Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 18
18 22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Á vettvangi Reykjavíkurborgar hafa kjörnir fulltrúar, hvort sem er í meirihluta eða minni- hluta, lagt hefðbundna flokka- drætti til hliðar og sameinast um að ræða um framtíðarlausnir til hagsbóta fyrir borgarbúa. Fyrir rúmu ári ræddu borgar- fulltrúar í borgarstjórn Reykja- víkur um að við yrðum að taka af festu og ábyrgð á þeim fjár- hagslegu úrlausnarefnum sem við okkur blöstu í kjölfar fjár- málakreppunnar og að við mætt- um ekki láta deigan síga heldur horfa til sóknar fyrir borgina. Í framhaldi af þessum umræðum var samþykkt samhljóða á fundi í borgarráði þann 20. nóvem- ber 2008 að unnin skyldi áætlun til sóknar fyrir Reykjavík vegna þeirra verkefna sem borgin stend- ur frammi fyrir í ljósi breytinga í efnahagsumhverfinu. Með þátttöku borgarbúa Í framhaldi af þessari samþykkt í borgarráði var skipaður stýrihóp- ur fyrir verkefnið með einstakl- ingum víða að úr samfélaginu. Stýrihópinn skipaði fjölbreyttur hópur einstaklinga úr atvinnulífi, háskólasamfélagi og menningar- geira. Loks voru stofnaðir fimm rýnihópar, skipaðir fulltrúum víða úr borgarsamfélaginu, stjórnend- um Reykjavíkurborgar, íbúum úr öllum hverfum borgarinnar og fulltrúum Ungmennaráðs. Alls tóku því á annað hundrað manns þátt í að móta megináherslurnar í tillögum um aðgerðir í tengslum við sóknaráætlun fyrir Reykjavík. Sóknaráætlun Reykjavíkur- borgar, sem nú liggur fyrir, nefn- ist Skrefi á undan. Meðal þeirra aðgerða sem lagðar voru til var að haldið yrði árlegt Hugmyndaþing í Reykjavík og var það gert síðasta haust undir yfirskriftinni: Í hvern- ig borg viltu búa? Þingið var haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur og var opið öllum borgarbúum. Gestir, starfs- menn borgarinnar og borgarfull- trúar ræddu þar um framtíðina og skráðu niður tillögur og hugmynd- ir. Á þessu fyrsta Hugmyndaþingi Reykjavíkur bárust yfir 1.000 til- lögur og hugmyndir frá íbúum og munu niðurstöður þingsins nýtast við lokafrágang sóknaráætlunar. Meðal helstu málaflokka sem lögð var áhersla á voru samvera, úti- vist og nærumhverfi. Rík áhersla borgarbúa á að njóta hins fallega umhverfis sem borgin hefur upp á að bjóða kom einnig fram í niður- stöðum íbúakosningar sem fram fór í Reykjavík í desember, en þar völdu íbúar í átta af tíu hverfum borgarinnar að verja fjármunum til nýframkvæmda og viðhalds í verkefni á sviði umhverfis og úti- vistar. 35 lykilaðgerðir til sóknar 35 lykilaðgerðir eru kynntar til sóknar fyrir borgina til næstu 5- 15 ára. Aðgerðunum er skipt í átta málaflokka: Gildi og framtíðar- sýn, Höfuðborgin, Framtíðarfólk- ið, Græna borgin, Skipulagsmál, Atvinnulífið, Menningarborgin og Íbúalýðræði og virkni. Sem dæmi um lykilaðgerðir í þessum flokk- um má nefna að auka á val í skóla- starfi og undirstrika fjölbreytni og gagnrýna hugsun, Reykjavík verði alþjóðleg háskólaborg, gæðastjórn- un verði beitt um útlit og hönnun á manngerðu umhverfi, stórauka samstarf um svæðisskipulag á höf- uðborgarsvæðinu, virkja almenn- ing og íbúalýðræði betur með raf- rænum kosningum og opinni og gagnvirkri stjórnsýslu, tryggja opna og skilvirka gátt hjá Reykja- víkurborg fyrir uppbyggingu öflugs atvinnulífs, gera sögu og menningararf Reykjavíkur sýni- legri og lagt er til að Reykjavík- urborg sækist eftir því að verða viðurkennd sem ein umhverfis- vænasta höfuðborg í Evrópu. Lykilaðgerðirnar spanna vítt svið og ýmsar stjórnmálaáhersl- ur, enda var það ekki markmiðið með vinnunni að búa til aðgerðir þóknanlegar einstökum stjórn- málaflokkum, heldur aðgerðir sem styrkja munu borgina okkar um langa framtíð og njóta víð- tæks stuðnings. Til viðbótar þess- um áherslum og aðgerðum til framtíðar koma aðgerðir nútíðar sem ætlað er að takast á við yfir- standandi vanda og fyrirbyggja alvarlegar langtímaafleiðingar kreppunnar á einstaklinga og fjöl- skyldur. Meðal þeirra aðgerða má nefna forgangsröðun borgarstjórn- ar í fjárhagsáætlun á velferðar- mál, áherslur borgarstjórnar á aðgerðir til að tryggja virkni ein- staklinga sem glíma við atvinnu- leysi og samþykkt borgarstjórnar um að árið 2010 skuli helgað vel- ferð barna í Reykjavík. Borgarbúar hafi áhrif Markmið allrar þessarar vinnu og stefnumótunar er að Reykja- víkurborg verði ávallt í forystu hvað varðar lífsgæði borgarbúa og fyrsti valkostur fólks og fyr- irtækja. Með samþykkt Sóknar- áætlunar fyrir Reykjavík hefur borgarstjórn Reykjavíkur einstakt tækifæri til að láta hugmyndir og áherslur íbúanna um framtíðar- þróun borgarinnar beint í fram- kvæmdafarveg. Þannig sýnum við í verki þann sameiginlega vilja okkar allra sem að borgarmálum störfum að við hlustum á raddir borgarbúa og hvetjum þá til virkr- ar þátttöku í ákvörðunum sem hafa áhrif á framtíð borgarinnar. Höfundur er borgarstjóri. UMRÆÐAN Birna Þórðardóttir skrifar um dómsmál Loksins, loksins skal réttlætið ná fram að ganga! Loksins er komin fram ákæra vegna hruns- ins – hruns íslenska ríkisins, hruns bankanna, hruns íslenskr- ar siðferðisvitundar. Glæpagengið er fundið! Ekkert hangs, allt klárt, málatilbúningur, frágang- ur, uppsetning. Umþóttunar-, endurskoðunar- eða frávísunarréttur þvælist ekki fyrir. Alles klar – sem sagt var. Hinn almenni saksóknari hefur lyft refsi- vendi sínum og undan honum skal gengið ekki kom- ast. Þras um möguleg fjárhagstengsl flækist ekki fyrir, enda naumast um slíkt að ræða, ekki frem- ur en tuð um útflutning eða önnur undanskot illa fengins auðs – nei, ekkert þvælir, né þvælist fyrir. Engum loftbólupýramídum til að dreifa, engir millj- arðar í frægum farvegum – hvar sem þeir vegir hafa nú verið lagðir, eða hverjir kynnu að hafa lagt þá. Nei, þeim er ofbauð framgangsmáti valdhafanna haustið 2008 skal stefnt. Þau, sem ekki sátu hjá þegar búið var að rýja okkur inn að skinninu bæði hvað æru og eignir varðar, skulu nú dregin fyrir hinn réttláta dómara. Afleiðing hinna mögulegu glæpa skal færð í réttarsali – ekki glæpurinn sjálfur. Í ákæru er beitt sömu lagagrein er nýtt var eftir átökin á Austurvelli 30. mars 1949 þegar þeir Jón Múli Árnason og Stefán Ögmundsson voru sviptir kjörgengi og kosningarétti fyrir andóf gegn innlim- un Íslands í stríðsbandalagið Nató. Niðurstaðan ein og söm: Misindismennirnir eru þeir er upp standa og benda á glæpagengið. Sendi- boðinn skal höggvinn einu sinni sem oftar. Er Sigurlína, móðir Sölku Völku, gekk í sjóinn um árið, aðfaranótt föstudagsins langa, var aðaláhyggju- efni prófasts hvort hún hefði ekki örugglega átt inni nóg fé hjá Bogensen fyrir útförinni. Þeir eru margir Bogensenarnir, sem hirt hafa fé almennings, í hinni dægilegu umhyggjusemi að leyfa lýðnum að eiga fyrir eigin útför, eða þannig. Kannski er tími til kominn að grafa annarra grafir en sendiboðanna. Höfundur er ferðaskipuleggjandi. Ákæruvaldið vaknar BIRNA ÞÓRÐARDÓTTIR Ískaldar kveðjur Þorsteinn Hilmarsson er nú hættur störfum sem upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar eftir átján ára starf hjá fyrirtækinu. Hörður Arnarson er nýtekinn við sem forstjóri við strembnar aðstæður og segir í tilkynningu um málið að vegna þess sé „brýnt að efla og breyta ímynd Landsvirkjunar bæði gagnvart fjármögnun- arfyrirtækjum, fjölmiðlum og almenn- ingi“. Ekki er annað að skilja á tilkynningunni en að Þorsteinn hafi verið ljón á þeim vegi, því þar segir að liður í þessum breytingum – það er að efla ímynd fyrirtækisins – sé umrætt samkomu- lag um starfslok hans. Þetta þættu einhverjum kaldar kveðjur frá vinnu- veitanda til átján ára. Vel unnin störf – og þó Kveðjurnar eru þó ekki bara kaldar. Ef tilkynn- ingin er lesin til enda má finna heillaóskir til Þorsteins og fjölskyldu hans. Þá eru honum auk þess þökkuð vel unnin störf liðin ár. Þau þóttu bara greinilega ekki alveg nógu vel unnin. Frambjóðendur blogga Vefmiðillinn Eyjan.is er líkast til öflugasti bloggvettvangur lands- ins. Aðstandendum hans hefur þó stundum verið legið á hálsi fyrir að hleypa inn í blogghópinn holskeflu frambjóðenda í aðdraganda prófkjara og kosninga, sem hinir nýju bloggarar nýta síðan sjálfum sér til framdráttar fyrst um sinn en hverfa svo gjarnan af hólmi. Að einhverju leyti er þessi gagnrýni ósanngjörn. Hins vegar er gaman að segja frá því að nýjasti bloggarinn á vefnum heitir Hjálmar Sveinsson og er í framboði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Og næst verður kynnt til leiks Margrét nokkur Sverrisdóttir, sem er í fram- boði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. stigur@frettabladid.is HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR Í DAG | Reykjavíkurborg Reykjavík – skrefi á undan Í gærmorgun sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að þjóðin þyrfti að líta til landsliðsins í handbolta um fyrir- myndir í vörn og sókn í atvinnu- og efnahagsmálum á næstu árum. Því miður reyndist forsætisráðherra þarna ákaflega seinheppinn í vali á fyrirmyndum. Eftir brokkgenga spilamennsku, en þegar sigur á Austurríki virtist þó í sjónmáli, klúðruðu strákarnir okkar hlutunum á svo ævintýralegan hátt að það hefði verið fyndið ef það hefði ekki verið svona sorglegt. Það eina sem mögulega getur slegið þessum mistökum við í framtíðinni er ef einhver íslensku leikmannanna ákveður að þruma boltanum í eigið mark í leikslok. Atburðarásin undir lok leiks landsliðsins gegn Austurríki í gærkvöldi var reyndar eins og orðum Jóhönnu hefði verið snúið við; að leikmenn handboltalandsliðsins hefðu ákveðið að taka sér til fyrirmyndar hvernig þjóðin þeirra hefur kosið að standa að endurreisn efnahagslífsins heima fyrir. Síðastliðið haust leit út fyrir að skriður væri að komast á efna- hagsáætlun stjórnvalda. Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi, sagði afrek að tekist hefði að endurfjármagna helstu banka landsins á rúmu ári. Benti hann á að í öðrum löndum, sem höfðu glímt við álíka vanda, hafi tekið 24 til 36 mánuði að koma fjármálakerfinu í svipað horf. Á sama tíma kom fram það mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að stjórnvöld væru komin lengra á veg við að draga úr ríkisútgjöld- um en gert var ráð fyrir. Þetta var í lok október. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var loks búinn að afgreiða endurskoðun sína á íslensku áætluninni og Evr- ópski fjárfestingarbankinn hafði í kjölfarið affryst 30 milljarða króna lán til Orkuveitu Reykjavíkur. Landið virtist vera að rísa. En svo kom sjálfstortímingarhvötin til sögunnar, rétt eins og hjá landsliðinu við lok leiksins við Aust- urríki. Stór hluti þjóðarinnar, ásamt stjórnarandstöðuflokkunum, stjórnarandstöðuarmi ríkisstjórnarinnar og forsetanum ákvað að færa stöðu mála aftur um fimmtán mánuði með ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Þetta gerðist þrátt fyrir v iðvaranir úr fjölmörgum áttum. Þar á meðal frá forystumönnum launþegasamtaka og atvinnulífsins. Efnahagslífið þolir ekki áframhaldandi óvissu. Ríkið, opinber fyrirtæki og bankar verða að hafa aðgang að lánsfé á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, voru samhljóma viðbrögð Gylfa Arnbjörns- sonar, forseta ASÍ, og Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra SA. Sá aðgangur er úr sögunni á meðan enn og aftur er beðið eftir Icesave. Og óvissan er ekki aðeins á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum, þar sem skuldatryggingarálagið á Ísland hækkar dag frá degi, heldur hríslast hún út í hvert horn samfélagsins. Ábyrgðin á þessari dýrkeyptu pattstöðu er ekki stjórnmála- mannanna. Þeir fara ekki lengra en þjóðin leyfir þeim, eins og er vert að rifja upp nú þegar ár er liðið frá Búsáhaldabyltingunni. Ef þjóðin kýs óvissu, þá fær hún óvissu. Útbreidd sjálfstortímingarhvöt. Landsliðið og endurreisnin JÓN KALDAL SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.