Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 62
46 21. janúar 2010 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA Eins og fjölmiðlar hafa greint frá síðustu daga hafa bresku klám- kóngarnir David Gold og David Sullivan keypt helmingshlut í fótboltafélag- inu West Ham af skila- nefnd Straums. Skuldir félagsins eru gríðarlegar og Sullivan kennir Eggerti Magnús- syni um þær í viðtali við dagblaðið The Sun í gær. Þá segir hann að Eggert hafi haft samband við þá félaga fyrir einum og hálfum mánuði og lýst yfir áhuga á að vera með í að kaupa félagið. Þeir vildu hins vegar ekkert með Eggert hafa … Poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson verður fertugur 16. mars næstkomandi og hyggst fagna því á við- eigandi hátt. Palli ætlar að halda partí fyrir vini sína og aðdáendur sem bíða vænt- anlega spenntir. Nú heyrist að nýtt lag sé væntanlegt frá Palla, en með einföldum líkindareikningi má finna út að lagið verður algjör smellur. Aníta Briem var stödd á landinu um jól og áramót. Hún lét ekki mikið fyrir sér fara og hélt sig að mestu í Mývatnssveit ásamt kærasta sínum, Dean Parask- evopoulos. Þau tóku með sér nokkra handritshöfunda og framleiðendur frá stjörnuborginni Hollywood og því má velta fyrir sér hvort parið vinni að nýju og spenn- andi kvikmynda- verkefni … - afb FRÉTTIR AF FÓLKI „Þetta er mjög spennandi, ég fæ eiginlega í magann þegar ég hugsa um þetta,“ segir hönnunarneminn Vera Þórðardóttir. Vera er ein af 14 hönnunarnem- um á Englandi sem voru valdir úr hópi 100 nemenda í úrslit FAD- keppninnar. Sigurvegarinn verð- ur tilkynntur á sýningu á tísku- vikunni í London 22. febrúar. Blaðamenn frá Vogue og fleiri tískutímaritum hafa boðað komu sína á sýninguna ásamt útsend- urum frá tískuhúsum og verslun- arkeðjum á borð við Selfridges. „Allir sem eru að leita að ungum og hæfileikaríkum hönnuðum mæta,“ segir Vera og bætir við að samkeppnin sé hörð, en keppi- nautar hennar eru úr mörgum af stærstu hönnunarskólum Eng- lands. Vera er 24 ára gömul og stundar nám í Instituto Marangoni í Lond- on. Skólinn er einn sá virtasti á sínu sviði á Ítalíu, en er einnig með aðsetur í París og London. Hún flutti til London árið 2007 eftir að hún útskrifaðist úr Verslunar- skóla Íslands tveimur árum áður. Aðspurð hvernig hún meti sigur- líkurnar segist hún vera bjartsýn. „Þetta eru allt mjög hæfileika- ríkir krakkar í keppninni, en það væri gaman að vinna og koma með smá jákvæða íslenska umfjöllun til Englands,“ segir Vera í léttum dúr. Nemendunum var gert að byggja keppnishönnunina á minningu. Vera sótti meðal annars innblástur í snjó- flóð sem féll vestur á Núpi í Dýra- firði árið 1995 og skall á mannlausu húsi sem var í eigu fjölskyldu henn- ar. „Það eru mikil snjóáhrif í hönn- uninni og ég þróaði sjálf textíl sem er búinn til úr sílikoni og Swarov- ski-kristöllum. Swarovski styrkti mig sem var mjög ánægjulegt. Ég fæ kristallana frá þeim,“ segir hún. Sigurvegari keppninnar fær 2.000 pund, eða um 400.000 krónur, í verð- launafé, ásamt lærlingssamningi við tískuhús í London. 1.000 pund og lærlingssamningur fást fyrir annað og þriðja sæti. Í dómnefnd- inni sitja á meðal annarra breski rit- höfundurinn Linda Grant og tísku- sýningarstjórinn Sonnet Stanfill, sem hefur unnið með Bítlabarninu Stellu McCartney og hönnuðinum Christian Lacroix. atlifannar@frettabladid.is VERA ÞÓRÐARDÓTTIR: EIN AF 14 Í ÚRSLITUM FAD-KEPPNINNAR VALIN TIL AÐ SÝNA HÖNNUN Á TÍSKUVIKUNNI Í LONDON „Ég veit alveg að það verða margir sem hneykslast á því sem ég leyfi mér að segja í bókinni. Það er allt í lagi. Fólk má alveg hneykslast,“ segir Eva Hauksdóttir, betur þekkt sem Eva norn, Eva sendir frá sér bókina Ekki lita út fyrir á næstunni, en verið er að ganga frá lausum endum í sambandi við útgáfuna. Eva segir að bókin verði klúrasta bók allra tíma, en ekki endilega vegna þess að hún sé klámfengin. „Hún er bara svo blygðunarlaus,“ segir hún. „Ljósmyndirnar eru til dæmis ekki fegraðar. Hrukkur og lærapokar eru ekki tekin í burtu og það er náttúrlega bara ógeð.“ Um 60 ljósmyndir prýða bókina, en þær voru teknar af Ingólfi Júlíussyni, samstarfs- manni Evu. Eva er ófeimin á myndunum og situr meðal annars fyrir nakin. „Þetta er mjög nakin og umbúðalaus bók. En þetta er ekki Hustler eða neitt svoleiðis,“ útskýrir hún. Texti bókarinnar er unninn upp úr vefsíðu Evu og segir hún að mörkin milli skáldskapar og sannleika sé oft óljós. „Ég kalla þetta sýnd- arraunsæi. Ég er voða mikið að leika mér að mörkunum milli skáldskapar og ævisögu og reyni að má þau út.“ Eva var talsvert í sviðsljósi fjölmiðla í bús- áhaldabyltingunni sem átti sér stað í kjöl- far efnahagshrunsins. Hún var ein af þeim sem Helgi Felixson fjallaði um í myndinni Guð blessi Ísland og er nú búsett í Danmörku. Eva býst við að efni bókarinnar eigi eftir að hneyksla marga. „Ég þyki öfgafull. Ég tek það ekki nærri mér, það þarf að vera til fólk í samfélaginu sem segir það sem aðrir láta sér nægja að hugsa og gerir það sem aðrir láta sér nægja að tala um,“ segir hún. - afb Klúrasta bók allra tíma frá Evu norn SAMSTARFSVERKEFNI Eva vann bókina með ljósmyndaranum Ingólfi Júlíussyni. „Ég hlusta á alls konar tónlist þegar ég vinn og það verður allt- af að vera tónlist í gangi. Þessa dagana er ég alveg heillaður af nýju Flaming Lips-plötunni, Embryonic. Ég er líka búinn að læra að hlaða niður tónlist og það kryddar lagavalið smá.“ Davíð Örn Halldórsson listamaður tekur þátt í samsýningunni Ljóslitlífun í Hafn- arhúsinu. ÁHRIF FRÁ SNJÓ Eins og teikningarnar sýna þá fékk Vera Þórðardóttir innblástur frá snjó þegar hún hannaði flíkurnar tvær sem eru komnar í úrslit FAD-keppninnar í London. Vera er ein af 14 sem komust í úrslit og verður hönnun þeirra sýnd á London Fashion Week í febrúar. „Við fórum þangað til að hitta framleiðendur og leik- stjóra og kanna aðeins jarðveginn fyrir frekara sam- starfi. Hvað kemur út úr þessari ferð verður síðan bara að koma í ljós,“ segir Grétar Örvarsson tónlist- armaður, en hann var á Indlandi með forseta Íslands til að kynna landið sem hentugan vettvang fyrir ind- verska kvikmyndagerð. Eins og Fréttablaðið greindi frá í sumar var Grétar indverskum kvikmyndagerðarmönnum innan handar þegar þeir komu hingað til Íslands til að taka upp tón- listarmyndbönd fyrir kvikmyndir sínar. Tveir hópar komu hingað til landsins með stuttu millibili og þær kvikmyndir eru annaðhvort á leiðinni í kvikmyndahús eða hafa þegar verið frumsýndar. Grétar hitti nokkra af helstu framleiðendum í Mumbai ásamt Einari Tómassyni hjá Film in Ice- land. Þá sátu þeir félagar hádegisverðarboð í Mumbai ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni og nokkrum kvik- myndagerðarmönnum. Þegar forsetahjónin héldu síðan til Delí fóru Grétar og félagar til Chennai þar sem þeir héldu Íslandskynningunni áfram. Grétar er bjartsýnn á að enn stærri verkefni gætu ratað hing- að til lands, jafnvel frá sjálfri Bollywood, og segir að slíkt geti skipt sköpum fyrir íslenska ferðaþjónustu. „Lönd eins og Sviss sem indverskir kvikmyndagerð- armenn hafa nýtt sér að undanförnu hafa notfært sér þetta mjög mikið í auglýsingum sínum fyrir landið á Indlandi og þetta getur haft mikil áhrif á fjölda ferðamanna frá Ind- landi hingað,“ segir Grétar. - fgg Hitti indverska framleiðendur SAT HÁDEGISVERÐARFUND MEÐ FORSETANUM Grétar sat hádegisverð- arfund með forsetanum og nokkrum indverskum kvikmyndagerðarmönnum í Mumbai. LÁRÉTT 2. atlaga, 6. í röð, 8. þrá, 9. sigað, 11. drykkur, 12. þoka, 14. yfirstéttar, 16. tveir eins, 17. festing, 18. margsinnis, 20. hljóta, 21. mör. LÓÐRÉTT 1. íþróttafélag, 3. kyrrð, 4. ástir, 5. ger- ast, 7. stífkrampi, 10. hestaskítur, 13. frostskemmd, 15. skömm, 16. skarð, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. árás, 6. rs, 8. ósk, 9. att, 11. te, 12. mjaka, 14. aðals, 16. rr, 17. lím, 18. oft, 20. fá, 21. fita. LÓÐRÉTT: 1. fram, 3. ró, 4. ástalíf, 5. ske, 7. stjarfi, 10. tað, 13. kal, 15. smán, 16. rof, 19. tt. Auglýsingasími – Mest lesið VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8 1 Við Úlfljótsvatn. 2 Austurríkismenn. 3 Þórhallur Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.