Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 22. janúar 2010 3 „Þorrinn er þó ekki eitt af aðalblót- um heiðninnar, það eru höfuðblót- in fjögur sem haldin eru á sólstöð- um og fyrsta vetrar- og sumardag. Þegar þjóðin tók kristni hurfu vita- skuld margir af siðum heiðninnar af yfirborðinu, enda margir þeirra bannaðir. Þegar þjóðinni var gefið trúfrelsi með dönsku stjórnar- skránni árið 1874 gátu menn aftur farið að blóta opinberlega og upp frá því spruttu þorrablótin,“ segir Haukur sem blaðamaður fann sem næst fjöllum, eða við náttúrufræði- kennslu í Rimaskóla. „Þorrablótin voru því mögulega fyrsta heiðna athöfnin sem menn tóku opinber- lega upp eftir kristnitökuna. Orðið þorri er líklega tengt Þór, og á þorrablótum er Þór í háveg- um hafður.“ Sjálfur segist Haukur Dór ekki hafa mikla lyst á þorra- mat. „Ég legg til að mynda ekki hrútspunga mér til munns en ég fer samt á þorrablótið okkar, sem verður einmitt á bóndadaginn, 22. janúar,“ segir hann en bendir á að þorramaturinn og þessi siður minni einnig á hvernig matur var verkaður og geymdur til forna til að „þreyja þorrann“. „Ásatrúin snýst einmitt mikið um uppruna okkar og tengsl okkar sem og umgengni við náttúruna og allt líf,“ segir náttúrudýrkandinn Haukur Dór en hann er náttúru- fræðikennari og auk þess land- vörður og leiðsögumaður. „Ég tel að fermingin sé of snemma, ég sagði mig 17 ára úr ríkiskirkj- unni eftir að hafa þá fyrst farið að hugsa um trúmál af alvöru. Þegar ég kynntist Ásatrúarfélag- inu nokkrum árum seinna fannst mér ég eiga samleið með gildum þess, og áttaði mig í raun á því þá að ég væri heiðinn,“ en Haukur Dór situr nú í stjórn félagsins sem kallast að vera lögréttumaður. „Í ásatrúnni getur fólk trúað á ýmis- legt en sameiginleg er virðingin fyrir náttúrunni og þeim gildum sem er að finna í Hávamálum og öðrum Eddukvæðum. Ég er nefni- lega hræddur um að Íslendingar séu upp til hópa töluvert heiðn- ari en þeir halda, og þorrablótin sem landinn sækir nú í hrönnum á næstu vikum eru bara ein birt- ingarmynd þess,“ segir Haukur og hlær við. unnur@frettabladid.is Heiðingi blótar þorrann Haukur Dór Bragason gekk til liðs við Ásatrúarfélagið fyrir fimm árum. Hann blótar eins og lög og siðir ásatrúarmanna gera ráð fyrir og þar er þorrinn ekki undanskilinn. Haukur Dór Bragason hefur ekki mikla lyst á þorramat en mætir samt ávallt á þorra- blót Ásatrúarfélagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Byltingakennt fyrir bóndadaginn Kynntu þér málið á frigo.is þetta er öðruvísi en þú heldur. Stendur í 1 viku frá föstudeginum 22. jan. til laugardagsins 30. jan. AF ÖLLUM HERRA- OG DÖMUHÖNSKUM Höldum ÞORRANN hátíðlegan þorramatur Þorraskraut þorralög þorraföndur þorrahefðir Blómastofa Friðfi nns • Suðurlandsbraut 10 • S: 5531099 Smáauglýsingar Fréttablaðsins eru einnig á visir.is Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.