Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 32
 21. JANÚAR 2010 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● eldhúsið Það var ekki algengt árið 1968 að karlmenn tækju sér frí frá vinnu til þess að sinna börnum og búi á meðan konurnar voru úti á vinnumarkaðnum. Það gerði þó Bergsveinn Jóhannesson tré- smiður um tíma. „Ja, einhver þurfti að gæta frumburðarins, Vals, sem fæddist árið 1968. Konan mín, Fríða Björnsdóttir, var blaðamaður á Tím- anum og hugtakið fæðingarorlof þekktist ekki en hún vann iðu- lega frá hádegi og fram undir miðnætti. Ég átti hlut í trésmíða- verkstæði og gat ráðið vinnutímanum. Við skiptum þessu ein- faldlega þannig að ég vann til hádegis og kom svo heim og tók við barni og búi þegar Fríða fór í vinnuna,“ segir Bergsveinn og brosir. „Ég fann að fólk vantreysti mér til þessara verka svo ég skellti mér á vikunámskeið í Húsmæðraskólanum til að geta sagst hafa gert það. Vikunni var vel varið og ég lærði heilmikið til verka og í eldamennsku. Ekki svalt drengurinn eins og margir höfðu áhyggjur af heldur varð pattaralegur. Ég hafði og hef alltaf haft við höndina einu biblíuna sem ég trúi á, matreiðslubók Helgu Sigurðardóttur, Matur og drykkur. Þetta gekk því bara vel hjá okkur feðgum og var afar dýrmætur tími. Þegar við hjónin eign- uðumst síðara barnið, Völu Ósk, tíu árum síðar, var ég einnig mikið með hana litla. Til dæmis þegar móðir hennar fór í ferða- lög vegna vinnunnar og hún dafnaði líka vel,“ segir Bergsveinn. Hann segist oft hafa hlegið að því viðhorfi að karlmenn geti ekki séð um ungbörn eða eldað ofan í þau. „Þetta þótti vissulega sér- stakt og ég man að eftir námskeiðið í Húsmæðraskólanum fór ég í útvarpsviðtal að beiðni Sigurveigar Jónsdóttur fréttamanns og ræddi þessi mál. En ég naut þess að vera með börnunum og ég held að þau hafi komist klakklaust frá þessu,“ segir hann kíminn. - uhj Á undan samtímanum Bergsveinn tók sér frí frá vinnu til að sinna börnum og búi meðan kona hans starfaði hjá Tímanum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Rétt lýsing getur verið vanda- söm. Á það við bæði í stofum, á göngum svo og í eldhúsum. Í gegnum tíðina hafa margir látið sér nægja einfalt loftljós í eldhús- ið og jafnvel bara rússaperu. Nú þykir fæstum það duga til. Í fyrsta lagi huga mun fleiri að útlitinu. Fallegt loftljós hefur marga kosti. Það fegrar umhverf- ið, gefur eldhúsinu vissan svip og lýsir vissulega upp umhverfið. Í öðru lagi hefur áhugi manna á réttri lýsingu aukist til muna hin síðari ár. Fólk gerir sér grein fyrir að eitt loftljós er ekki nóg. Loftljósin eru því oft upp á punt en önnur ljós á veggjum lýsa þar sem þarf auk þess sem þau geta einnig aukið á fegurð herbergis- ins. Þá þykir orðið nauðsynlegt að vera með ljós undir efri skáp- um eldhúsinnréttingar. Slík lýs- ing léttir alla vinnu við matarund- irbúninginn. Rétt lýsing yfir elda- vélinni er einnig heppileg, enda verður maður að sjá hvað er að gerast í pottunum. - sg Upplýst matreiðsla Ljósakróna sem fellur vel að umhverf- inu. Önnur lýsing í eldhúsinu er innfelld og þar af leiðandi lítið áberandi. Ljósakrónur geta veitt sérstaka stemningu í eldhúsið. NORDICPHOTOS/GETTY Stálið hefur verið vinsælt hin síðari ár og mun að öllum líkindum verða það áfram. Kemur út laugardaginn 23. janúar Sérblað um ferðalög Auglýsendur vinsamlegast hafið samband: Benedikt • benediktj@365.is • sími 512 5411 Hlynur Þór • hlynurs@365.is • sími 5125439 ERTU ORKULAUS? Viltu finna orkubreytingu STRAX! Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum flestra stórmarkaða. Énaxin total er frábær jurtaformúla með Rhodiolu ásamt dagskammti af vítamínum og steinefnum Þægilegt, aðeins 1 tafla á dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.