Fréttablaðið - 22.01.2010, Page 8

Fréttablaðið - 22.01.2010, Page 8
8 22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 1 Hver stýrir Jarðvísindastofn- un Háskóla Íslands? 2 Til hvaða veitingastaðar á „þorramaturinn“ upphaf sitt að rekja? 3 Hver hefur verið skipaður stjórnarformaður ISB Holding? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42 VIÐSKIPTI Heildarfjárhæð lýstra krafna í þrota- bú Björgólfs Guðmundssonar er rúmlega 101 milljarður króna. Langstærstur hluti þeirra, eða um 70 milljarðar, er frá Landsbankanum vegna persónulegra ábyrgða Björgólfs. Ekki hefur verið tekin afstaða til krafn- anna að sögn Sveins Sveinssonar skipta- stjóra. Næsti skiptafundur hefur verið boðaður 15. apríl. Fram kom í Viðskiptablaðinu í gær að mestar vonir væru bundnar við að endurheimta eignir upp í kröfurnar í eignarhaldsfélagi Björgólfs á Kýpur, Bell Global Investment, sem hélt utan um eignarhlut í Bravó-bruggverk- smiðjunum í Rússlandi og átti helming í Samson, eignarhaldsfélagi Landsbank- ans. Þá er milljarður á bankareikningi í eigu Björgólfs hjá Landsbankanum í Lúxemborg, en það fé hefur verið fryst. Viðskiptablaðið segir jafnframt að Björgólf- ur sé talinn eiga í rússnesku prentsmiðj- unni Typographia-MDM í gegnum erlent dótturfélag Bell Global. Prent- smiðjan er meðal þeirra stærstu í Rússlandi. Gjaldþrot Björgólfs er langstærsta gjaldþrot einstaklings á Íslandi frá upphafi, meira en hundraðfalt gjald- þrot viðskiptafélaga hans, Magnús- ar Þorsteinssonar, sem nam tæpum milljarði. - sh Landsbankinn gerir 70 milljarða kröfu í bú bankaráðsformannsins fyrrverandi: Kröfur í bú Björgólfs 101 milljarður BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON Var í persónuleg- um ábyrgðum fyrir lánum nokkurra félaga. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest tólf mánaða fangelsisdóm yfir pólskum manni sem sótti fyrir tæpu ári sendingu í tollafgreiðslu sem hann taldi innihalda tæpt kíló af amfetamíni. Lögregla hafði þá fjarlægt fíkniefnin. Maðurinn sagðist ekki hafa skipulagt smyglið og bar við að Lithái nokkur, Igor að nafni, hefði fengið hann til verksins. Hann sagðist hins vegar nær engin deili vita á honum. Héraðsdómi þótti mikill ólíkindablær á þeirri sögu og sakfelldi manninn, enda viðurkenndi hann að hafa ætlað að sækja fíkniefni í tollafgreiðsl- una. - sh Hæstiréttur staðfestir dóm: Eins árs dómur fyrir fíkniefni EFNAHAGSMÁL Uppsveiflu á hluta- bréfamörkuðum lýkur á seinni hluta árs, að mati hagfræð- ingsins Nour- iels Roubini. Hann hélt erindi á ráðstefnunni Asian Financi- al Forum í Hong Kong. Roubini segir slaka í peninga- stjórn þar sem stýrivextir hafa lækkað hratt og fjármagni ausið í hagkerfið hafa skilað sér í 73 prósenta hækk- un MSCI-heimsvísitölunnar frá í mars. Verði stýrivöxtum haldið lágum lengur er hætta á harkalegri verðleiðréttingu á seinni hluta árs, að því er Bloomberg-fréttastofan hefur úr erindi Roubinis. - jab Hagfræðingurinn Roubini: Spáir lækkun á seinni hluta árs NOURIELS ROUBINI HONDÚRAS, AP Porfirio Lobo, sem brátt tekur við forsetaembætti í Hondúras, hefur samið við Dóminíska lýð- veldið um að taka við Manu- el Zelya, fyrr- verandi for- seta landsins, sem var steypt af stóli nú í sumar. Zelya var rekinn úr landi í júní, en sneri aftur á laun í lok september og hefur síðan haft hæli í brasil- íska sendiráðinu í höfuðborg- inni Tegucigalpa. Lobo vann sigur í forseta- kosningum í lok nóvember, en tekur við embættinu 27. janúar. - gb Forsetaskipti í Hondúras: Zelya sagt að yfirgefa landið PORFIRIO LOBO að borgarmálum að tryggja áframhaldandi góðaokkar sem störfum rgarbúa með hag heimila og velferð þeirra í fyrirrúmi.þjónustu við bo álin hafa sjaldan eða aldrei verið mikilvægari en nú. Ég hef Velferðarm um árangri í þeim málaflokki á liðnu kjörtímabili og fái ég tilnáð góð mboð mun ég vinna áfram að þessum málum með grunngildiþess u æðisflokksins að leiðarljósi.Sjálfst óska eftir þínum stuðningi í 3. sætið og heiti því að gera mitt allra Ég esta í þágu Reykvíkinga.b orun EFNAHAGSMÁL Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokks- ins, fagnar því að stjórn og stjórn- arandstaða ræði um Icesave. Fram- sóknarflokkurinn hafi kallað eftir því í eitt og hálft ár. Hann segir liggja fyrir að undirbúa næstu skref verði Icesave hafnað í þjóðar- atkvæðagreiðslu, líkt og allt bendi til. Forystumenn flokkanna héldu fund í gær um málið og sat Birkir hann í fjarveru formanns flokks- ins. Hann segir ekkert nýtt hafa komið fram í málinu. „Í raun og veru er ekki komið neitt svar frá Bretum eða Hollendingum um það hvort þeir séu tilbúnir í viðræður, heldur þvert á móti. Ég held að það sé skynsamlegt að við ræðum um málið eins og það lítur út og við framsóknarmenn göngum út frá því að þetta mál endi í þjóðarat- kvæðagreiðslu.“ Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir að þreifingar hafi átt sér stað við Breta og Hol- lendinga. Staðan sé að skýrast og hann vonist til að hún skýrist enn frekar um helgina. Hann segir fundina með stjórn- arandstöðunni hafa verið gagnlega. „Við erum búin að ganga frá því hvernig við ætlum að haga verklag- inu af okkar hálfu ef til þess kemur og höfum rætt málin heil mikið. Við höfum verið að átta okkur á því hvar við stöndum.“ Steingrímur segir það augljóst að staða Íslendinga verði þeim mun styrkari því betur samstíga sem þeir séu. En er að nást sam- staða um að greiða lágmarkstrygg- ingu, 20.887 evrur? Birkir Jón segir Íslendinga eiga að standa við sínar skuldbindingar. Flokkurinn vilji láta reyna á Ragnars H. Hall-ákvæð- ið, sem muni bæta stöðu landsins. „Einfaldlega eru menn ekki komnir það langt í þessum viðræðum þvert á flokka að þeir nái samstöðu um slíkt.“ kolbeinn@frettabladid.is Engin svör við þreif- ingum um viðræður Varaformaður Framsóknarflokksins býst við að þjóðaratkvæðagreiðsla um Ice- save fari fram. Engin svör hafa borist við þreifingum við Breta og Hollendinga um viðræður. Fjármálaráðherra vonast eftir að málið skýrist um helgina. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N BÝÐUR TIL FUNDAR Jóhanna Sigurðardótt- ir fékk forystumenn stjórnmálaflokkanna til fundar við sig um Iceave í stjórnarráðinu í gær. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.