Fréttablaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 30
26 20. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Ríkissjón- varpsins og ritstjóri Kastljóssins, hefur sagt upp störfum hjá RÚV. Hann tilkynnti Páli Magnússyni útvarpsstjóra um ákvörðun sína á mánudagskvöld og greindi síðan samstarfsfólki frá þessari ákvörð- un sinni í gær. „Ákvörðunin er tekin í mestu vinsemd og það er enginn ágreiningur sem liggur hér að baki. Ástæðan fyrir upp- sögninni er persónuleg,“ segir Þórhallur en uppsögnin tók strax gildi í gær. Þórhallur bjóst þó við að hann yrði eitthvað á vappi í Efstaleiti næstu daga. Hann seg- ist ætla að hugsa málið næstu daga, hann hafi ekki gert það upp við sig hvort þetta sé endapunkturinn á fjölmiðlaferlinum. „Ég horfi sáttur yfir farinn veg og skil við Ríkissjónvarpið í góðum höndum.“ Hann neitar því að vera kominn með nýja vinnu, upp- sögn sín snúist ekki um slíkt. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir uppsögn Þórhalls ekki tengjast fjárhagsstöðu RÚV og viðurkennir að hún hafi komið sér í opna skjöldu. „Ég skal alveg viðurkenna það að ég dauðsé eftir Þórhalli, hann hefur stað- ið sig vel.“ Spurður hvort leit að eftirmanni hans sé þegar hafin segir Páll svo ekki vera. „Staðgenglar hans taka við, Jóhanna Jóhanns- dóttir mun sinna starfi dagskrárstjóra og Sig- mar Guðmundsson verð- ur ritstjóri Kastljóssins. Þegar svona kemur upp á má síðan búast við því að menn endurskoði eitthvað skipulagið,“ segir Páll. - fgg 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN „Yfirleitt fæ ég mér smoothie; vanilluskyr, bláber, sem ég tíndi í haust og frysti, og frosið mangó mixað út í acai-berja eða goji-berjasafa. Annars er það hafragrautur með kanil, eplabitum og möndlum út á. Og lýsi.“ Rebekka Guðleifsdóttir listamaður. LÁRÉTT 2. teikning af ferli, 6. kúgun, 8. fóstra, 9. ögn, 11. sjúkdómur, 12. fugl, 14. konungssonur, 16. skóli, 17. rúm ábreiða, 18. kærleikur, 20. íþróttafélag, 21. samtök. LÓÐRÉTT 1. hróss, 3. guð, 4. dagatal, 5. framkoma, 7. hrökkva, 10. haf, 13. að, 15. skrifa, 16. blástur, 19. drykkur. LAUSN LÁRÉTT: 2. graf, 6. ok, 8. ala, 9. fis, 11. ms, 12. spæta, 14. prins, 16. ma, 17. lak, 18. ást, 20. kr, 21. stef. LÓÐRÉTT: 1. lofs, 3. ra, 4. almanak, 5. fas, 7. kippast, 10. sær, 13. til, 15. skrá, 16. más, 19. te. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, einn af þáttastjórnendum Íslands í dag, á von á barni og bætist þar með í ört stækkandi hóp fjölmiðlakvenna sem bera barn undir belti. Sigrún er sem kunnugt er ein af bestu vinkonum Ragnhildar Stein- unnar á RÚV sem einnig á von á barni líkt og Eva María Jónsdóttir en þær stjórna saman Söngvakeppni Sjónvarpsins. Þær Eva María og Ragnhildur Stein- unn eru ekki þær einu í Söngva- keppni Sjónvarpsins sem eiga von á sér. Því söngkonan Anna Hlín, sem lenti í öðru sæti í síð- ustu Idol-keppni, fékk nýlega þær góðu frétt- ir að hún væri ófrísk. Anna flytur lagið Komdu á morgun til mín, eftir Grét- ar Sigurbergsson í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugar- daginn. Nem- enda- leikhús Listahá- skóla Íslands frumsýnir á fimmtu- dag nýtt verk eftir aðstoðarmann mennta-og menningamálaráð- herra, Sigtrygg Magnason. Sem er kannski ekki í frásögur færandi enda Sigtryggur vanur maður þegar kemur að ritstörfum. Hitt er hins vegar merkilegra að Högni Egilsson, oftast kenndur við Hjaltalín, sér um tón- listina í verkinu en hann er nemi við tónsmíðadeild Listaháskól- ans. FRÉTTIR AF FÓLKI Ekki kominn með nýtt starf HÆTTUR Þórhallur Gunnars- son er hættur á RÚV. Hann segist skilja við Ríkissjón- varpið í góðum höndum. Páll Magnússon segir að uppsögnin hafi komið sér á óvart. Hin litríka tískuverslun Nakti apinn mun leggja upp laupana nú á föstu- dag. Sara María Júlíudóttir, eigandi verslunarinnar, hyggst taka sér lang- þráð frí og ætlar að ferðast til Flórída ásamt börnum sínum og kærasta. „Ég er búin að vera að spá í þetta í nokkurn tíma og það var mjög erfitt að taka þessa ákvörðun því verslun- in er næstum eins og þriðja barnið manns. Framtíðin er enn alveg óráð- in en ég ætla að taka mér gott frí og ferðast aðeins um. Ég er ekki hætt að hanna og mig langar að vinna áfram með nýja merkið mitt, Varg, sem ég hef ekki getað sinnt sem skyldi því ég hef verið svo föst í búðarrekstri,“ útskýrir Sara María. Aðspurð segist hún einnig hafa fundið fyrir kreppunni þótt rekstur verslunarinnar gangi enn mjög vel. „Kostnaður við framleiðslu hefur hækkað mikið og það hefur auð- vitað sitt að segja hvað reksturinn varðar. Þótt það sé enn nóg að gera þá fær maður núna helmingi minna fyrir vinnuna.“ Sara María segist hafa fengið sterk viðbrögð frá við- skiptavinum Nakta apans í kjölfar fréttarinnar um lokunina. „Ég hef fengið mjög sterk viðbrögð frá fólki og hef fundið fyrir vott af samvisku- biti því margir virðast hálf miður sín yfir þessu. Ég lít samt ekki á þetta sem endalokin því ég er ekki hætt að hanna þótt ég viti ekki einmitt núna hvað framtíðin ber í skauti sér. Næsta stopp er Flórída og það er það eina sem ég ætla að hugsa um núna,“ segir Sara María. -sm Nakti apinn hverfur á braut NAKTI APINN LOKAR Sara María Júlíusdóttir ætlar að taka sér langþráð frí og ferð- ast til Flórída ásamt börnum sínum og kærasta. Hér sést Sara María að störfum í versluninni ásamt starfsfólki. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Við erum komnar með heljar- innar lið úti, sem er ótrúlegt. Það er ekkert annað en happdrættis- vinningur að detta niður á svona,“ segir Hrefna Hallgrímsdóttir úr tvíeykinu Skoppu og Skrítlu. Hrefna og Linda Ásgeirsdóttir hafa ráðið John F. Hardman sem listrænan stjórnanda yfir útrás Skoppu og Skrítlu til Bandaríkj- anna. Samningar náðust í síð- ustu viku og hann er væntanleg- ur til landsins í næsta mánuði að skoða aðstæður fyrir framleiðslu sjónvarpsefnis og fara á nýja sýn- ingu Skoppu og Skrítlu sem verður frumsýnd um mánaðamótin. Hardman starfaði áður sem for- stjóri sjónvarpsstöðvarinnar Kids‘ WB!, sem er barnaefnisarmur Warner Brothers-samsteypunnar. Kalli kanína, Batman og Scooby Do eru aðeins lítill hluti af teiknimynd- arisum sem stöðin hefur á sínum snærum. Hardman hafði meðal annars yfirumsjón með þróun sjón- varpsefnisins ásamt því að vinna náið með öðrum deildum fyrir- tækisins, samkvæmt upplýsingum frá Time Warner, móðurfyrirtæki WB. Hrefna segir að verkefnið sé komið á fullt í frekari þróun. „Við erum búnar að fá þennan mann sem er hrikalega gott fyrir okkur að hafa,“ segir hún. „Hann þekkir alla og getur opnað allar dyr. Það sem við erum fyrst og fremst að sækjast eftir er að hann veit hvað hann er að tala um, hvað virkar og hvað virkar ekki. Hvað er góð sölu- vara og í hvaða átt á að þróa efnið á erlendri grundu.“ Hrefna og Linda sendu frá sér myndina Skoppa og Skrítla í bíó árið 2008. Myndina gerðu þær á íslensku og ensku og hafa þær verið að þreifa fyrir sér í Bandaríkjunum síðustu misseri. „Við erum orðnar pínu þekktar úti Bandaríkjunum og búnar að fara margar leikferðir þangað,“ segir Hrefna. „Við eigum svolítinn aðdáendahóp, þannig að við ætluðum að gefa út myndina þar. Við höfðum samband við aðila sem sagði: „Þetta er allt of gott til að gefa bara út DVD-mynd.“ Hann fékk til sín svaka gúrú sem fékk annan og þetta er búið að fara úr einu í annað – ótrúlega skemmti- legt. Þetta Skoppu og Skrítlu-dæmi er búið að vera þvílíkt ævintýri í heild sinni. Nú erum við að fara á fullt við að gera sjónvarpsefni – þætti og leikhús. Við erum búin að gera þetta á Íslandi og nú erum við að þróa efnið fyrir þennan stóra markað.“ atlifannar@frettabladid.is HREFNA HALLGRÍMSDÓTTIR: JOHN F. HARDMAN STÝRIR ÚTRÁSINNI Skoppa og Skrítla ráða yfirmann Kalla kanínu SKOPPA OG SKRÍTLA Hrefna og Linda hafa verið að þreifa fyrir sér í Bandaríkjunum með Skoppu og Skrítlu. Nú hafa þær ráðið John F. Hardman til að stýra útrásinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TILBOÐ Í VEITINGASAL Súpa fi skur og kaffi 1290 SÚRT HVALSRENGI HÁKARL FRÁ BJARNARHÖFN HARÐFISKUR FRÁ GRENIVÍK Auglýsingasími VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Athafnamaðurinn Jón Ólafsson. 2 Avatar. 3 Einar Þorvarðarson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.