Fréttablaðið - 22.01.2010, Page 24

Fréttablaðið - 22.01.2010, Page 24
 22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR2 „Ég ætla að elda svínalund með kartöflum og grænmeti á bónda- daginn en það finnst Sveini mjög gott,“ segir Kristín og eiginmað- urinn horfir þakklátum augum á konu sína. „Þetta er mjög góður matur eins og allur matur sem hún býr til. Fólk er alveg hissa hvað ég er grannur miðað við allar kræs- ingarnar,“ segir Sveinn hlæjandi og bætir því við að Kristín sé mikil húsmóðir. „Já, mér finnst gaman að elda og nostra við mat þegar ég er í þannig skapi en það er nú ekki alltaf,“ segir hún brosandi. Verkaskiptingin á heimilinu er skýr. „Ég elda því Sveinn kann lítið fyrir sér í þeim efnum. Hins vegar leggur hann alltaf á borðið og þegar við erum búin að borða gengur hann frá og ég sest bara í hægindastól eins og prinsessa og les blöðin frá því um morguninn.“ Hvað eruð þið búin að vera gift í mörg ár? „Fjörutíu og fimm ár og erum ekki farin að rífast enn þá,“ segja þau hjónin nánast sam- róma. Hver er galdurinn á bak við svona langt hjónaband? „Það er virðing og ást – að bera virðingu fyrir makanum og elska hann. Það skiptir máli að vera góður við maka sinn og reyna að láta honum líða vel í blíðu og stríðu,“ segir Sveinn. Kristín tekur undir þetta og segir að það skipti einnig máli að styðja við bakið á makan- um, ekki síst í erfiðleikum. „Sumt getur maður ekki þakkað,“ segir Sveinn og lítur hlýlega á Kristínu sem tekur undir það. „Það er bara þannig að ef annað okkar er ein- hvers staðar, þá er hitt það líka,“ segir hann og þau hlæja bæði. „Við leggjum mikið upp úr sam- vinnu og leysum vandamál í bróð- erni. Ef svo ber undir er það eina sem við getum þá verið er að vera sammála um að vera ósammála,“ segir Kristín og brosir. Þessi sam- hentu hjón voru sammála um eitt þegar litið var um öxl: „Tíminn hefur bara verið allt of fljótur að líða. Þetta hafa verið einstök 45 ár.“ unnur@frettabladid.is Hafa verið einstök 45 ár Kristín Björk og Sveinn Scheving hafa ræktað ástina og hjónabandið í 45 ár og í raun er hver dagur bóndadagur og konudagur. Kristín eldar fyrir Svein á opinbera bóndadaginn. svínalund olía adobo seasoning-krydd svartur pipar úr kvörn smjör, til steikingar Svínalundin er fitu- hreinsuð, skorin í tvennt og velt upp úr olíu ásamt Adobo season- ing-kryddi og svörtum pipar úr kvörn. Velta þarf svínalundinni vel upp úr þessari blöndu og geyma hana svo í kæli yfir nótt. Lundin er smjörsteikt á pönnu til að loka kjötinu en síðan sett í eldfast mót ásamt smjörinu sem lundin var steikt upp úr og bökuð í ofni í 20 til 25 mínútur á 180-200° C. Svína- lundin er borin fram með soðnum kartöflum (mega vera brúnaðar), maísbaunum, fersku salati og hvítlaukssósu frá Argentínu (einnig má búa til góða rjóma- sósu). BÓNDADAGSMÁLTÍÐ KRISTÍNAR Svínalundir FYRIR HÚSBÓNDANN ÞORRINN byrjar í dag á bóndadegi sem ávallt hefst á föstudegi í 13. viku vetrar. Kristín gefur Sveini ljúffengan mat á bóndadaginn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Í tilefni áttræðisafmælis Hótels Borgar býður Silfur upp á tilboðsmatseðil með ljúffengum afmælisréttum þar sem val er milli tveggja forrétta og tveggja aðalrétta og endað á 578 2008

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.