Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 12
12 21. janúar 2010 FIMMTUDAGUR Vonbrigði urðu með út- komu loftslagsráðstefnunn- ar í Kaupmannahöfn. Ekki náðist bindandi samning- ur, en engu að síður voru mikilvæg skref stigin til að taka á loftslagsvand- anum, þótt smá væru. Um mánaðamót rennur frestur ríkja út til að skuldbinda sig áframhaldandi vinnu og snemmsumars verður fundað á ný. Reynt verður við nýjan samning í Mex- íkó í haust. Yvo de Boer, framkvæmdastjóri loftslagsmála hjá Sameinuðu þjóð- unum (SÞ), gat ekki leynt vonbrigð- um sínum með niðurstöðu loftslags- ráðstefnunnar í Kaupmannahöfn. Á blaðamannafundi í gær, benti hann þó á björtu hliðarnar. „Við bökuð- um ekki kökuna í Kaupmannahöfn, en urðum okkur úti um öll hráefn- in til þess.“ Engum blöðum þarf um það að fletta að niðurstaðan í Kaupmanna- höfn var vonbrigði. Að hluta til vegna þess að væntingar voru ansi miklar. Skipuleggjendur höfðu von- ast til þess að þar næðist lagalega bindandi samningur og Danirnir vonuðust til að Kaupmannahöfn yrði hin nýja Kyoto, í tungutaki loftslagsmála. Kyoto-bókunin var gerð árið 1997 í japönsku borginni Kyoto. Þar skuldbundu iðnríki sig til að draga úr útblæstri gróðurhúsaloft- tegunda um 5,2 prósent miðað við árið 1990. Þróunarríkin voru und- anþegin þessu, sem og Ísland, sem fékk sérstaka undanþágu. Þeim árangri á að ná fyrir árslok 2012. Þegar þar að kemur verður enginn samningur í gildi um sam- drátt í útblæstri. Í Kaupmannahöfn átti að reyna að taka næsta skref, búa til sáttmálann sem tæki við af Kyoto. Vandinn viðurkenndur Þótt það hafi ekki náðst, er ekki með réttu hægt að fullyrða, líkt og sumir hafa gert, að enginn árang- ur hafi náðst. Yvo de Boer taldi þrjú atriði mikilvægust. Í fyrsta lagi hefði loftslagsvandinn færst á efsta stig stjórnsýslunnar. Um 130 þjóðarleiðtogar voru í Kaupmanna- höfn og er það í fyrsta skipti sem slíkt gerist. Hingað til hafa þeir eftirlátið embættismönnum að sjá um þessi mál. Þetta benti Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra einnig á í viðtali undir lok ráð- stefnunnar í desember. Með því væri staðfest í pólitískri umræðu á heimsvísu að um gríðarlega aðkallandi viðfangsefni væri að ræða sem þjóðir heimsins yrðu að fást við. Yvo de Boer taldi annan mikil- vægan áfanga hafa náðst í viður- kenningu á langtímaskuldbind- ingum varðandi loftslagsmál. Í Kaupmannahafnarsamkomulag- inu eru alvarlegar afleiðingar lofts- lagsbreytinga viðurkenndar og að stefnt skuli að því að koma í veg fyrir að loftslag hlýni um meira en 2 gráður á Celsíus. Í þriðja lagi náðist samkomulag um skammtímafjármögnun fyrir þróunarríkin. Á næstu þremur árum ætla iðnríkin að leggja 30 milljarða dollara í sjóð til að styðja fátækari ríki heims vegna lofts- lagsmála. Árið 2020 munu þau veita 100 milljarða árlega til þró- unarríkjanna. Flókin deilumál Stór hluti deilunnar snýst um fleira en loftslagsmál. Þróunar- ríkin benda á að iðnríkin byggi auð sinn að miklu leyti á hagnaði vegna iðnbyltingarinnar. Þau hafi árhundr uðum saman dælt gróður- húsalofttegundum út í andrúmsloft- ið og hagnast á. Nú, þegar vandinn er viðurkenndur, ætli þau að hamla fátækari ríkjum heims að nýta sér sömu aðferðir til auðsöflunar. Afsali þau sér slíkum tækifærum sé rétt að þau fái bætur fyrir. Þetta hefur verið viðurkennt af flestum iðnríkjum, en Bandarík- in sérstaklega, hafa verið treg til. Það hefur ekki síst litað þá skoð- un þeirra að Kína er flokkað sem þróunarríki. Bandaríkjunum hugn- ast lítt að styðja það ríki með mikl- um fjármunum. Í Kaupmannahöfn afsöluðu Kínverjar sér hins vegar fjárstuðningi vegna þessa og það liðkar fyrir. Þessi tvö ríki hafa einnig deilt um eftirlit með niðurskurði. Bandarík- in segja að alþjóðasamfélagið verði að hafa verkfæri til að fylgjast með að ríki heims minnki útblástur. Til þess þarf að komast á hreint hver staðan er í dag. Undir það hafa mörg ríki, til dæmis Ísland, tekið. Kínverjar eru ekki spenntir fyrir því að hleypa alþjóðasamfélaginu – og þar með Bandaríkjamönnum – í gögn um iðnrekstur sinn. Næstu skref Skrifstofa loftslagsmála hjá Sam- einuðu þjóðunum vinnur nú að skýrslu um ráðstefnuna í Kaup- mannahöfn. Yvo de Boer hefur gefið aðildarríkjum frest til 31. janúar til að tilkynna hvort þau hyggist virða Kaupmannahafnar- samkomulagið. Þá verði iðnríki að svara því til hve mikið þau hyggist draga úr útblæstri gróðurhúsaloft- tegunda. Þróunarríkja sé að tiltaka hvaða aðgerða þau munu grípa til vegna hlýnunar loftslags. Þessi frestur er hins vegar eng- inn lokafrestur. De Boer sagði þetta mjög mildan frest, ekkert „deadly“ væri við hann og vísaði þar til enska orðsins „deadline“. Hann yrði hins vegar að fá upplýs- ingar til að skrifa skýrsluna. Um mánaðamótin maí/júní stend- ur til að halda fund á vegum Sam- einuðu þjóðanna þar sem unnið verður úr þeim árangri sem náð- ist í Kaupmannahöfn. Næsta lofts- lagsráðstefna verður síðan haldin í Mexíkó í haust. Spurður hvort stefnt væri að því að ná þar lagalega bindandi samn- ingi, sagði de Boer í gær að slíkt lægi ekki fyrir. Orðalag samkomu- lagsins í Kaupmannahöfn hefði vilj- andi verið opið til þess að lönd gætu valið hvaða leið þau vildu fara. Þá er óljóst hvort slíkur samningur, náist hann, mun taka við af Kyoto- bókuninni. Nokkur vilji er til þess að hún verði áfram í gildi, en nýr samningur virkur meðfram henni. Mikill niðurskurður Hver sem niðurstaðan verður er ljóst að menn hafa ekki endalausan tíma. Líkt og de Boer benti á þýðir niðurstaðan í Kaupmannahöfn að menn þurfa að vinna hraðar til að ná samkomulagi. Samkvæmt samkomulaginu þaðan er gert ráð fyrir að árið 2015 verði ferlið end- urskoðað á ný, sama hver niðurstað- an verður. Samkvæmt tilmælum vísinda- manna þarf að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir árið 2050. Það segir de Boer að þýði að iðnríki þurfi að draga úr útblæstri um 80 prósent fyrir þann tíma. Verkefnið er því verðugt. Kakan óklár en efnið til SJÁÐU HÉR Barn skoðar hnattlíkan sem var til sýnis í Kaupmannahöfn þegar lofts- lagsráðstefnan var haldin í desember. Leiðtogar heims véluðu þar um framtíð þess og mannkyns en tókst ekki að ná samkomulagi um að draga úr hlýnun jarðar. NODICPHOTOS/AFP FRÉTTASKÝRING KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ kolbeinn@frettabladid.is Yvo de Boer var spurður út í tap demókrata á þingsæti í Mass- achusetts, en með því misstu þeir vald til að koma í veg fyrir málþóf repúblikana. Fréttamaður hafði áhyggjur af því að þetta gerði umræður um loftslagsmál erfiðari, enda á Bandaríkjaþing eftir að staðfesta tillögur Obama í loftslagsmálum. Framkvæmdastjórinn sagði að kannski hefði hann verið of lengi í bransanum, en hann mundi eftir George W. Bush, fullum efasemda, neita afleiðingum hlýnunar lofts- lags. Átta árum síðar hefði sami Bush undirritað Balí-samkomulag- ið þar sem tekið er á þeim vanda. Hann taldi því litlar líkur á að þetta hefði áhrif á ferlið. Hátt eldsneytisverð í Bandaríkjunum hefði áhrif á skoðanir almennings um efnið. Þá gæfi efnahagskrepp- an ný tækifæri til að skapa störf í græna geiranum. Alþjóðasamfélag- ið mundi ganga á Obama um að standa við orð sín um samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda. AFLEIÐINGAR TAPS ÞREYTTUR Umræðurnar tóku oft á í desember og Yvo de Boer varð þreyttur eins og aðrir. NORDICPHOTOS/AFP Loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn Farfuglar Sundlaugavegur 34 . 105 Reykjavík Sími 553 8110 . Fax 588 9201 Email: info@hostel.is . www.hostel.is 6.-7. febrúar 2010 Farfuglar ❚ Borgartún 6 ❚ 105 Reykjavík ❚ Sími 552 8300 ❚ www.thorsmork.is Þorrinn í Þórsmörk Upplifðu Þorrann á nýjan og þjóðlegan hátt í þessari einstöku náttúruperlu. Við bjóðum mismunandi pakka sem innihalda m.a. gönguferðir með leiðsögn, rútuferðir frá Reykjavík eða Seljalandsfossi, gistingu í skálum eða tveggja manna herbergjum og glæsilegt þorrahlaðborð frá Jóa í Múlakaffi. Verð frá kr. 9.900. Skelltu þér í Húsadal helgina 6. - 7. febrúar. Hentar bæði einstaklingum og hópum. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.thorsmork.is Einnig er unnt að fá upplýsingar í síma 552 8300 og í gegnum netfangið thorsmork@thorsmork.is Panta þarf fyrir 1. febrúar nk. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.