Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 4
4 21. janúar 2010 FIMMTUDAGUR ÁLVER Sjö umhverfissamtök, þar með talið Græna netið sem til- heyrir Samfylkingunni, hafa sent ríkisstjórninni áskorun um að gerð verði rækilega grein fyrir hvaða háhitasvæði og vatnsföll verður nauðsynlegt að virkja til að afla orku fyrir 360 þúsund tonna álver í Helguvík. Samtök- in telja að slíkri orkuvinnslu fylgi ráðstöfun fjölmargra dýrmætra hverasvæða og vatnsfalla, sem réttara væri að vernda en nýta. Katrín Júlíusdóttir iðnaðar- ráðherra segir stjórnvöld ekki hafa skuldbundið sig til neinnar orkuöflunar fyrir álver í Helgu- vík. Fyrir liggi samningar á milli Norðuráls og Orkuveitu Reykja- víkur annars vegar og Hitaveitu Suðurnesja hins vegar. Þar sé aðeins rætt um orku fyrir 250 þúsund tonna álver. Ekki séu leyfi fyrir stærra álveri. Ágúst Hafberg hjá Norður- áli segir að enn sé stefnt að 360 þúsund tonna álveri. Enn standi það sem hann sagði í samtali við Fréttablaðið í nóvember: „Við viljum vera þokkalega vissir um að við fáum alla áfangana.“ Hann telur líta vel út með orkuöflun fyrir svo stórt álver. Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra segir að þessari áskor- un verði að sjálfsögðu svarað, líkt og öðrum erindum sem beint er til hennar. Hún þurfi ráðrúm til að svara erindinu. „Þetta sam- ræmist ágætlega þeirri sýn sem stundum er kennd við sjálfbæra þróun að allar upplýsingar þurfi að liggja á borðinu.“ Sjálf hafi hún kallað eftir svipuðum upplýs- ingum sem stjórnarmaður Orku- veitunnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, for- maður umhverfisnefndar Alþing- is, segir að því sé ekki fullsvarað hvaðan orkan eigi að koma, verði ráðist í annan áfanga álversins. „Mér finnst sjálfsagt, og það gæti gert umræðunni gott, að fá skýrt yfirlit um það frá orkufyrirtækj- unum og sveitarfélögunum hvað þau ætlast til í þeim efnum.“ Spurð hvort hún telji rétt að stækka álverið í 360 þúsund tonn segir Þórunn: „Það er bara annað og stærra viðfangsefni og það er margt sem bendir til að það verði aldrei ráðist í þá framkvæmd.“ Iðnaðarráðherra segist munu taka afstöðu til stækkunar verði um hana sótt, fyrst sé að klára fyrsta áfangann. Hún muni taka afstöðu með tilliti til annarrar uppbyggingar. Menn þurfi að fara að öllu varlega og ekkert launung- armál sé að stjórnvöld vilji setja eggin í fleiri en eina körfu. kolbeinn@frettabladid.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16° 6° -6° -1° 2° 1° 1° -1° -1° 20° 6° 15° 7° 26° -4° 5° 11° -2° Á MORGUN 5-10 m/s, smáskúrir. LAUGARDAGUR Stífur vindur SV-til annars hægari. 8 6 8 7 6 6 5 4 4 4 2 26 20 18 15 11 14 13 15 21 25 15 4 5 5 4 3 4 2 1 5 7 VEÐUR GENGUR NIÐUR Í NÓTT Það gengur ýmislegt á í veðrinu þessa dagana, þrumur og eldingar um suð- vestanvert landið síðdegis í gær og stormasamt veður sunnanlands seinni partinn í dag. Mesta votviðrið verður suðaustan- lands en það bætir í úrkomuna vestan til síðdegis. Ágætis veður á morgun. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur játað fyrir dómi að hafa hellt bensíni í og á bíl í Reykjavík og kveikt í honum. Annar bíll brann einnig til kaldra kola. Að því er segir í ákæru ríkis saksóknara stóð bíllinn, sem maðurinn kveikti í, við Leifs- götu í Reykjavík. Eldur blossaði þegar upp í bílnum og læsti sig í næsta bíl. Þá urðu skemmdir á þriðju bifreiðinni á svæðinu, auk þess sem sprungur komu í rúður á fyrstu og annarri hæð nærliggj- andi húss vegna hita. Með þessu olli maðurinn eignatjóni og hættu á frekara tjóni hefði eldurinn náð að breiðast frekar út. - jss Maður á þrítugsaldri: Játar að hafa kveikt í bílum Telur ólíklegt að álverið verði 360 þúsund tonna Formaður umhverfisnefndar Alþingis telur að álver í Helguvík verði aðeins 250 þúsund tonna. Iðnaðarráð- herra áréttar að aðeins séu leyfi fyrir þeirri stærð. Umhverisverndarsamtök vilja svör um orkuöflun. ■ Græna netið ■ Náttúruverndarsamtök Íslands ■ Náttúruverndarsamtök Suður- lands ■ Samtök um náttúruvernd á N-landi ■ Sól í straumi ■ Sól á Suðurlandi ■ Sól á Suðurnesjum SAMTÖKIN SJÖ TRÖLLADYNGJA Eitt þeirra svæða sem náttúruverndarsamtök telja að geti eyði- lagst verði álver í Helguvík 360 þúsund tonna. Réttara væri að friða svæðin en huga að nýtingu þeirra. Ágúst Hafberg hjá Norðuráli segir að fjármögnun álvers í Helguvík gangi vel. Stefnt er að því að byggja það upp í 90 þúsund tonna áföngum og fjármögnun fyrsta áfanga sé vel á veg komin. Samið hafi verið við þrjá erlenda banka og málið sé í góðum farvegi. Orkufyrirtækin geti hins vegar átt í erfiðleikum með sína fjármögnun. Þá sé beðið eftir úrskurði umhverfisráðherra um Suðvesturlínu. Gangi allt eftir sé hægt að fara á fullt í framkvæmdir snemma á árinu. Á síðari hluta þessa árs gætu um 1.000 manns starfað við álversframkvæmdir. Þá eru ótaldir þeir sem vinna að virkjunum. Á fyrri hluta næsta árs gætu störfin verið orðin 1.500. - kóp UM 1.000 STÖRF SKAPAST Á ÁRINU UMHVERFISMÁL Vatnajökulsþjóð- garður vekur athygli á námskeiði í landvörslu á vegum Umhverfis- stofnunar á tímabilinu 18. febrúar til 19. mars. Þátttaka í námskeið- inu veitir landvarðaréttindi. Frá þessu er greint á vef sveit- arfélagsins Norðurþings og bent á að hægt sé að taka hluta nám- skeiðsins í fjarnámi. Nánari upplýsingar eru sagðar að finna á heimasíðu Umhverfis- stofnunar, www.ust.is, sem og hjá starfsfólki Vatnajökulsþjóðgarðs í Ásbyrgi. Á vef Umhverfisstofnun- ar kemur fram að námskeiðsgjald sé 120 þúsund krónur. - óká Vatnajökulsþjóðgarður: Námskeið hald- in í landvörslu SVEITARSTJÓRNARMÁL „Útlit er fyrir að framkvæmdir við tvöföldun Vesturlandsvegar frá hringtorg- inu við Þverholt að Þingvallaraf- leggjara hefjist í vor. Hringtorg- ið við Varmá verður stækkað og gerðar hljóðmanir við Áslands- hverfi,“ segir á vef Mosfellsbæjar. Á vef bæjarins kemur jafn- framt fram að Mosfellingar hafi lengi barist fyrir því að umferð- aröryggi og hljóðvist á þessum kafla yrði bætt. „Ánægjulegt er að hlustað hafi verið á rök okkar,“ er haft eftir Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra Mosfellinga. - óká Vegavinna í Mosfellsbæ: Mosfellingar fagna úrbótum BANDARÍKIN, AP Snemma í gær- morgun kom Christopher Speight, 39 ára maður, á morðvettvang í Virginíu og gaf sig fram við lög- reglu. Mannsins hafði verið leitað víðs vegar í nágrenninu um nótt- ina. Átta manns lágu í valnum í og við íbúðarhús í dreifbýli í Virgin- íu þegar lögregla kom á vettvang snemma nætur. Vegfarandi hafði tilkynnt lögreglu um helsærðan mann sem lá við þröngan sveita- veg. Lögreglan umkringdi bæði húsið og skóglendi í kring og þyrlur sveimuðu yfir meðan manns- ins var leitað. Hann skaut á eina þyrluna og kom skotið í elds- neytistank svo þyrlan þurfti að lenda. Þegar Speight gaf sig fram var hann klæddur í skothelt vesti, en óvopnað - ur. Hann bjó í nágrenninu og þekkti til fólksins sem hann myrti. Hann var fluttur burt til yfirheyrslu. Húsið er skammt frá Appom- attox, stað sem er frægur í sögu Bandaríkjanna vegna þess að þar gafst Robert E. Lee, herforingi Suðurríkjanna, upp fyrir Ulysses S. Grant, herforingja Norðurríkj- anna, árið 1865, og lauk þar með þrælastríðinu. - gb Gaf sig fram við lögreglu eftir næturlanga leit í Virginíu: Gengst við morðum á söguslóðum LEITINNI LOKIÐ Bandarískir lögreglu- menn í Virginíu kveðjast að verki loknu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP CHRISTOPHER SPEIGHT GENGIÐ 20.01.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 234,6755 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,35 126,95 205,60 206,60 179,14 180,14 24,067 24,207 22,024 22,154 17,694 17,798 1,3901 1,3983 197,37 198,55 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is Í frétt um Nordic Partners sem birtist í Fréttablaðinu í gær láðist að geta þess að Gísli Reynisson, stofnandi félagsins, lést fyrir aldur fram í fyrra- vor. Þá er félagið ekki lengur með höfuðstöðvar við Suðurgötu í Reykja- vík. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. ÁRÉTTING -5kr. VIÐ FYR STU NO TKUN Ó B-LYKIL SINS Sæktu um ÓB-lykilinn á www.ob.is eða í síma 515 1141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.