Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 24
 22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR2 „Ég ætla að elda svínalund með kartöflum og grænmeti á bónda- daginn en það finnst Sveini mjög gott,“ segir Kristín og eiginmað- urinn horfir þakklátum augum á konu sína. „Þetta er mjög góður matur eins og allur matur sem hún býr til. Fólk er alveg hissa hvað ég er grannur miðað við allar kræs- ingarnar,“ segir Sveinn hlæjandi og bætir því við að Kristín sé mikil húsmóðir. „Já, mér finnst gaman að elda og nostra við mat þegar ég er í þannig skapi en það er nú ekki alltaf,“ segir hún brosandi. Verkaskiptingin á heimilinu er skýr. „Ég elda því Sveinn kann lítið fyrir sér í þeim efnum. Hins vegar leggur hann alltaf á borðið og þegar við erum búin að borða gengur hann frá og ég sest bara í hægindastól eins og prinsessa og les blöðin frá því um morguninn.“ Hvað eruð þið búin að vera gift í mörg ár? „Fjörutíu og fimm ár og erum ekki farin að rífast enn þá,“ segja þau hjónin nánast sam- róma. Hver er galdurinn á bak við svona langt hjónaband? „Það er virðing og ást – að bera virðingu fyrir makanum og elska hann. Það skiptir máli að vera góður við maka sinn og reyna að láta honum líða vel í blíðu og stríðu,“ segir Sveinn. Kristín tekur undir þetta og segir að það skipti einnig máli að styðja við bakið á makan- um, ekki síst í erfiðleikum. „Sumt getur maður ekki þakkað,“ segir Sveinn og lítur hlýlega á Kristínu sem tekur undir það. „Það er bara þannig að ef annað okkar er ein- hvers staðar, þá er hitt það líka,“ segir hann og þau hlæja bæði. „Við leggjum mikið upp úr sam- vinnu og leysum vandamál í bróð- erni. Ef svo ber undir er það eina sem við getum þá verið er að vera sammála um að vera ósammála,“ segir Kristín og brosir. Þessi sam- hentu hjón voru sammála um eitt þegar litið var um öxl: „Tíminn hefur bara verið allt of fljótur að líða. Þetta hafa verið einstök 45 ár.“ unnur@frettabladid.is Hafa verið einstök 45 ár Kristín Björk og Sveinn Scheving hafa ræktað ástina og hjónabandið í 45 ár og í raun er hver dagur bóndadagur og konudagur. Kristín eldar fyrir Svein á opinbera bóndadaginn. svínalund olía adobo seasoning-krydd svartur pipar úr kvörn smjör, til steikingar Svínalundin er fitu- hreinsuð, skorin í tvennt og velt upp úr olíu ásamt Adobo season- ing-kryddi og svörtum pipar úr kvörn. Velta þarf svínalundinni vel upp úr þessari blöndu og geyma hana svo í kæli yfir nótt. Lundin er smjörsteikt á pönnu til að loka kjötinu en síðan sett í eldfast mót ásamt smjörinu sem lundin var steikt upp úr og bökuð í ofni í 20 til 25 mínútur á 180-200° C. Svína- lundin er borin fram með soðnum kartöflum (mega vera brúnaðar), maísbaunum, fersku salati og hvítlaukssósu frá Argentínu (einnig má búa til góða rjóma- sósu). BÓNDADAGSMÁLTÍÐ KRISTÍNAR Svínalundir FYRIR HÚSBÓNDANN ÞORRINN byrjar í dag á bóndadegi sem ávallt hefst á föstudegi í 13. viku vetrar. Kristín gefur Sveini ljúffengan mat á bóndadaginn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Í tilefni áttræðisafmælis Hótels Borgar býður Silfur upp á tilboðsmatseðil með ljúffengum afmælisréttum þar sem val er milli tveggja forrétta og tveggja aðalrétta og endað á 578 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.