Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 46
30 21. janúar 2010 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is > Ekki missa af … Frönsk kvikmyndahátíð stend- ur nú yfir í Háskólabíói og hefur verið rífandi góð aðsókn á hana. Tíu myndir eru sýndar á hátíðinni og sex þeirra eru sýndar í dag. Þar á meðal er fjölskyldumyndin Nikulás litli og spennumyndin Edrú. Allar myndirnar eru sýndar með enskum texta og hátíðin stendur til fimmtudagsins 28. janúar. Nánar á www.af.is. Menningarsalur Hrafnistu Þessa dagana stendur yfir listsýn- ing í Menningarsalnum í Hrafn- istu í Hafnarfirði. Þrjár listakonur sýna verk sín. Gunnhildur Valdi- marsdóttir sýnir krosssaums- myndir með mynstrum Margét- ar Þórhildar Danadrottningar. Hólmfríður Valdimarsdóttir sýnir vatnslitamyndir og Sigríður K. Skarphéðinsdóttir sýnir verk sín. Sýningin er opin daglega á milli kl. 13 og 19. Ólafur Arnalds semur tón- listina í dansverkinu Enda- laust sem Íslenski dans- flokkurinn æfir nú. Verkið er eftir Alan Lucien Öyen, ungan norskan danshöfund sem hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir verk sín. Alan hefur getið sér gott orð fyrir falleg, tilfinninga- rík og ljóðræn verk með djúpri innri merkingu. Hann notar talað orð og myndbandsverk í nýja dans- verkinu og skapar sérstakan söguþráð í anda heimildar- myndar. Áhorfendum eru birt brot úr hugsunum, endurminningum og hugleiðingum um horfna ástvini. Hinn liðlega tvítugi Ólaf- ur Arnalds hefur selt þús- undir hljómplatna og fyllt tónleikahallir víða um heim, þar á meðal Barbi- can Hall í London. Ólafur klæðir klassísk áhrifin í strigaskó og blandar rafrænum hljóð- um og trommutöktum við hefðbundin hljóðfæri sinfóníunnar. Útkoman þykir fersk og gengur vel í nútímahlustandann. Endalaust verður frum- sýnt hinn 4. febrúar á stóra sviði Borgarleikhússins. Semur fyrir dansverk FERSKUR Ólafur Arnalds. Í kvöld frumsýnir Nem- endaleikhúsið nýtt leikverk, Bráðum hata ég þig, eftir Sigtrygg Magnason. Hann skrifaði verkið sérstaklega fyrir leikhópinn. Leikritið Bráðum hata ég þig fjallar um fjórar systur sem hittast við jarðarför móður sinnar. Áralöng bæling sýður undir kvikunni og Þórunn Arna Kristjánsdóttir, einn leikaranna í útskriftarhópnum, játar að sýn- ingin taki á, að minnsta kosti fyrir leikarana. „Það tekur rosalega á sálina að leika þetta. Þegar maður er búinn að sýna er maður gjörsamlega búinn. En það er samt mjög góð tilfinning,“ segir hún. Verkið er bannað innan 16 ára. „Sýningin fjallar um viðkvæm málefni sem við teljum að hæfi ekki ungum börnum,“ segir Þór- unn. „Það er ekki það að þetta sé eitthvað splatter!“ Ætla ekki að hrapa Í vor útskrifast sjö leikarar frá Listaháskólanum. Auk Þórunnar þau Anna Gunndís Guðmunds- dóttir, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Jensson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir og Ævar Þór Benediktsson. Strák- arnir hafa sést í Dagvaktinni og Bjarnfreðarsyni. Að öðru leyti eru þetta „fersk andlit“ og búin að vera saman í náminu síðan 2006. „Við erum samrýnd en samt alveg tilbúin að láta leiðir skilja. Þegar maður er hluti af svona flottum hópi þá er það gott vega- nesti út í lífið. Þótt maður fái ekki endilega eitthvað að gera í stóru leikhúsunum eða í bíómyndum þá er gott að eiga góða vini sem hægt er að hóa í aftur og búa til eitthvað magnað með.“ Þórunn segir atvinnuhorf- ur nýútskrifaðra leikara ekkert rosalega góðar. „Ég finn bara að þetta er það sem mig langar til að gera. Þá vinnur maður bara í einhverju öðru á daginn og gerir þetta á kvöldin. Maður gefst ekkert upp. Í dag er fullt af grúppum sem fengu enga styrki en gera samt bara hlutina og komast langt. Ég hef engar áhyggjur af okkur. Við stöndum öll á brúninni og tökum flugið. Við ætlum ekkert að hrapa.“ Bráðum hata ég þig er sýnt í Smiðjunni, leikhúsi Listaháskól- ans við Sölvhólsgötu. Leikstjóri er Una Þorleifsdóttir. drgunni@frettabladid.is Bráðum hata ég þig á fjalirnar SAMRÝND Útskriftarhópurinn 2010 frá vinstri: Hilmir Jensson, Ævar Þór Benedikts- son, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir. Þau leika í leikverkinu Bráðum hata ég þig eftir Sigtrygg Magnason. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Spjallþáttastjórnandinn Conan O‘Brien á að hafa verið miður sín þegar hann tilkynnti starfs- mönnum sínum um mögulega brottför sína frá sjónvarpsstöð- inni NBC. Barátta ríkir á stöð- inni um hvort O‘Brien fái að halda tíma sínum á skjánum eða hvort Jay Leno taki aftur við. „Þegar hann sagði starfsfólk- inu frá brottför sinni var hann miður sín og brast í grát. Margt af þessu fólki hafði flutt búferl- um frá New York til Los Angel- es til að fylgja honum til starfa á The Tonight Show,“ var haft eftir innanbúðarmanni. „Conan og Jay skammast sín báðir alveg hræðilega fyrir þetta mál. NBC þarf núna að takast á við ljótt klúður og annar hvor neyðist til að víkja.“ Conan og Jay berjast ÓSÆTTI Conan O‘Brien og Jay Leno berj- ast um sama sjónvarpstímann á NBC. Brennuvargarnir (Stóra sviðið) Fim 21/1 kl. 20:00 U Fös 22/1 kl. 20:00 U Fim 28/1 kl. 20:00 Ö Fös 5/2 kl. 20:00 U Mið 17/2 kl. 20:00 Fim 18/2 kl. 20:00 Síð. sýn. Fös 12/2 kl. 20:00 Frums. U Lau 13/2 kl. 20:00 2. K U Fös 19/2 kl. 20:00 3 K Ö Gerpla (Stóra sviðið) Lau 20/2 kl. 20:00 4. K Ö Fim 25/2 kl. 20:00 Aukas. U Fös 26/2 kl. 20:00 5. K Ö Lau 27/2 kl. 20:00 6. K Ö Fös 5/3 kl. 20:00 7. K Ö Lau 6/3 kl. 20:00 8. K Ö Lau 23/1 kl. 15:00 Aukas. U Lau 23/1 kl. 19:00 U Fös 29/1 kl. 19:00 U Lau 30/1 kl. 15:00 U Lau 30/1 kl. 19:00 U Lau 6/2 kl. 15:00 U Lau 6/2 kl. 19:00 Ö Sun 14/2 kl. 15:00 Ö Oliver! (Stóra sviðið) Sun 14/2 kl. 19:00 Ö Sun 21/2 kl. 15:00 Ö Sun 21/2 kl. 19:00 Ö Sun 28/2 kl. 15:00 Ö Sun 28/2 kl. 19:00 Ö Sun 7/3 kl. 15:00 Ö Sun 7/3 kl. 19:00 Ö Sun 14/3 kl. 15:00 Sun 14/3 kl. 19:00 Ö Sun 21/3 kl. 15:00 Sun 21/3 kl. 19:00 Lau 27/3 kl. 15:00 Lau 27/3 kl. 19:00 Sun 28/3 kl. 15:00 Oliver!  MBL, GB. Nýjar sýningar komnar í sölu. „Besta leiksýning ársins“ MBL, IÞ. Síðasta sýning 18. febrúar. Miðasala hafin - tryggið ykkur sæti á fyrstu sýningar! Lau 23/1 kl. 15:00 Ö Sun 24/1 kl. 16:00 Ö Sindri silfurfi skur (Kúlan) Lau 30/1 kl. 15:00 Ö Sun 31/1 kl. 15:00 Ö Undurfalleg sýning fyrir yngstu leikhúsgestina! Lau 13/3 kl. 15:00 Frums. U Sun 14/3 kl. 13:00 U Sun 14/3 kl. 15:00 U Lau 20/3 kl. 13:00 U Lau 20/3 kl. 15:00 U Fíasól (Kúlan) Sun 21/3 kl. 13:00 U Sun 21/3 kl. 15:00 U Lau 27/3 kl. 13:00 Ö Lau 27/3 kl. 15:00 Ö Sun 28/3 kl. 13:00 Sun 28/3 kl 15:00 Lau 10/4 kl 13:00 Lau 10/4 kl 15:00 Sun 11/4 kl 13:00 Sun 11/4 kl 15:00 Sprellfjörug sýning um gleðisprengjuna ómótstæðilegu! Mið 27/1 kl. 20:00 Bólu-Hjálmar (Kúlan) Fim 28/1 kl. 20:00 Gestasýning Stoppleikhópsins. Aðeins tvær sýningar. 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Loftkastalinn sem hrundi Stieg Larsson Almanak Háskóla Íslands Þorsteinn Sæmundsson Stúlkan sem lék sér að eldinum - Stieg Larsson Garn og gaman Jóna Svava Sigurðardóttir Svörtuloft Arnaldur Indriðason Horfðu á mig Yrsa Sigurðardóttir Enn er morgunn Böðvar Guðmundsson METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 13.01.10 – 19.01.10 Týnda táknið Dan Brown Hlýjar hendur Ágústa Jónsdóttir Kirkja hafsins Ildefonso Falcones
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.