Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.01.2010, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 22.01.2010, Qupperneq 16
16 22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR Aðeins 0,3 prósent af tekj- um ríkisins af skatti á laun einstaklinga kemur frá fólki sem fellur í fyrsta skatt- þrepið í nýju þrepaskiptu skattkerfi sem innleitt var um áramót. Langsamlega stærstur hluti íslenskra launamanna fellur í annað skattþrepið. Þeir 11 þúsund einstaklingar sem falla í þriðja skattþrepið greiða samanlagt tæpan þriðjung af tekjuskatti einstaklinga. Um áramót tóku gildi viðamiklar breytingar á tekjuskattskerfinu. Í stað þess að greiða flatan tekju- skatt greiða landsmenn nú skatt í þremur þrepum. Mikið álag hefur verið á starfs- mönnum ríkisskattstjóra vegna breytinganna, segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Þá hafa hugbúnaðarframleiðendur sem reka kerfi fyrir launaútreikninga fyrirtækja þurft að gera miklar breytingar á sínum kerfum. Skúli segir að mikið af fyrir- spurnum hafi borist ríkisskatt- stjóra vegna breytinganna, bæði frá skattgreiðendum og framleið- endum tölvukerfa sem reikna á endanum út skattgreiðslur hjá launagreiðendum. Nýja skattkerfið er talsvert flóknara en fyrra kerfi, sem byggði á flötum tekjuskatti óháð tekjum. Nú þarf launamaður að greiða 37,2 prósent í tekjuskatt og útsvar af fyrstu 200 þúsund krónunum sem hann vinnur sér inn í mánuði. Af tekjum milli 200 þúsunda og 650 þúsunda greiðist 40,1 prósents skattur og útsvar. Af tekjum yfir 650 þúsundum greið- ist svo 46,1 prósent í skatt til ríkis og sveitarfélaga. Rúmur þriðjungur undir mörkum Samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu er áætlað að ríkið fái alls 93,1 milljarð króna í tekjur vegna tekjuskatts af launum einstaklinga. Til viðbótar er búist við að einstaklingar greiði um sjö milljarða króna í tekjuskatt vegna meðal annars útgreiðslu séreign- arsparnaðar á árinu. Um 258 þúsund einstaklingar munu vinna sér inn laun á árinu, en af þeim munu 98.600, um 38 prósent, ekki vera með tekjur yfir skattleysismörkum, sem eru tæp- lega 124 þúsund krónur á mánuði. Í þeim hópi eru lágtekjufólk, aldr- aðir, öryrkjar og skólafólk með tekjur. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir því að á árinu 2010 verði um 11.900 einstaklingar með tekjur yfir skattleysismörkum en undir 200 þúsund krónum á mánuði. Þeir munu því eingöngu greiða skatt á fyrsta skattþrepinu. Áætlanir ríkisins gera ráð fyrir því að þessir 11.900 einstakling- ar greiði samtals 300 milljónir króna til ríkisins af tekjum sínum á árinu. Það eru aðeins um 0,3 pró- sent af þeim 93,1 milljarði króna sem áætlað er að ríkið hafi í tekj- ur vegna skatta á launavinnu ein- staklinga á árinu. Meirihluti þeirra tæplega 160 þúsunda sem greiða tekjuskatt á árinu er með tekjur á bilinu 200 þúsund til 650 þúsund krónur á mánuði, og fellur því í annað skatt- þrepið. Sá hópur greiðir 37,2 pró- senta skatt af fyrstu 200 þúsund krónunum og 40,1 prósents skatt af því sem er umfram 200 þúsund- in. Í þennan hóp falla alls 136.200 einstaklingar, 85 prósent þeirra sem greiða tekjuskattskatt á árinu. Þessi hópur stendur enda undir sjö af hverjum tíu krónum sem ríkið innheimtir í tekjuskatt, alls 65,1 milljón króna. Áætlað er að 11.300 einstakl- ingar verði með mánaðarlaun yfir 650 þúsund krónum á mán- uði á árinu 2010. Þessi hópur, sem er alls um sjö prósent þess hóps sem greiða mun tekjuskatt á árinu, greiðir þriðjung af tekju- skatti einstaklinga af launatekj- um, alls um 27,7 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu. Á að vera einfalt og gagnsætt Skatttekjur ríkisins verða um 6,6 milljörðum króna hærri með nýja þriggja þrepa kerfinu en þær hefðu orðið með óbreyttu kerfi, samkvæmt áætlun fjármálaráðu- neytisins. Í greinargerð með frumvarpi um skattabreytingarnar kemur fram að hafa verði í huga að þær breytingar sem gera eigi á skatt- kerfinu styrki það til frambúð- ar og „samræmist um leið þeim kröfum sem skilvirkt og réttlátt skattkerfi þarf að uppfylla“. Kröf- urnar eru meðal annars að skatt- kerfið sé „einfalt og gagnsætt“ og að skattbyrðin dreifist með eins sanngjörnum hætti og hægt sé á skattborgarana. Auk þess er æski- legt að skattkerfið þjóni öðrum markmiðum, svo sem að jafna tekjudreifingu í þjóðfélaginu, að því er segir í greinargerðinni. Meira leiðrétt eftir á Skúli Eggert Þórðarson ríkisskatt- stjóri segir tæknilegar breytingar hjá ríkisskattstjóra vegna breyt- inga á skattkerfinu í meginatrið- um hafa gengið vel. Gallinn við framkvæmdina á þrepaskiptu kerfi er að tveir hópar skattgreiðenda eru líklegri en áður til að greiða ýmist of mikið eða of lítið við staðgreiðslu, með tilheyrandi leiðréttingum eftir á, segir Skúli. Annars vegar sé þar um að ræða fólk sem fái laun frá fleiri en einum launagreiðanda, en hins vegar þá sem séu með breyti- legar tekjur milli mánaða. FRÉTTASKÝRING: Breytingar á skattkerfinu FRÉTTASKÝRING BRJÁNN JÓNASSON brjann@frettabladid.is Lítill hópur hátekjufólks greiðir þriðjung 27,7 milljarðar 29,8% 65,1 milljarðar 66,9% 0,3 milljarðar 0,3% Skattgreiðslur eftir skattþrepum Fólk með 200 þúsund króna tekjur eða undir Fólk með 200 þúsund til 650 þúsund króna tekjur Fólk með yfir 650 þúsund króna tekjur Skattþrep Tekjur á mánuði Skatthlutfall Útsvar* Skattur samtals 1. þrep 0 til 200 þúsund 24,1% 13,1% 37,2% 2. þrep 200 til 650 þúsund 27% 13,1% 40,1% 3. þrep Yfir 650 þúsund 33% 13,1% 46,1% *Meðalútsvar Tekjuskattur einstaklinga Upphæð Skatthlutfall Greiðsla Fyrsta skattþrep 200.000 37,2% 74.400 krónur Annað skattþrep 450.000 40,1% 180.450 krónur Þriðja skattþrep 100.000 46,1% 46.100 krónur Samtals 300.950 krónur Persónuafsláttur 44.205 krónur Skattgreiðsla samtals 256.745 krónur *Miðað er við 750 þúsund króna skattskyld laun eftir að dregið hefur verið frá iðgjald í lífeyrissjóð. Skattgreiðslur af 750 þúsund króna launum* Hlutfall skattgreiðenda 7,1% 7,5% 85,4%1. skattþrep 2. skattþrep 3. skattþrep 400.000 350.000 300.000 250.000 200.000 150.000 100.000 50.000 0 Mánaðartekjur 250 þúsund Mánaðartekjur 500 þúsund Mánaðartekjur 750 þúsund Mánaðartekjur ein milljón Dæmi um breytingar á skattgreiðslum einstaklinga Staðgreiðsla í janúar 2009 Staðgreiðsla í janúar 2010 47.075 46.283 Kr ón ur 136.355 142.571 225.635 243.059 314.915 353.747 Eftir að breytingarnar á skattkerfinu tóku gildi greiða þeir sem eru með lægstu tekjurnar lægri skatta en áður. Til dæmis greiðir einstaklingur með 250 þúsund krónur í laun á mánuði 46.283 krónur í skatt til ríkis og sveitarfélags, en greiddi áður 47.075 krónur. Þeir sem hafa hærri tekjur greiða hærri skatta en áður, eins og sjá má í meðfylgj- andi súluriti. Maður með 500 þúsund krón- ur á mánuði greiðir rúmlega sex þúsund krónum meira til ríkisins á mánuði en áður. Meiru munar þegar tekjurnar eru komnar yfir 650 þúsund krónurnar. Skattgreiðslur af 750 þúsund króna mánaðarlaunum aukast um rúmlega 17 þúsund á mánuði, og af milljón króna launum þarf að greiða tæplega 39 þúsundum króna meira á mánuði í skatt. Skattgreiðslur umtalsvert hærri hjá hátekjufólki MILLJÓNIR BEINT Í VASANN Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 8OO 6611 eða hjá næsta umboðsmanni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.