Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 6
6 22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR ÍTALÍA Silvio Berlusconi, forsæt- isráðherra Ítalíu, þarf að fara í læknisskoðun til að kanna hvort hann hafi náð sér af meiðslum þeim sem hann hlaut þegar maður réðst á hann í desember. Saksóknari þarf að vita hvort meiðslin greru á innan við 40 dögum, því þau mörk er miðað við þegar ákvörðun er tekin um hvort árásarmaðurinn verði ákærður fyrir meiri háttar líkamsárás. Mörgum Ítölum hefur þótt ein- kennilegt hvað Berlusconi hefur virst fljótur að ná sér eftir árás- ina. Samsæriskenningar hafa skot- ið upp kollinum þess efnis að árás- in hafi verið sviðsett. Berlusconi þarf að svara fyrir sig á fleiri vígstöðvum, því tvenn réttarhöld standa nú yfir á Ítalíu þar sem fjallað er um ákærur á hendur honum vegna spillingar- mála. Hann segist ekki hafa ákveðið hvort hann ætli að mæta við rétt- arhöldin, en samkvæmt ítölskum lögum ber honum ekki skylda til þess. „Ef ég mæti, þá myndi ég ekki standa frammi fyrir dómstól heldur aftökusveit,“ sagði forsæt- isráðherrann umdeildi við blaða- menn í Róm. Skömmu áður hafði ítalska þing- ið afgreitt úr fyrstu umræðu frum- varp að lögum, sem geta orðið til þess að réttarhöldin falli niður á þeim forsendum að þau hafi staðið of lengi yfir. - gb Ítölum þykir einkennilegt hve fljótur Berlusconi er að ná sér: Þarf í læknisskoðun aftur SILVIO BERLUSCONI Samsæriskenningar hafa skotið upp kollinum um að árásin í desember hafi verið sviðsett. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL „Staðan í málefnum Íslands er óbreytt,“ sagði Caro- line Atkinson, framkvæmdastjóri ytri samskipta Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins (AGS) á reglubundnum blaðamannafundi sjóðsins í gær, en þeir fara fram hálfsmánaðar- lega. Með þessu brást hún við spurn- ingu um hvort ákveðin hefði verið dagsetning varðandi lok annarr- ar endurskoðunar efnahagsáætl- unar Íslands og AGS. Sendinefnd sjóðsins lauk störfum hvað endur- skoðunina varðar eftir fundi hér á landi um miðjan síðasta mánuð. Þess er beðið að stjórn AGS taki endurskoðunina fyrir. Atkinson áréttaði að málefni Icesave sem slík stæðu ekki í vegi fyrir endurskoðun áætlunarinn- ar. „En liggja þarf fyrir að fjár- mögnun áætlunarinnar sé trygg áður en haldið er áfram,“ bætti hún við. „Um það mál er nú rætt við íslensk stjórnvöld.“ Caroline Atkinson svaraði ekki spurningu blaðamanns Reuters um hvort viðræður hefðu átt sér stað milli AGS og þeirra þjóða sem standa að fjármögnun efna- hagsáætlunar Íslands. Varðandi hvort möguleiki væri á að ná lend- ingu í málinu sagði hún að ekkert væri útilokað. - óká Reglubundinn blaðamannafundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í gær: Staða mála Íslands óbreytt hjá AGS DOMINIQUE STRAUSS-KAHN Á blaða- mannafundi AGS í gær kom fram að framkvæmdastjóri sjóðsins myndi í næstu viku sækja árvissa efnahagsráð- stefnu í Davos í Sviss., LÖGREGLUMÁL Enn manninum, sem rörasprengja sprakk í hönd- unum á í Hveragerði á mánu- dag, haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala- háskólasjúkrahúss. Líðan mannsins er sögð óbreytt, en hann slasaðist alvar- lega. Þyrla Landhelgisgæslunn- ar kom til móts við sjúkrabíl sem flutti hann áleiðis til Reykjavík- ur. Maðurinn er 23 ára gam- all, en 21 árs félagi hans slapp ómeiddur. Lögreglan á Selfossi annast rannsókn málsins. Samkvæmt upplýsingum frá henni ligg- ur ekki enn fyrir hvað mönnun- um gekk til með sprengjusmíð- inni. Rörasprengjan virðist hafa sprungið á meðan verið var að setja hana saman. - óká Fórnarlamb rörasprengju: Enn í öndunar- vél á gjörgæslu LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu stöðvaði kanna- bisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í fyrrakvöld. Við hús- leit fundust um níutíu kannabis- plöntur og var megnið af þeim á lokastigi ræktunar. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn. Tildrög málsins voru þau að lögreglan var kölluð á vettvang vegna mikils vatnsleka og þurfti hún að brjóta sér leið inn í íbúð- ina. Innandyra fundust plönturn- ar en hluti þeirra var í sérútbúnu, földu rými. Um var að ræða full- komna vatnsræktun. Ljóst er að vatnsskemmdir eru allnokkrar í byggingunni. - jss Höfuðborgarsvæðið: Kannabisplönt- ur í földu rými FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A P HJÁLPARSTARF Hópur fólks hér á landi stefnir að því að senda skip hlaðið hjálpargögnum til Haítí sem fyrst. Hugmyndin er sú að safna saman matvælum, hjúkr- unarvörum og hjúkrunarstarfs- fólki og koma um borð í skip. Skipinu verð siglt suður til Haíti og látið liggja við stjóra úti fyrir hamfarasvæðunum og notað sem miðstöð fyrir hjúkrunarfólkið. Á annað hundrað sjálfboða- liðar hafa lagt verkefninu lið, og hafa læknir, hjúkrunarfræð- ingar, sjúkraliðar, skipstjórnar- menn og sjómenn lýst sig reiðu- búna til fararinnar. Opnuð hefur verið kynningarsíða fyrir átakið á Face book og verið er að leita að fjármagni fyrir olíu, tryggingum og fleiru. Á næstu dögum verður síðan unnið að því að finna skip til fararinnar. - sh Söfnun fyrir bágstadda: Vilja sigla með aðstoð til Haítí DÓMSMÁL Ríkissaksóknari segist ekki hafa heimild til að láta mál niður falla þar sem sjö manns hafa særst í átökum. Hann bend- ir á að kæran gegn ellefu manns, sem réðust inn í Alþingishúsið með þeim afleiðingum að lög- reglumenn og fleiri særðust, komi til sín eftir rannsókn lög- reglu á kæru skrifstofustjóra Alþingis. Það hafi verið Alþingi sem ákvað að kæra samkvæmt 100. grein hegningarlaga, sem kveður á um eins árs lágmarks- fangelsisvist, verði hin ákærðu dæmd sek. Ekki hefur verið kært sam- kvæmt þessari grein síðan 1949. „Það er ekki verið að ákæra mótmælendurna sem slíka held- ur fyrir húsbrot og aðför að Alþingi og fleira. Sem betur fer hefur ákæruvaldið ekki svigrúm til geðþóttaákvarðana í slíkum tilfellum,“ segir Valtýr Sigurðs- son ríkissaksóknari. Málið hafi komið fullrannsakað til hans og embættið hafi metið það svo að tilefni væri til að gefa út ákæru á hendur níu manns af þeim ellefu sem kærðir voru upphaflega. Valtýr hefur áður talað um að miklar annir séu hjá embætti sínu. Spurður hvort þetta mál hafi notið forgangs, segir hann: „Málið kom til okkar í nóvem- ber 2009. Samkvæmt vinnureglu áttum við að taka afstöðu til þess innan mánaðar. Það naut ekki meiri forgangs en svo.“ Ríkissaksóknari megi ekki taka tillit til almenningsálits eða til þess að kæra Alþingis tengist öðrum málum, sem ekki hefur verið ákært í, það er efnahags- brotum sem kunna að hafa leitt til bankahrunsins. Þau mál komi embættinu ekki við, heldur snúi að sérstökum saksóknara, en annars efnahagsbrotadeild. Ragna Árnadóttir dómsmála- ráðherra segir mjög skiljanlegt að reiði brjótist út þegar ákært er vegna þessara brota en ekki efnahagsbrotanna. „Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á rannsókn efna- hagsbrotanna og gert hana að forgangsverkefni. Stórefld fjár- framlög til hennar eru til marks um það. En rannsóknirnar taka sinn tíma og mjög brýnt að gera þær þannig úr garði á að þær eyðileggist ekki í dómsalnum,“ segir hún. Ragna bendir á að málin séu mjög ólík. Annars vegar flókin efnahagsstarfsemi og hins vegar nokkuð einföld mál. klemens@frettabladid.is Skrifstofa þings kaus að kæra fyrir aðför Skrifstofustjóri Alþingis kærði ellefu manns fyrir árás á Alþingi, eftir lögum sem hafa árs fangelsisvist sem lágmarksrefsingu. Ríkissaksóknari segist ekki hafa heimild til að fella niður mál þar sem sjö liggja slasaðir vegna ofbeldis. MÓTMÆLENDUR TEKNIR HÖNDUM Í búsáhaldabyltingunni ofbauð mörgum borgar- anum hversu hart var sótt að stofnunum löggjafar- og framkvæmdarvaldsins og að lögreglumönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR RAGNA ÁRNADÓTTIR Hefur þú nýtt þér útsölurnar eftir jólin? JÁ 28,6% NEI 71,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er rétt að ákæra fólkið sem braut sér leið inn í Alþingishús- ið í desember 2008? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN VALTÝR SIGURÐSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.