Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 4
4 22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR VIÐSKIPTI Steingrímur Wernersson, sem átti eignarhaldsfélagið Mile- stone með bróður sínum Karli, hefur glímt við talsverð veik- indi undanfar- in ár. Fyrir einu ári gaf hann lögmanni sínum og vini alls- herjarumboð til að sinna öllum fjárhagsmál- efnum sínum. Þetta kemur fram í bréfi til sérstaks saksóknara frá lögmanni Steingríms, Stefáni Braga Bjarna- syni, sem sagt var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær. Steingrímur fór hörðum orðum um Karl og aðra stjórnendur Mile- stone, einkum Guðmund Ólason og Jóhannes Sigurðsson, í yfirheyrsl- um hjá sérstökum saksóknara, og sakaði þá meðal annars um mörg gróf brot gegn almennum hegning- arlögum. Í bréfinu vill Stefán koma því á framfæri að hann sé ósammála mati Steingríms á meintum lög- brotum annarra stjórnenda félags- ins, og að hann hafi ekkert séð sem gefi tilefni til að ætla að lögbrot hafi verið framin. - sh EFNAHAGSMÁL Skuldatryggingarálag á íslenska ríkið snarhækkaði í gær. Undir lok markaða í gær mátti sjá hjá gagnaveitu CMA að fimm ára skuldatryggingar á ríkissjóð voru verðlagðar á 636,6 punkta, en það er 82,9 punkta hækkun frá deginum áður. Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur Greining- ar Íslandsbanka, segir hreyfinguna til marks um vaxandi áhyggjur af því erlendis að hér kunni allt að fara á verri veg á næstu misser- um. Stökk upp á við segir hann benda til þess að komið hafi inn á markaðinn eigendur skulda- bréfa ríkisins sem talið hafi sig þurfa trygg- ingar gegn mögulegu greiðslufalli ríkisins. Þar spili væntanlega inn í aukin óvissa um fram- hald efnahagsáætlunar ríkisins og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, vegna þjóðaratkvæða- greiðslunnar sem til stendur að halda í mars. Í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka segir að álag á skuldabréf Íslands sé nú á svipuðum slóðum og það hafi verið um miðjan júlí í fyrra. „Má segja að þróun- in frá áramótum sé spegil- mynd þróunarinnar síðsum- ars í fyrra, þar sem aukin óvissa tengd Íslandi og vax- andi áhættufælni á mörkuð- um almennt hafa lagst á eitt um að þrýsta skuldatryggingarálaginu á land- ið hratt upp.“ Jón Bjarki segir að þótt hærra skuldatrygg- ingarálag hafi lítil bein áhrif núna vegna gjaldeyrishaftanna hér, þá megi ekki gleyma að horfa líka fram á veginn. Eftir því sem álagið hækki og lánshæfiseinkunnir ríkisins lækki, þeim mun meira átak þurfi til að vinda ofan af þeirri þróun síðar. - óká NÝSKÖPUN Búið er að loka fyrir skráningu í hugmyndasamkeppn- ina Gulleggið, frumkvöðlakeppni Innovit. Í keppnina bárust 295 viðskiptahugmyndir og hafa þær aldrei verið fleiri. Til saman- burðar bárust 120 hugmyndir í keppnina í fyrra og varð tæpur helmingur þeirra að fullmótuðum viðskiptahugmyndum. Þátttakendur fá aðstoð sérfræð- inga hjá Innovit og samstarfsað- ila til að byggja upp fullmótaða viðskiptaáætlun, sem skila skal 8. mars. Tíu efstu áætlanirnar kom- ast áfram í lokahóf keppninnar í apríl. Heildarverðlaun í ár nema þremur milljónum króna, að því er segir í tilkynningu. - jab Frumkvöðlakeppni Innovit: Mikil aukning frá í fyrra LÖGREGLUMÁL Kona var flutt á slysadeild í gær eftir harðan árekstur á Suðurlandsvegi við Sandskeið. Ökumaður fór yfir á öfugan vegarhelming og lenti á hlið jeppa sem kom úr gagnstæðri átt. Konan var farþegi í jeppanum og var flutt með sjúkrabíl í bæinn. Meiðsl hennar reyndust ekki alvar- leg. - sh Árekstur á Suðurlandsvegi: Á slysadeild eft- ir árekstur VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16° 7° -6° -2° 4° 3° 4° -3° -3° 20° 11° 15° 7° 26° -4° 5° 11° -3° Á MORGUN Vaxandi vindur V-lands en annars fremur hægur. SUNNUDAGUR Strekkingur A-til en annars hægari. 6 6 4 34 57 5 4 4 6 3 3 2 3 4 5 6 4 -2 3 10 11 8 6 5 4 5 6 4 9 6 BLAUTIR DAGAR Það eru blautir dagar fram undan um landið sunnan- og vestanvert en eitthvað mun sjá til sólar á norð- austurhorninu. Það verður milt veður miðað við árstíma og hitinn víðast hvar yfi r frostmarki. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður SKULDATRYGGINGARÁLAG Breytingar þjóðríkja síðdegis í gær Land CDS-álag Breyting Argentína 964,1 +47,65% Úkraína 933,4 +44,1% Venesúela 923,8 +47,9% Pakistan 693,8 +37,1% Ísland 636,6 +34,9% Lettland 494,3 +28,7% Írak 475,0 +34,7% Dúbaí 454,6 +27,3% Grikkland 340,4 +25,1% Litháen 282,0 +17,8% HEIMILD: CMA MARKET DATA Skuldatryggingarálag á skuldabréf ríkisins tók stökk upp á við í gær: Fjárfestar óttast möguleg vanskil ríkisins JÓN BJARKI BENTSSON STÓRIÐJA Tekin hefur verið ákvörð- un um að hefja fyrri hluta end- urbóta á álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík með það fyrir augum að nýta megi meira rafmagn en nú er gert. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir hefjist á næstu vikum. Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, segir viðræður við Lands- virkjun um endurnýjun á raforku- samningi verksmiðjunnar, auk viðbótarorku fyrir straumhækk- unarverkefnið, á lokastigi. „Við frestuðum þessum fyrir- ætlunum á meðan verið var að ljúka viðræðum við stjórnvöld um skattamál. Nú er búið að finna þeim málum farveg og við því að fara af stað með fyrsta áfangann af þremur í straumhækkunarverkefn- inu,“ segir Rannveig. Þá ræður för hversu langt samningar um viðbót- arorku eru komnir. „Viðbótarork- an á að koma úr Búðarhálsvirkjun. Landsvirkjun vinnur að fjármögn- un og málið þar statt.“ Rannveig segir að til að nýta tím- ann hafi verið ákveðið að skipta verkefninu upp meðan beðið væri eftir því að mál skýrðust hjá Landsvirkjun varðandi fjármögn- un. Þegar Landsvirkjun getur svo afhent meiri orku og búið er að gera nauðsynlegar endurbætur í álver- inu þá er gert ráð fyrir að fram- leiðsla þess aukist um sem nemur 40 þúsund tonnum á ári, fari í 218 þúsund tonn. „Áfanginn sem við förum í núna er undirbúningur og fyrsti hluti fjárfestingarinnar.“ Breytingarnar nú felast í end- urnýjun á rafbúnaði í aðveitustöð álversins, en um leið segir Rann- veig að rekstraröryggi álversins aukist. Sá hluti stækkunarinnar sem ráð- ist er í núna felur í sér fjárfestingu fyrir rúmlega 100 milljónir Banda- ríkjadala, eða tæpa 12,8 milljarða króna og vegna hennar verða til um 100 störf í álverum fram á mitt næsta ár. Þá segir Rannveig að í fjárfestingunni endurspegl- ist vilji Rio Tinto Alcan til að efla starfsemina í Straumsvík og tiltrú fyrirtækisins á starfsemina hér. „Það eru ekki margar fjárfesting- ar í gangi í heiminum í dag þannig að þetta er ákveðin viðurkenning á því sem við höfum verið að gera og stöndum fyrir.“ Straumhækkunarverkefni Alcan á Íslandi felur alls í sér fjárfestingu fyrir um 330 milljónir dala (eða 42,2 milljarða króna) og er gert ráð fyrir að um þriðjungur fjárhæðar- innar renni til íslenskra aðila. Rannveig áréttar að þær endur- bætur og væntanleg framleiðslu- aukning í álverinu séu ekki tengd- ar stækkun álversins sem blásin var af í íbúakosningu í Hafnarfirði. olikr@frettabladid.is Viðbótarorkan komi úr Búðarhálsvirkjun Rio Tinto Alcan hefur ákveðið að hefja framkvæmdir við fyrri hluta straum- hækkunarverkefnis við álverið í Straumsvík. Fjárfesting vegna verkefnisins nem- ur ríflega 100 milljónum dala og kallar á 100 viðbótarstörf fram á mitt næsta ár. Í STRAUMSVÍK Verkfræðifyrirtækið HRV og fleiri eru sögð gegna lykilhlutverki við stækkun álversins í Straumsvík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir mjög ánægjulegt að heyra af ákvörðun Rio Tinto Alcan varðandi straumhækkunina í Straumsvík. „Það er auðvitað verkefni sem hefur legið fyrir og er búið að vera í undirbúningi í þó nokkrun tíma og í raun og veru er allt klárt í þeim efnum. Það er verið að auka afköstin í þeim rekstrareiningum sem eru fyrir og fá hámarksnýtingu þar.“ Aukninguna segir Lúðvík skipta jafnt máli fyrir fyritækið og þjóðarbúið, sem og Hafnarfjarðarbæ vegna þeirrar vinnu sem til verði í tengslum við verkefnið. „Það hefur verið fullur einhugur og samstaða um það að fleyta því áfram,“ segir hann. -kóp/óká FAGNAR ENDURBÓTUM Í STRAUMSVÍK Bæjarstjórnarfundur lokaður Fundur bæjarstjórnar Álftaness í gær, þar sem fjallað var um fjárhags- áætlun bæjarins, var lokaður. Þessu mótmæltu fulltrúar Á-listans. Þörf var á trúnaði vegna viðskiptahagsmuna að mati meirihlutans. ÁLFTANES STEINGRÍMUR WERNERSSON Lögmaður um veikindi: Varar við vitnis- burði Steingríms Hundrað krónur á íbúa Bæjarstjórn Seyðisfjarðar sendi Rauða krossinun 70.600 krónur sem verja á til hjálparstarfs á hamfarasvæðum Haítí. Það svarar til eitt hundrað króna á hvern íbúa bæjarins. Rauði krossinn hefur þegar sent Seyðfirðingum alúðarþakkir fyrir framlagið. HJÁLPARSTARF GENGIÐ 21.01.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 234,661 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,46 128,06 205,83 206,83 178,91 179,91 24,036 24,176 21,942 22,072 17,614 17,718 1,3894 1,3976 197,98 199,16 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is Í frétt blaðsins í gær var sagt að Ólaf- ur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefði undirritað loftferðasamning á milli Íslands og Indlands hinn 14. janúar. Hið rétta er að Ólafur var viðstaddur undirritunina en Guð- mundur Eiríksson, sendiherra Íslands á Indlandi, undirritaði samninginn fyrir hönd Íslands. LEIÐRÉTTING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.