Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 18
18 21. janúar 2010 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Útgjöldin > Kílóverð á harðfiski í nóvember ár hvert Heimild: Hagstofa Íslands Margir slösuðust í hálkunni á mánudaginn var og vilja Neytendasamtökin því minna á nytsemi hálkugorma að vetrarlagi. Að því er fram kemur á heimasíðu samtakanna, www.ns.is, fást gormarnir meðal annars í apótek- um, íþróttavöruverslunum, hjá flestum skósmiðum, skóvöruverslunum, Brynju og á vefsíðunum hlaup.is og afrek.is. Verð á gormunum er frá 3.000-7.000 kr., allt eftir gerð segir á síðunni. „Hálkugormarnir eru þægilegir í notkun en þeir eru með sterku gúmmíi sem er auðvelt að smella utan um skósólann og hafa gott grip. Gamla gerð- in af mannbroddum fæst einnig víða, þeir standa alveg fyrir sínu og eru yfirleitt ódýrari en gormarnir.“ ■ Of margir slasast í hálkunni Hálkugormar nauðsynlegir á veturna Veitingastaðurinn Noma í Kaup- mannahöfn var kjörinn besti veitingastaður á Norðurlöndum síðastliðinn sunnudag. Veitinga- staðurinn, sem státar af tveimur Michelin-stjörnum, einn veitinga- staða á Norðurlöndum, var kosinn af dómnefndum á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Valið stóð á milli Dills á Íslandi, Mathias Dahlgren í Svíþjóð, Baga- telle í Noregi og Savoy í Finnlandi auk Noma. Þess má geta að sjö rétta matseðill á Noma kostar 995 danskar krónur og vínseðill tilheyrandi 895 krónur. Í íslenskum krónum gera það rúmar 45 þúsund krónur. Sjö rétta mat- seðill með vínseðli kostar tæpar 20 þúsund á Dilli sem er í Norræna húsinu. ■ Noma besti veitingastaðurinn á Norðurlöndum 45 þúsund fyrir mat og vín á verðlaunastað „Bestu kaupin mín eru húsið mitt í Hafnarfirði, sem ég keypti 2005. Ég fékk það á fínu verði og greiddi í íslenskum peningum!“ segir Amal Tamimi, framkvæmdastjóri Jafnréttishúss. Húsinu til tekna telur hún þægilegt andrúmsloft og gott umhverfi. Þetta er timburhús, árgerð 1930. „Ég held að það sé bara svona góður andi í því,“ segir hún. Amal býr með tveimur börnum sínum og ekki skemmir fyrir hve stutt er í skólann. „Sonur minn var að klára Flensborgarskóla, sem er beint á móti húsinu. Hann var tvær mínútur á leiðinni í tíma.“ Aðra sögu er að segja af fararskjóta fjölskyldunnar, því verstu kaupin eru annars afbragðsgóður Skoda Octavia. „Hann er allur í erlendum peningum, og ég losna ekki undan því. Lánið er orðið hærra en bíllinn kostar. Ég keypti hann 2007, á þessum tíma þarna,“ segir Amal og hlær. Hún ráðleggur aðspurð lesendum að reyna að halda aftur af sér í innkaupum uns tíðin batnar. NEYTANDINN: AMAL TAMIMI, FRAMKVÆMDASTJÓRI JAFNRÉTTISHÚSS Sér eftir myntkörfubílakaupum „Ég er með eitt húsráð og það er mjög gott. En ég var lengi að læra það,“ segir KK eftir stutta umhugsun. „Flestir kannast við hvernig eitthvert drasl verður í sífellu fyrir manni þegar maður gengur um húsið,“ segir hann og nefnir sem dæmi að ef til vill sé frammi við ryksuga sem ekki hafi verið gengið frá eftir notkun. „Ráðið er að taka draslið sjálfur og ganga frá því.“ Með þessu móti segir KK líðan allra verða miklu betri, ekki síst líðan þess sem ergir sig á ófrágengnu drasli. „Það var rosalegur léttir þegar ég sá að ég gæti leyst málið sjálfur.“ GÓÐ HÚSRÁÐ DRASLIÐ LÁTIÐ HVERFA ■ Tónlistarmaðurinn KK er hættur að láta draslið pirra sig. 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 4. 51 5 kr . 4. 87 3 kr . 5. 47 4 kr . 6 .0 16 k r. 6 .6 19 k r. Tími þorrablótanna er runninn upp með tilheyr- andi súrmeti, sviðasultu, harðfiski og öllu því sem tilheyrir þorramat. Sam- kvæmt verðkönnun Frétta- blaðsins hækkar verð á þorramatnum frá því í fyrra. Ekkert lát er á vinsældum þorra- matar samkvæmt eftirgrennsl- an Fréttablaðsins. Þegar haft var samband við veisluþjónustur var nóg að gera hjá viðmælendum enda hefst þorri á morgun og árs- tíð þorrablóta rennur þannig form- lega upp. Ódýrast er fyrir Skagamenn að panta sér mat á þorrablótið sam- kvæmt verðkönnun Fréttablaðsins. Hringt var á nokkra veitingastaði og veisluþjónustur og fengnar upp- lýsingar um verð á manninn fyrir annars vegar 50 manns og hins vegar 100 manns. Maturinn var ódýrastur hjá Fortuna á Akra- nesi, þar kostar hann 2.700 krón- ur fyrir manninn ef miðað er við 50 manna veislu. Í fyrra var verð- ið 2.500 krónur sem gerir átta pró- senta hækkun á milli ára. Fimmtíu manna veisla er dýrust í Múlakaffi, eða 3.690 krónur á manninn. Það er 16 prósenta hækkun á milli ára. Samkvæmt upplýsingum Múlakaffis er skýr- inguna að finna í hækkun á hrá- efni og almennum verðhækkunum. Hundrað manna veisla er dýrust á Greifanum á Akureyri eða 3.300 krónur en þar er um að ræða 25 prósenta verðhækkun á milli ára. Meðalverð á manninn í fyrra í fimmtíu manna veislu hjá þessum sex veisluþjónustum sem hringt var í nú í ár var 3.080 krónur tæpar. Meðalverðið í ár er 3.290 krónur sem þýðir verðhækkun að meðaltali upp á tæp sjö prósent. Meðalverð þessara staða fyrir manninn í 100 manna veislu var 2.900 krónur í fyrra en 3.025 í ár sem þýðir 4 prósenta hækkun. Þess má geta að vísitala neyslu- verðs hækkaði um 11 prósent á tímabilinu. Blaðamaður hringdi á staðina og spurði um verð og er því ekki lagt mat á gæði matarins, samsetningu hlaðborðsins eða þjónustu. Könn- unin er þannig hugsuð til viðmið- unar fremur en sem nákvæmn- isvísindi. Þess má að lokum geta fyrir þorramatglaða Íslendinga að í sumum matvörubúðum eru seldir þorrabakkar auk þess sem versl- anir með kjötborði selja þorramat- inn eftir vigt. sigridur@frettabladid.is Þorramatur sívinsæll þrátt fyrir verðhækkun ALLT Á FULLU Það var mikið að gera við undirbúning þorrans í Múlakaffi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SNAFSINN Á 195 KRÓNUR Á þorrablótum er brenni- vín gjarnan á borðum og þykir mörgum ómissandi að skola hákarlinum niður með staupi af vel kældu íslensku brenni- víni. Að því er fram kemur á heimasíðu Vínbúðarinnar kostar lítraflaska af brennivíni 6.449 krónur. Miðað við þriggja sentílítra snafs kostar glasið um 195 krónur og dugar innihaldið í 33 snafsa af þessari stærð. ÞORRAMATUR Á HLAÐBORÐI* Verð á mann 50 manns 100 manns Fortuna, Akranesi 2.700 2.700 Greifinn, Akureyri 3.600 3.300 Lostæti 2.980 2.680 Múlakaffi, Reykjavík 3.690 3.290 Veislugarður, Mosfellsbæ 3.300 2.900 Veislulist, Hafnarfirði 3.470 3.280 *Ekki er tekið tillit til gæða eða magns. Drykkir ekki innifaldir Þorrablót og þorramatur eru kölluð eitt best heppnaða viðskiptabragð í sögu íslenskra matsöluhúsa í bók Árna Björnssonar Sögu daganna. Frá því segir í bókinni að siðurinn á rætur sínar að rekja til átthagafélaga sem héldu skemmtanir á útmánuðum og buðu upp á þjóðlegan mat. Smám saman var farið að tala um þorrablót en sú nafngift og sú venja að tala um þorramat varð fyrst útbreidd eftir að Naustið tók að bjóða gestum sínum upp á þorramat í trogum veturinn 1958. „Halldór S. Gröndal, þáverandi veitingamaður [síðar prestur d. 2009], hafði oft og lengi hugleitt hvernig unnt væri að lífga upp á þennan dauflega árstíma hjá veitingahúsinu … Og einhvern veginn fæddist sú hugmynd að gefa öllum lysthöfum kost á einskonar þorrablóti með íslenkum mat að gömlum hætti,“ segir í bókinni en þar kemur fram að orðið þorramatur sást fyrst á prenti í íslenskum dagblöðum í febrúar 1958. Þorramaturinn í Naustinu var borinn fram í trogum smíðuðum eftir fyrirmynd úr Þjóðminjasafninu. Bragðið heppnaðist vel og stórjókst aðsókn að veitingahúsinu. Framtakið hratt af stað nýrri skriðu þorra- blóta sem enn er á fullri ferð segir og í bókinni. Heimild: Árni Björnsson, Saga daganna VEL HEPPNUÐ MARKAÐSSETNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.