Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 21. janúar 2010 13 UTANRÍKISMÁL Forseti Íslands flyt- ur í dag lokaávarp ráðstefnu sem haldin er með það fyrir augum að vísa veginn í átt að byltingu í orku- búskap heimsins. Heimsþing hreinnar orku (World Future Energy Summit) er haldið í Abu Dhabi, en það sækir fjöldi for- seta, forsætisráðherra, umhverfis- ráðherra og orkuráðherra víða að úr veröldinni auk vísindamanna, tæknimanna, sérfræðinga og for- ystumanna í atvinnulífi, að því er fram kemur í tilkynningu forseta- embættisins. Áhersla er lögð á að sólarorka, vindorka, jarðhiti, vatns- orka og aðrir hreinir orkugjafar verði ráðandi sem orkugjafar. „Á þinginu sýna um 600 fyrir- tæki og stofnanir á sviði hreinnar orku nýja tækni og vörur. Útflutn- ingsráð hefur skipulagt þátttöku íslenskra fyrirtækja og sýninga- raðstöðu á þinginu,“ segir jafn- framt í frétt embættisins, en Ólaf- ur Ragnar Grímsson forseti þáði boð stjórnvalda í Abu Dhabi um að sækja þingið á heimleið sinni frá Indlandi. „Þetta er í þriðja sinn sem slíkt þing er haldið en forseti átti á sínum tíma þátt í að undirbúa hið fyrsta og flutti þá ræðu við opnun- ina.“ Fram kemur að Ólafur Ragnar hafi tekið þátt í hátíðlegri verð- launaathöfn á þriðjudagskvöld þar sem Zayed-orkuverðlaunin voru afhent fyrirtækinu Toyota. - óká Forseti Íslands flytur lokaávarp á heimsþingi hreinnar orku í Abu Dhabi: Sækir þingið á heimleið frá Indlandi ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Forseti Íslands á sæti í dómnefnd Zayed-orku- verðlaunanna sem voru afhent í annað sinn í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMKEPPNISMÁL Steindór Sigur- steinsson hjá Norðurbiki ehf. segir Akureyrarbæ í samkeppni við fyr- irtækið í malbiksframleiðslu. Að því er fram kemur í fundargerð bæjarráðs mætti Steindór í við- talstíma bæjarfulltrúa til að ræða umrædda malbiksframleiðslu á vegum bæjarins. „Hann sem starfsmaður Norðurbiks ehf. telur bæinn í samkeppni við fyrirtækið, sem hafi áhrif á starfsemi þess og starfsmenn. Hann taldi óeðlilegt að bærinn seldi malbik til einkaað- ila,“ segir í fundargerð bæjarráðs sem fól framkvæmdaráði bæjarins að móta verklagsreglur um sölu á malbiki. - gar Malbikunarstöð á Akureyri: Bærinn hætti að selja malbik LANDBÚNAÐUR „Á nýliðnu ári var heildarframleiðsla á mjólk hér á landi tæplega 125,6 milljónir lítra, sem er 0,38 prósenta sam- dráttur frá fyrra ári,“ segir á vef Landssambands kúabænda. Sam- dráttur milli ára nemur rúmlega 400 þúsund lítrum. Þá kemur fram að sala á „prót- eingrunni“ hafi aukist um tæp- lega hálft prósent frá 2008 og á fitugrunni um tæp þrjú prósent. „Það er mjög ánægjulegt að sjá söluaukningu í magni, þó hún sé væntanlega ekki sú sama í verð- mætum talið. Greinileg tilfærsla hefur orðið í neyslu, úr dýrari vöruflokkum yfir í ódýrari,“ segir á vef sambandsins. - óká Mjólkurframleiðsla 2009: Fólk færir sig í ódýrari flokka Í FJÓSINU Á vef Landssambands kúa- bænda kemur fram að mjólkurvörur hafi selst í aðeins meira magni í fyrra en 2008. EFNAHAGSMÁL Þrír fulltrúar Attac-samtakanna á Íslandi eiga að hitta fulltrúa norsku ríkis- stjórnarinnar á opnum fundi í Ósló 4. febrúar. Attac eru alþjóðleg samtök sem berjast gegn neikvæðum hliðum hnattvæðingar og nýfrjálshyggju. Íslensku fulltrúarnir, Einar Már Guðmundsson, Bjarni Guðbjörns- son og Gunnar Skúli Ármannsson verða í för með norskum fulltrú- um frá Attac. Attac undirbýr tillögur að end- urreisn íslensks efnahags án aðkomu AGS. Yfirskrift fundarins er: „Á AGS að fara frá Íslandi?“ - kóþ Vilja losna við AGS: Attac talar við norsk stjórnvöld Prósenta fyrir plánetuna Ísfirska ferðaþjónustufyrirtækið Borea Adventures og Melrakkasetrið í Súða- vík, sem er fræðasetur um íslensku tófuna, hafa fyrst fyrirtækja á Íslandi gerst meðlimir í umhverfisverndar- samtökunum „1% for the Planet“, að því er fram kemur á vef Ferðamála- stofu. „Prósent fyrir plánetuna“ er samstarfsvettvangur fyrirtækja sem lofa að ánafna minnst einu prósenti af ársveltu til umhverfisverkefna. UMHVERFISVERND Fresta frétt um viku Frestað hefur verið um viku birtingu fréttar Hagstofu Íslands um látna með lögheimili erlendis árin 1999 til 2008. Á vef Hagstofunnar kemur fram að staðið hafi til að birta fréttina í gær, en birtingunni hafi verið frestað til næsta þriðjudags, 26. janúar. HAGSTOFA ÍSLANDS LÖGREGLUMÁL Karlmaður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna smygls á 800 grömmum af kókaíni hingað til lands hefur verið settur í farbann til 12. febrúar næstkomandi. Maðurinn, sem er erlendur ríkisborgari, er grunaður um aðild að innflutningi á rúm- lega 800 grömmum af kókaíni til landsins frá Bandaríkjun- um. Með honum var handtekin íslensk kona á þrítugsaldri, sem sat í gæsluvarðhaldi um skeið. Henni hefur nú verið sleppt. Hvorugt þeirra hefur komið við sögu hjá lögreglu áður. - jss Héraðsdómur: Kókaínsmyglari settur í farbann • Nýir tímar - nýjar hugmyndir www.or.is Umhverfis- og orkurannsóknasjóður Orkuveitu Reykjavíkur Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum, sem hefur 50 milljónir króna til ráðstöfunar árið 2010. ÍS L E N S K A / S IA .I S /O R K 4 47 19 0 1/ 09 Hlutverk Umhverfis- og orkurannsóknasjóðs OR er að efla rannsóknir, þróun og nýsköpun á sviði umhverfis- og orkumála, þar með taldar þverfaglegar rannsóknir. Markmiðið er að veita styrki til háskóla- og nýsköpunarrannsókna á sviði umhverfis- og orkumála og treysta samstarf Orkuveitunnar við sérfræðinga og vísindamenn sem stunda rannsóknir á sviðinu. Sjóðurinn veitir styrki til verkefna í umhverfis- og orkurannsóknum sem varða: • Hagnýtar framfarir í kjarnastarfsemi Orkuveitu Reykjavíkur, uppbyggingu og rekstri vatnsveitu, hitaveitu, rafveitu eða gagnaveitu • Tengsl starfsemi OR við umhverfi, samfélag og efnahag • Aukna hagnýtingu endurnýjanlegra orkugjafa Allar nánari upplýsingar um sjóðinn, s.s. úthlutunarreglur og tilhögun umsókna eru á vef sjóðsins: www.or.is/uoor Umsóknum skal skilað í síðasta lagi 1. mars 2010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.