöngum á sumrin og skíðabruni á veturna og þegar það áttar sig á að hægt er að sameina þetta tvennt finnst því það hafa himin höndum tekið og þegar fólk er komið á bragðið verður ekki aftur snúið. Fjallaskíðamennska er samt ekki hættulaust sport. Fólk þarf að átta sig á snjóflóðahættu og leiðavali,“ tekur hann fram. Jökull viðurkennir að fjallaskíða- búnaðurinn sé dýr, 200 til 300 þús- und krónur. „En ég hef komið til móts við fólk með því að leigja því græjur fyrir lítinn pening svo það geti prófað,“ segir hann. Aðalsvæði Jökuls er Tröllaskag- inn, þar eru fjöllin hæst og snjór- inn mestur. Hann segir þó Bláfjöll, Hengil, Esjuna, Skarðsheiðina og Botnsúlur ágæta staði til að bregða sér á fjallaskíði í nágrenni höfuð- borgarsvæðisins. „Mér finnst mikilvægt að Íslend- ingar átti sig á því að við erum í fjallaskíðaparadís. Þeir sem komu í fyrstu ferðirnar með mér fyrir átta árum koma til mín á hverju ári í eina til þrjár vikur. Það segir meira en mörg orð.“ gun@frettabladid.is Erum í fjallaskíðaparadís Fyrirtækið Bergmenn býður meðal annars upp á námskeið í fjallaskíðamennsku og ísklifri og er í sam- vinnu við FÍ. Bak við það er garpurinn Jökull Bergmann, eini faglærði fjallaleiðsögumaðurinn á landinu. „Þegar fólk er komið á bragðið verður ekki aftur snúið,“ segir Jökull Bergmann um fjallamennskuna og talar þar af reynslu. MYND/ÚR EINKASAFNI Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.