Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 24
24 21. janúar 2010 FIMMTUDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@ frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Dagný Halldórsdóttir skrifar um Neyðarlín- una Í Fréttablaðinu föstudag-inn 15. janúar var birt frétt þar sem látið er að því liggja að Neyðarlínan hafi tregðast við að senda sjúkrabifreið til hjálpar slösuð- um vegfarendum. Þessi fullyrð- ing er alfarið röng og skaðleg rangfærsla fyrir þjónustuaðila sem landsmenn þurfa að treysta á þegar mikið liggur við. Skal eftirfarandi upplýst um það atvik sem fréttin fjallaði um: • Kl. 17.03 hringir vegfarandi og tilkynnir um bílveltu á Suður- landsvegi. Farið var yfir aðstæð- ur með innhringjanda. Lögreglu var þegar gert viðvart og sjúkrabíll kvaddur út. Sjúkraliði var gerð grein fyrir aðstæðum á slysstað á hefðbundinn hátt. • Kl. 17.05 hring- ir sami vegfarandi og segir farþega í tjóna- bílnum komna út og að ekki sé þörf á sjúkrabif- reið. Nánari upplýsinga var aflað um ástand farþeganna og var sjúkrabifreiðin afturköll- uð í kjölfarið. • Kl. 17.10 hringir annar veg- farandi sem lýsti nánar aðstæð- um og því mati að þörf væri á sjúkrabifreið. Eftir að nánari upplýsinga hafði verið aflað var sjúkrabifreiðin kölluð út aftur til að fara á vettvang. Auk þess var lækni gert viðvart um slysið og og haft samráð um mögulegt ástand farþeganna. (Lengd sím- tals 1.42 mín). • Kl. 17.13 hringir seinni veg- farandinn aftur og heimtar að sjúkrabifreið sé send á staðinn. Neyðarvörður segir sjúkrabíl á leiðinni og reynir að afla nánari upplýsinga. Innhringjandi heimt- ar þá samband lögreglu. Engar frekari upplýsingar um atvikið fengust fram og innhringjanda gefið samband við fjarskiptamið- stöð lögreglu sem upplýsti aftur að sjúkrabíll og lögregla væru á leiðinni á slysstað. (Lengd símtals 2.35 mín.). • Lögreglan á Hvolsvelli var komin á slysstað kl. 17.24 og sjúkrabifreið frá Selfossi kl. 17.35. Af þessu má sjá að þær fullyrð- ingar sem koma fram í fréttinni eru rangar: - að neyðarvörður hafi neitað að senda sjúkrabíl eða gefa samband við lögreglu. - að skilaboð innhringjanda hafi ekki ratað rétta leið fyrr en hann fékk samband við lögreglu. - að 10 mínútna „karp“ við neyð- arvörð hafi tafið fyrir að hjálp bærist á slysstað. Sjúkralið og lögregla voru boðuð tafarlaust. Athugun á sím- tölum hefur staðfest að viðbrögð neyðarvarða voru í fyllsta sam- ræmi við verklagsreglur. Höfundur er aðstoðarfram- kvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Viðbrögð 112 við bílveltu á Suðurlandsvegi 11. janúar UMRÆÐAN Ólína Þorvarðardóttir skrifar um sjávarútveg Útgerðarmenn hafa haldið því fram að meginþorri þeirra veiðiheimilda sem deilt var milli útgerða í upphafi kvótakerfisins hafi „skipt um hendur“. Þær séu þar með „eign“ útgerðanna þar sem þær hafi verið keyptar í lögmætum viðskiptum. Sé þessi fullyrðing skoðuð nánar kemur í ljós að umrædd „viðskipti“ hafa einkum falist í samruna fyrir- tækja þar sem minni sjávarútvegs- fyrirtæki hafa runnið inn í stærri samsteypur og lagt með sér kvóta inn í það samlag. Þetta á við öll helstu og öflugustu sjávarútvegs- fyrirtæki landsins: • Samherji: Afrakstur sameining- ar og yfirtöku fjölmargra sjávarút- vegsfyrirtækja um land allt, þ.á m. BGB-Snæfells á Dalvík sem átti sex skip og fiskvinnslur á Dalvík, Stöðvarfirði (síðar lokað) og Hrísey (síðar lokað); Söltunarfélagi Dalvík- ur; Friðþjófi ehf. á Eskifirði (síðar lokað); Fiskimjöli & lýsi í Grinda- vík; Hrönn á Ísafirði sem gerði út Guðbjörgina ÍS o.fl. • HB Grandi: Áður HB á Akra- nesi og Grandi í Reykjavík (áður Bæjarútgerð Rvíkur, Ísbjörninn o.fl.). • Brim: Áður Útgerðarfélag Akureyrar, Tjaldur á Rifi, o.fl. • Ísfélag Vestmannaeyja: Áður Bergur-Huginn hf, Hraðfrystistöð Vestmannaeyja (stofnuð 1939) og Ísfélag Vestmannaeyja (stofnað 1901). • Fisk: Áður Útgerðarfélag Skag- firðinga, Skagstrendingur og Hrað- frystihús Grundafjarðar. • H.G: Áður Hraðfrystihúsið hf., Frosti, Gunnvör og Íshúsfélag Ísfirðinga. Þá eru ótalin fjölmörg nústarf- andi en gamal- gróin sjávarút- vegsfyrirtæki sem öll fengu úthlutað afla- heimildum í upphafi kerf- isins án end- urgjalds: Þor- bj ö r n h f . , Vinnslustöðin, Rammi, Skinn- ey-Þinganes, Vísir, Síldar- vinnslan, Eskja, Guðmundur Run- ólfsson, Ögurvík, Soffanías Cecils- son, Nesfiskur og mörg fleiri. Eigendur þessara fyrirtækja hafa nýtt þær veiðiheimildir sem útdeilt var á fyrstu árum kvótakerfisins til þess að fjárfesta og skapa ný verð- mæti. Gallinn er bara sá að þau verðmæti hafa mestmegnis runnið út úr greininni með áhættufjárfest- ingum og erlendum skuldum. Ósættið um sjávarútveginn Fram yfir 1980 voru veiðar frjáls- ar á Íslandsmiðum og allir gátu sótt sér þangað björg í bú án takmark- ana. Sjávarbyggðirnar lifðu af því sem sjórinn gaf. Styrkur þeirra fólst í góðum höfnum og nálægð við fiskimiðin. Rekstrarstaða sjáv- arútvegsfyrirtækjanna var þannig nátengd afkomu byggðanna. Sterk- ar útgerðir voru samfélagsstólpar. Á árunum 1980-83 óttuðust menn að fiskistofnunum stafaði hætta af ofveiði. Markmið þess að takmarka veiðar og byggja þær á úthlut- un veiðiheimilda var að tryggja sjálfbæra nýtingu nytjastofnanna og auka arð af atvinnugreininni. Kvótakerfið var sett á í nafni sátta og aukinnar arðsemi. Um enga atvinnugrein er þó meiri óeining í íslensku samfélagi en sjáv- arútveginn og kvótakerfið. Þeim hefur fækkað ört útgerðarmönn- unum sem taka mið af samfélags- legum hagsmunum. Rekstrarleg- ar ákvarðanir – þar með samruni fyrirtækja og tilfærsla þeirra úr byggðarlögum – hafa verið tekn- ar í ljósi sérhagsmuna, með sívax- andi kröfu um gróða. Arðurinn sem hefði átt að renna óskiptur til eig- anda síns – fólksins í landinu og inn í atvinnugreinina sjálfa – hann rennur í stríðum straumum úr landi og út úr greininni, í áhættufjárfest- ingar, vaxtagreiðslur og afborganir af erlendum lánum. Þetta – ásamt hinni alvarlegu byggðaröskun sem hlotist hefur af kvótakerfinu – er meginástæða þess ósættis sem ríkt hefur um sjáv- arútveginn frá því að kvótakerfinu var komið á. En hvar liggur sökin? Liggur hún hjá stjórnvöldum, hjá útgerðinni eða hjá bönkunum? Bankarnir bera sök. Þeir hafa lánað umhugsunarlaust til kvóta- kaupa og áhættufjárfestinga án þess að spyrja hvort fiskveiðarn- ar gætu staðið undir skuldbinding- unni. Útgerðin ber sök. Útvegsmenn líta ekki lengur á það sem siðferði- lega eða samfélagslega skyldu að þjóðarbúið eða byggðirnar njóti hagsældar af atvinnugreininni. Taumleysi frjálshyggju og einka- gróðahugsunar hefur náð undir- tökum í þessari grein sem öðrum. Illu heilli. Hvað með stjórnvöld? Þau bera þá sök að hafa í andvaraleysi horft upp á gang mála án þess að fá rönd við reist. Fyrr en nú, að fram hafa komið áform um að breyta núver- andi kvótakerfi þannig að atvinnu- vegurinn og auðlindin sem hann byggir á auki velmegun fólksins í landinu og efli hag þjóðarbúsins. Meira um það næst. Höfundur er varaformaður sjáv- arútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis. Gjöfin dýra – hvað varð um hana? ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR DAGNÝ HALLDÓRSDÓTTIR Frétt Fréttablaðsins föstudaginn 15. janúar var byggð á gagnrýni fyrrverandi varðstjóra hjá Neyðar- línunni, sem ræddi við neyðarvörð hjá 112, og fyrrverandi lögreglu- þjóns sem báðir voru á vettvangi slyssins. Í fréttinni kom skýrt fram að mat Dagnýjar Halldórsdóttur, aðstoðar- framkvæmdastjóra Neyðarlínunn- ar, væri að viðbrögð starfsmanns hefðu verið eðlileg og ekki hefði verið hafnað að senda aðstoð á neinu stigi málsins. ATHUGASEMD RITSTJÓRNAR Af þessu má sjá að þær fullyrð- ingar sem koma fram í frétt- inni eru rangar: - að neyðarvörður hafi neitað að senda sjúkrabíl eða gefa samband við lögreglu. Dagskrá 09:00 Afhending ráðstefnugagna 09:20 Ávarp - Tómas Grétar Gunnarsson, Landnotkunarsetri Háskóla Íslands 09:30 Setning - Svandís Svavarsdóttir, Umhverfi sráðherra Rammi landnotkunar 09:40 Lögfræði landnotkunar - Aðalheiður Jóhannsdóttir, Háskóla Íslands 10:00 Skipulagsmál - Stefán Thors, Skipulagsstofnun 10:20 Evrópusambandið og landnotkun - Ingimar Sigurðsson, Umhverfi sráðuneyti 10:40 KAFFIHLÉ 11:00 Náttúruvernd - Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Háskóla Íslands 11:20 Þjónusta vistkerfa - Hlynur Óskarsson, Landbúnaðarháskóla Íslands 11:40 Dreifi ng vatnsauðlindarinnar, vatnatilskipunin - Árni Snorrason, Veðurstofu Íslands 12:00 Jarðvegur á Íslandi - Ólafur Arnalds, Landbúnaðarháskóla Íslands 12:20 HÁDEGISVERÐUR Þematengt efni 13:20 Orkuvinnsla - Sveinbjörn Björnsson, fyrrv. rektor Háskóla Íslands 13:40 Landbúnaður - Áslaug Helgdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands 14:00 Landgræðsla - Sveinn Runólfsson, Landgræðslu ríkisins 14:20 Skógrækt - Þröstur Eysteinsson, Skógrækt ríkisins 14:40 KAFFIHLÉ 15:00 Mismunandi búsetumynstur - Salvör Jónsdóttir, Háskólanum í Reykjavík 15:20 Frístundabyggðir - Kristín Salóme Jónsdóttir, Umhverfi sstofnun 15:40 Ferðaþjónusta - Ólöf Ýrr Atladóttir, Ferðamálastofu Landnotkun á Íslandi 2010 Landnotkunarsetur Háskóla Íslands og Háskólafélag Suðurlands halda ráðstefnu á Hótel Selfossi, fi mmtudaginn 28. janúar 2010. Ráðstefnugjald er 7500 kr. en 3500 kr. fyrir námsmenn, morgunkaffi , hádegismatur og síðdegiskaffi innifalið. Skráning fyrir 23. janúar á: http://www.fraedasetur.hi.is/page/sudurland_landnotkun_skraning Fundarstjóri: Sigurður Sigursveinsson – Háskólafélagi Suðurlands Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.