Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.01.2010, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 22.01.2010, Qupperneq 20
20 22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Ólína Þorvarðardóttir skrifar um sjávarútvegsmál Í deilum um núverandi kvótakerfi er annars vegar tekist á um rétt þjóðarinnar, hins vegar um sér- réttindi útgerðarmanna sem fengu í árdaga kvótakerfisins úthlut- að veiðiheimildum í samræmi við ákvörðun stjórnvalda. Þess- ar veiðiheimildir – sem upphaflega var skipt endur- gjaldslaust milli útgerða – urðu með tímanum verð- mæti sem menn hafa síðan þurft að kaupa eða leigja af þeim sem fengu þær upphaflega gefins. Þetta brýtur í bága við Mannréttindasamning Sameinuðu þjóðanna sem Ísland er aðili að. Það stangast einnig á við 1. grein fiskveiðistjórnunarlaga um að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu „sameign íslensku þjóðarinnar“ og að „úthlutun veiðiheim- ilda … myndar ekki eignarétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. Þá má einnig minna á yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1962 um rétt almennings til að njóta arðs og velmeg- unar af þjóðarauðlindum. Mikilvægt er að skapa sjávarútveginum bestu rekstrarskilyrði sem völ er á og treysta þannig stoð- ir hans til langs tíma. Íslenskur sjávarútvegur er undirstöðuatvinnugrein í okkar landi. Hann mun því gegna lykilhlutverki í endurreisn efnahagslífsins. Þeim mun mikilvægara er að sátt náist í samfélaginu um eignarhald og nýtingu á auðlindum sjávar. Slík sátt hefur aldrei náðst frá því farið var að stjórna fiskveiðum á Íslandsmiðum. Því hefur held- ur aldrei myndast neinn hefðar- eða venjuréttur um núverandi kvótakerfi. Dómar hafa fallið í Hæstarétti fiskveiðistjórnunarkerfinu í óhag. Í sömu veru var úrskurður Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóð- anna (24.10.2007) um að núverandi kerfi stæðist ekki jafnræðisákvæði Mannréttindasamnings SÞ sem Ísland er aðili að. Ísland er bundið af Mannréttinda- samningnum og hefur í reynd viðurkennt lögbærni Mannréttindanefndarinnar til að túlka samninginn og úrskurða um hvort hann hafi verið brotinn. Ríkisstjórnin hefur í stjórnarsáttmála sett sér það markmið að „fiskveiðar umhverfis landið séu hag- kvæmar og skapi verðmæti og störf en séu jafnframt sjálfbærar og vistvænar og í samræmi við alþjóðleg- ar skuldbindingar um verndun vistkerfa, lífríkis og hafsbotns.“ Boðaðar eru breytingar á fiskveiðistjórn- unarkerfinu í þá átt að takmarka framsal á afla- heimildum, auka veiðiskyldu og endurskoða tilfærsl- ur á heimildum milli ára. Í þessu skyni verði lagður grunnur að innköllun og endurráðstöfun aflaheim- ilda á 20 árum í samráði við hagsmunaaðila í sjáv- arútvegi og stofnaður auðlindasjóður sem fari með ráðstöfun fiskveiðiréttinda í eigu þjóðarinnar. Arður af rekstri sjóðsins renni til atvinnuuppbyggingar. Er miðað við að þessi áætlun taki gildi í upphafi næsta fiskveiðiárs, 1. september 2010. Jafnhliða þessu er stefnt að því að setja sérstakt ákvæði í stjórnarskrá – efnislega samhljóða 1. grein núgildandi fiskveiðistjórnunarlaga – um að fiski- stofnarnir umhverfis landið séu sameign þjóðarinn- ar, úthlutun aflaheimilda sé tímabundinn afnota- réttur og myndi ekki undir neinum kringumstæðum eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir heimildunum. Þær breytingar sem boðaðar hafa verið á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu eru vonum seinni á ferð- inni. Því lengur sem það dregst að rjúfa hina þöglu en ágengu eignamyndun útgerðarinnar á þjóðarauð- lind okkar Íslendinga, því erfiðara verður að snúa taflinu við. Því lengur sem útgerðin kemst upp með að veðsetja og skuldfæra veiðiheimildirnar, því meiri hætta á því að þær komist í hendur erlendra kröfuhafa. Því lengur sem hagsmunagæslumönnum útgerðarinnar líðst að kasta þessu fjöreggi okkar á loft í áhættuviðskiptum, því meiri hætta er á hruni atvinnugreinarinnar. Þetta er kjarni málsins, og nú er tímabært að þjóð- in grípi fjöregg sitt. Höfundur er varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis. Gjöfin dýra – fjöregg sem flýgur á milli ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR Í grein Ólínu Þorvarðardóttur „Gjöfin dýra - skulda- bagginn“ sem birtist í Fréttablaðinu á miðvikudag varð misritun á vaxtabyrði vegna skulda sjávarútvegsins. Þar átti að standa „88 þkr á hvert mannsbarn í landinu eða 156 þkr á hvern launamann“. Er beðist velvirðingar á þessari misritun. LEIÐRÉTTING „Snákarnir okkar“ UMRÆÐAN Kristján G. Arngríms- son skrifar um sam- félagsmál Fyrir tæpum fjór-um árum kom út í Bandaríkjunum bók sem er núna farin að vekja nokkra athygli hérna á Íslandi, í ljósi atburða undanfar- inna ára. Bókin heitir Snákar í jakkafötum (Snakes in Suits) og fjallar um siðblindu í viðskipta- lífinu. Fjallað var um þetta efni í Fréttaaukanum í Sjónvarpinu um daginn, þar sem geðlæknir sagði m.a. frá bókinni, sem er eftir þá Paul Babiak og Robert D. Hare. Viðfangsefnið í þætt- inum var, hvort siðblinda kynni að hafa að einhverju leyti valdið því hvernig íslenskt viðskiptalíf þróaðist, með skelfilegum afleið- ingum. Vorið 2006, skömmu eftir að bókin kom út, skrifaði ég stutta grein um hana í Mogg- ann. Þá var tíðarandinn reynd- ar þannig, að ekki mátti halla orði að útrásarvíkingunum. Þeir voru „strákarnir okkar“, líkt og handboltalandsliðið. Þess vegna fjallaði greinin á yfirborðinu um stjórnendur Enron, sem þá voru nýdæmdir. Núna eru þessir sömu útrás- arvíkingar orðnir „snákar“ – og eru meira að segja enn í jakka- fötunum og á Range Roverunum – og við viljum ekkert kannast við að þeir tilheyri okkur leng- ur, nú þegar komið er að skulda- dögunum. En hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá eru þeir „snák- arnir okkar“. Lítum í eigin barm. Við bárum þá á höndum okkar; fjölmiðlar flöðr- uðu upp um þá og við gleyptum í okkur enda- lausar „fréttir“ um það sem þá hét „endurfjár- mögnun“ en nú er komið í ljós að var ekki annað en að taka meira lán til að borga fyrri lán – eins og þegar maður borgar yfir- dráttinn með kreditkortinu. Mogginn – sem var þá vinnu- staður minn – fór í heimsókn til Björgólfs í London og birti um hann svo ógagnrýna lof- rullu að helst minnti á „frétt- ir“ í Prövdu um Brésnév hér á árum áður. Þetta, og svo margt, margt annað, var í einu orði sagt skelfileg fjölmiðlun. Þetta var ekki fréttaflutningur, þetta var flaður; stimamýkt og höfðingja- sleikjuskapur. Og við kokgleyptum þetta allt. Nú verða áreiðanlega margir til að mótmæla því að ég skuli segja „við“. Líklega eru það þeir sömu og á sínum tíma skömmuðu mig fyrir að hallmæla útrásarvíking- unum æðislegu. Þess vegna sitjum við uppi með IceSave, eins og iðandi sná- kapytt sem við grófum sjálf. Hann er kannski eða kannski ekki lagaleg skuldbinding, en hann er, hvort sem okkur líkar betur eða verr, alveg áreiðanlega siðferðisleg skuldbinding. Höfundur er menntaskólakennari. KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON Vegið að hagsmun- um almennings UMRÆÐAN Eiríkur Tómasson skrifar um sjávarút- vegsmál Áform stjórnarflokk-anna um fyrningu aflaheimilda voru kynnt í aðdraganda alþing- iskosninga sl. vor. Þau voru svo skjalfest í samstarfs- samningi flokkanna að kosning- um loknum. Þetta útspil er ekki aðeins vanhugsað heldur hróp- lega ósanngjarnt gagnvart þeim, sem hafa treyst stefnunni í fisk- veiðistjórnun frá árinu 1984 og stofnað til skuldbindinga í sam- ræmi við lög frá Alþingi í því trausti að stjórnkerfi fiskveiða væri varanlegt. Fram til þessa hafa stjórnvöld neitað að horfast í augu við þá staðreynd að fyrning aflaheim- ilda ógnar framtíð sjávarútvegs- fyrirtækja. Fyrningin vegur að tekjugrunni þeirra og rýrir um leið hag allra þeirra sem starfa við sjávarútveg. Kostnaðurinn við leigu aflaheimilda – sem fyrirtækin hafa þegar keypt en á nú að fyrna um 5% á ári – bæt- ist ofan á aðra rekstrarþætti á borð við olíu- og viðhaldskostn- að, veiðarfæri, tryggingar o.fl. Þeim verður ekki hnikað til svo auðveldlega. Það þarf ekki ýkja mikið hugmyndaflug til að sjá hvar hægt yrði að skera niður í rekstrarkostnaði. Tekjuskerð- ing fyrirtækjanna leiðir svo aftur til lægri skatttekna sveit- arfélaga og hefur þar með bein- ar afleiðingar á rekstur þeirra og þjónustu. Að vega að rekstr- argrundvelli sjávarútvegsfyrir- tækja er að vega að hagsmunum almennings. Keyrir fyrirtækin í þrot Forsætisráðherra hélt því fram að stjórnvöld hefðu látið kanna hver áhrifin yrðu af fyrningu aflaheimilda. Þrátt fyrir að átta mánuðir séu liðnir frá þeim ummælum bólar enn ekkert á umræddri úttekt. Sú staðreynd rennir enn frekari stoð- um undir málflutning okkar útvegsmanna. Við höfum ítrekað bent á hversu skaðlegar þess- ar hugmyndir eru. Það þarf auðvitað ekki nein- ar sérfræðilegar úttekt- ir til að sýna fram á að fyrning- arleið mun draga allan mátt úr rekstri sjávarútvegsfyrirtækja á stuttum tíma. Meðalútgerðar- fyrirtæki kemst í þrot á fjórum árum verði þessi leið farin, svo einfalt er það. Þetta vita útvegs- menn sem margir hverjir búa að áratugareynslu í rekstri fyr- irtækja. Ég lít svo á að fyrsta skref- ið í þessum áformum stjórn- valda sé stigið með því frum- varpi sem sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Þar er boðuð heimild til ráðstöfunar á allt að 4000 tonnum af skötusel utan aflamarks á þessu og næsta fiskveiðiári. Nauðsynlegt er að samkomulag náist um að leggja frumvarpið til hliðar og vinna að sátt á raunhæfum grunni í endurskoðunarnefndinni, sem útgerðarmenn og fiskverkend- ur eiga aðild að. Þjóðin borgar brúsann Óvissan sem fylgir hugmynd- um um fyrningu aflaheimilda er eyðileggjandi. Framtíðaráform sjávarútvegsfyrirtækja eru nú sett í uppnám við þær aðstæður í samfélaginu þegar mikilvægt er að hjól atvinnulífsins snúist sem hraðast. Þeirri ógn, sem vofir yfir sjávarútveginum með stefnu um fyrningu aflaheimilda, verð- ur að eyða áður en óbætanlegt tjón hlýst af. Tapið lendir nefni- lega á þjóðinni allri. Höfundur er framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík. EIRÍKUR TÓMASSON Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hefur verið falið að annast sölu á öllu hlutafé í Bílaleigu Flugleiða ehf. (Hertz á Íslandi). Bílaleiga Flugleiða hefur einkarétt á að nota og markaðssetja vörumerkið Hertz á Íslandi samkvæmt samningi við Hertz International. Söluferlið hefst formlega með þessari auglýsingu og er opið öllum fjárfestum sem sýnt geta fram á eiginfjárstöðu umfram 500 milljónir króna og hljóta samþykki Hertz International. Þeir fjárfestar sem óska eftir að taka þátt í söluferlinu þurfa að fylla út trúnaðaryfirlýsingu, veita upplýsingar vegna hæfismats og fullnægjandi staðfestingu á áðurnefndri eiginfjárstöðu. Þessi gögn má nálgast á heimasíðu Landsbankans, landsbankinn.is. Framan- greindum upplýsingum skal skilað í lokuðu umslagi til Fyrirtækja- ráðgjafar Landsbankans, Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík, merkt; Söluferli-Bílaleiga Flugleiða og á tölvutæku formi á netfangið soluferli@landsbankinn.is fyrir kl. 17.00 þriðjudaginn 26. janúar 2010. Þeir fjárfestar sem uppfylla skilyrði til áframhaldandi þátttöku í söluferlinu fá afhent frekari gögn um félagið miðvikudaginn 3. febrúar 2010. Óskuldbindandi tilboðum skal skilað til Fyrirtækjaráðgjafar Lands- bankans fyrir klukkan 17.00 mánudaginn 8. febrúar 2010. Hæst- bjóðendum verður boðin áframhaldandi þátttaka í söluferlinu. Stefnt er að því að ljúka sölu um miðjan febrúar 2010. Upplýsingar og gögn um söluferlið og Bílaleigu Flugleiða ehf. má nálgast á heimasíðu Landsbankans, landsbankinn.is. E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 6 2 6 LANDSBANKINN | landsbankinn.is | 410 4000 N B I h f. (L an d sb an ki n n ), k t. 4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . Bílaleiga Flugleiða ehf. í söluferli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.