Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 20
20 21. janúar 2010 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is Bankar eiga ekki að reka útibú í erlendu landi ef hætta er á að ábyrgð á viðskiptum þeirra falli á heimaland þeirra. Þá mega matsfyrir- tækin ekki verða fjárhags- lega háð bönkunum. Jafn- framt skal herða á eftirliti með lánveitingum og auka ábyrgð stjórnenda svo fall bankanna lendi ekki á herð- um almennings. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri bók eftir fimm höfunda um orsök og afleiðingar fjármálakreppunnar á Norðurlöndunum. Þá er sérstaklega tekið fram að kreppan hér sé ekki sambærileg við hinar Norðurlandaþjóðirnar. Á meðal höfunda er Þorvaldur Gylfason, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands og dálkahöfundur Fréttablaðsins. Bókin er skrif- uð fyrir ETLA, rannsóknarstofnun atvinnu- lífsins í Finnlandi. Útgáfunni verður fagnað í Helsinki á fimmtudag í næstu viku þar sem höfundarnir kynna bókina og forsætisráðherra Finnlands og fyrrverandi seðlabankastjóri Sví- þjóðar verða andmælendur þeirra. - jab KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 11 Velta: 19,6 milljónir OMX ÍSLAND 6 837+0,65% MESTA HÆKKUN BAKKAVÖR +59,26% MESTA LÆKKUN ÖSSUR -1,51% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atlantic Petroleum 160,00 +0,00% ... Bakkavör 2,15 +59,26% ... Føroya Banki 132,50 +0,00% ... Icelandair Group 3,65 +0,00% ... Marel 61,80 +0,00% ... Össur 163,50 -1,51% Ný bók um kreppu „Helsti hvatamaðurinn [að því að leggja niður Þjóðhagsstofnun og Samkeppnis- stofnun: innskot blaðamanns] var forsætis- ráðherra á árunum 1991 til 2004, sem síðar útnefndi sjálfan sig seðlabankastjóra. Hann var settur af eftir hrunið. Skömmu síðar varð hann ritstjóri Morgunblaðsins – sem jafn- gildir því að gera Richard Nixon að ritstjóra Washington Post til að tryggja sanngjarna og hlutlausa umfjöllun um Watergate-málið.“ BROT ÚR BÓKINNI ÞORVALDUR GYLFASON Actavis er sagt enn vera á meðal þeirra þriggja lyfja- fyrirtækja sem viðbúið er að leggi fram lokatilboð í Ratiopharm, næststærsta lyfjafyrirtæki Þýskalands, í næsta mánuði. Sænski fjárfestingarsjóðurinn EQT gerir tilboðið í félagi við Actavis á móti ísraelska lyfjafyrirtækinu Teva og bandaríska lyfjarisanum Pfizer, að því er erlendir fjölmiðlar herma. Gangi allt eftir mun EQT eignast meirihluta á móti Actavis. Ratiopharm hefur verið í söluferli frá haustinu 2008 eftir að eigendur þess, þýska Merckle-fjölskyldan, lenti í fjárhagsvandræðum í kjölfar rangra fjárfest- inga. Í kjölfarið kröfðust kröfuhafar að fjölskyldan seldi eignir til að greiða niður skuldabyrði sína. Bandaríska stórblaðið Washington Post segir til- boðið í Ratiopharm hlaupa á 2,5 til 2,8 milljörðum evra, jafnvirði tæpra 450 milljarða króna. Reuters- fréttastofan bætir við að verði tilboðið hærra séu meiri líkur á að Pfizer og Teva keppi um félagið enda hafi fyrirtækin yfir meira fé að ráða en Actavis, sem sé skuldsett og þurfi á samþykki Deutsche Bank að halda til að vera með í tilboðsferlinu. - jab Actavis enn í kapphlaupi Þrjú lyfjafyrirtæki eru sögð líkleg til að leggja fram tilboð í þýska samheita- lyfjafyrirtækið Ratiopharm. Keppinautar Actavis eru með dýpstu vasana. LYFJAGERÐ HJÁ ACTAVIS Erlendir fjölmiðlar segja önnur lyfjafyr- irtæki en Actavis líkleg til að landa Ratiopharm þegar síðustu tilboð í félagið þýska verða opnuð. ÓLYMPÍUHÚFAN 2010 Hluti af söluágóða húfanna rennur til styrktar Skíðasambands Íslands. Hægt er að kaupa Ólympíuhúfuna 2010 í öllum verslunum 66°Norður. Höfuðborgarsvæðið: Bankastræti 5, Faxafen 12, Kringlan, Smáralind og Miðhraun 11 Akureyri: Glerártorg Keflavík: Leifsstöð og söluaðilar um allt land www.66north.is Samstarfsaðili Ólympíuliðsins 2010 Ástæða er til þess að hafa áhyggj- ur af þróun atvinnumála á árinu vegna samdráttar í fjárfesting- um atvinnuveganna. Þá stuðla óvissa um framtíðina, háir vext- ir, gjaldeyrishöft, skattahækkan- ir og minnkandi kaupgeta almennt að slæmu andrúmslofti fyrir fjár- festingar. Þetta er meðal þess sem fram kemur á vefsíðu Samtaka atvinnu- lífsins (SA). Þar segir að verði dráttur á áformum um fjárfest- ingar í virkjunum og orkufrek- um iðnaði á þessu ári séu líkur á að fjárfestingar atvinnuveganna verði minni í hlutfalli við lands- framleiðslu en þær hafa verið frá lokum seinni heimsstyrjaldar. SA segir þjóðhagsáætlun gera ráð fyrir að landsframleiðsla drag- ist saman um tvö prósent á árinu með þeim fyrirvörum að fram- kvæmdir í Helguvík og tengd verk- efni komist á skrið. Gangi það ekki verði samdráttur og atvinnuleysi meira en spáð er. - jab SA hefur áhyggur af fjárfestingum HÖFNIN OG ÁLVERIÐ Samtök atvinnu- lífsins segja fjárfestingar á borð við álverið í Helguvík þátt í því að koma landinu í gegnum kreppuna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ólafur Ísleifsson, lektor við við- skiptadeild Háskólans í Reykja- vík, hefur verið skipaður stjórnarformaður ISB Holding, eignarhaldsfélags skilanefndar sem heldur utan um 95 prósenta hlut í bankanum. Ólafur tók sæti í stjórn Glitnis skömmu eftir ríkisvæðingu hans í október í hittifyrra. Samkvæmt skilyrðum Fjár- málaeftirlitsins um eignarhald á Íslandsbanka má ISB Holding tilnefna sex stjórnarmenn í bank- ann og sex til vara á móti einum frá ríkinu. Aðeins einn má vera úr skilanefnd Glitnis. Aðrir verða að vera óháðir og mega ekki sitja í umboði kröfuhafa Glitnis. - jab Ólafur formað- ur stjórnar ISB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.