Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 10
 22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR HAÍTÍ, AP Jarðýtur eru notaðar til að grafa þúsundir manna á dag í fjölda- gröfum sem teknar hafa verið í skyndi í hæðunum umhverfis Port- au-Prince, höfuðborg Haítí. Tólf daga biðlistar eru sagð- ir vera á lækningastöðvum, fjöldi fólks er með ómeðhöndluð sár sem tekið er að grafa í og þúsund- ir manna hafast við í bráðabirgða- skýlum þar sem hætta er á að smit- sjúkdómar blossi upp. „Næsta heilbrigðisváin gæti fal- ist í því að niðurgangspestir, öndun- arfærasýkingar og aðrir sjúkdómar breiðist út meðal þeirra hundr- uð þúsunda Haíta sem búa í yfir- fullum búðum við lélega eða enga hreinlætisaðstöðu,“ segir Craig Elder, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá samtökunum Læknar án landa- mæra. Talið er að jarðskjálftinn í síð- ustu viku hafi kostað 200 þúsund manns lífið. Um áttatíu þúsund þeirra hafa verið grafnir í fjölda- gröfum. Um tvær milljónir eru nú taldar hafa misst heimili sitt og um 250 þúsund eru í brýnni þörf fyrir aðstoð. Meðal þeirra sem unnu við það átakanlega verk að koma fólki í fjöldagrafir í Titanyen, eyðisvæði norðan við höfuðborgina, er Foult- ine Fequiert. Hann er 38 ára, huldi andlit sitt með bol til að verjast stækjunni og sagðist hafa tekið á móti tíu þúsund líkum á miðviku- daginn. „Ég hef séð svo mörg börn, svo gríðarlega mörg börn. Ég get ekki sofið á nóttunni og ef ég sef þá er ég með stöðugar martraðir,“ segir hann. Félagar hans segjast ekki hafa neinn tíma til að veita fólki almenni- lega útför. Ekki sé einu sinni hægt að verða við óskum hjálparstofn- ana um að hafa grafirnar nægi- lega grunnar til þess að auðvelda fólki að hafa uppi á látnum ástvin- um sínum síðar meir. „Við bara sturtum þeim niður og fyllum yfir,“ segir Luckner Clerzi- er, sem var að leiðbeina ökumönn- um flutningabíla að annarri gröf lengra upp með veginum. Í gær var fimm ára dreng bjarg- að á lífi úr rústum heimilis síns, níu dögum eftir að jarðskjálftinn reið yfir. Líkurnar á því að fleiri finnist á lífi eru hverfandi, þótt björgunar- fólk hafi ekki gefið upp vonina. „Þetta er eins og að leita að nál í heystakki, og á hverjum degi hverfa fleiri nálar,“ sagði Steven Shin, einn þeirra björgunarmanna sem enn voru að störfum. gudsteinn@frettabladid.is Hætta á útbreiðslu sjúkdóma á Haítí Helsta hættan sem nú steðjar að íbúum Haítí er að niðurgangspestir, öndunar- færasýkingar og aðrir sjúkdómar breiðist út meðal íbúa. Tvær milljónir manna eru taldar hafa misst heimili sitt. Ungum dreng var bjargað úr rústunum í gær. BÚA TIL SVEFNAÐSTÖÐU Íbúar í Port-au-Prince þrífa götu til að koma sér upp svefnaðstöðu. NORDICPHOTOS/AFP Júlíus Vífill 2. sæti Júlíus Vífill býr yfir fjölbreyttri reynslu og þekkingu ... ... og skilur þarfir fjölskyldna Vellíðan barna og unglinga í skólum borgarinnar er forgangsverkefni. Grunnþjónustan skapar fjölskyldum öryggisnet og staðinn verður vörður um hana. ... og skilur þarfir atvinnulífsins Endurreisn og vöxtur atvinnulífsins er grund- völlur velferðar. Hlúa ber að nýsköpun og sprota- fyrirtækjum. Reykjavíkurborg á að veita fyrsta flokks þjónustu og halda opinberum gjöldum í lágmarki. ... og skilur þarfir menningar og lista Í menningu og listum felast tækifæri til vaxtar. Mikilvægi menningar hefur orðið enn ljósari á erfiðum tímum. Reykjavíkurborg á að styðja við menningu og listir sem eiga erindi við alla borgarbúa. Kosningaskrifstofa í Borgartúni 6, 4. hæð – www.juliusvifill.is – jvi@reykjavik.is Kjósum Júlíus Vífil í 2. sæti í prófkjörinu á laugardag Farðu inn á farsímavefinn m.ring.is og óskaðu eftir að fá hringitóninn sendan í símann. Syngjandi gleði hjá Ringjurum í allan dag. Við sendum þér tóninn beint í símann. Tilboð dagsins: E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 6 15 Gleði Tilboð á m.ring.is – ekki klippa þennan miða út Ringjarar geta náð sér í lagið og hringi- tóninn Beatlemania með Sudden Weather Change á farsvímavefnum m.ring.is í dag. Gildir í dag föstudag Tónlist fyrir 0kr. Tónlist Ferskir tónar á m.ring.is í hverri viku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.