Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 26
Katla Hreiðarsdóttir og Gunn- ar Páll Viðarsson opnuðu versl- un og hönnunarfyrirtæki undir nafninu Volcano Design sumarið 2008. „Ég er útskrifuð sem innan- hússarkitekt og fékk ekki vinnu eins og gengur,“ útskýrir Katla en parið ákvað því að opna versl- un í fremri hluta íbúðar þeirra að Skúlagötu 63. Hönnun Kötlu mæltist vel fyrir og verslunin lukkaðist svo vel að Katla og Gunnar neyddust til að flytja út. „Núna erum við með saumastofuna í búðinni og þar sem þetta var áður íbúð er þar bæði að finna eldhúsaðstöðu og stofu,“ segir Katla sem fékk góða hug- mynd til að nýta aðstöðuna sem er jú óvenjuleg í verslun. „Okkur datt í hug að sniðugt væri að bjóða saumaklúbbum og öðrum kvenna- hópum að halda saumaklúbba hér og losna þannig við allt umstangið heima. Þannig fáum við kynningu og þær góða aðstöðu og þurfa ekki að þrífa eftir sig. Við sjáum um það,“ segir Katla. Hún bætir við að konum sé frjálst að koma með eigin mat en einnig geti hún séð um að panta mat fyrir hópinn. Í Volcano er pláss fyrir allt að tólf konur í einu. En hvað með karlana? „Við erum eingöngu með vörur fyrir konur eins og stendur en við stefnum á að vera með karlalínu seinna meir,“ svarar Katla. Hún er nú innt eftir því hvað hún bjóði upp á í Volcano Design. „Við erum með föt fyrir sjálfstæðar, skapandi og töff konur á öllum aldri. Við leggjum áherslu á að flíkurn- ar séu klæðilegar á jafnt grönn- um sem kvenlega vöxnum konum, séu þægilegar, smart og gagnleg- ar,“ segir hún og bætir við að hún leggi áherslu á margbreytileika flíkanna. „Þú átt að geta verið í fötunum í vinnunni, bætt við einu belti og verið komin í veisluklæðnað,“ segir Katla sem hannar einnig fylgi- hluti sem seldir eru í verslun hennar. Þeir sem vilja kynna sér nánar hönnun Kötlu geta leit- að eftir upplýsingum á www.volcanodesign.is. solveig@frettabladid.is Bjóða konum að halda saumaklúbb í versluninni Katla Hreiðarsdóttir og Gunnar Páll Viðarsson eiga hönnunarfyrirtækið Volcano Design. Verslunin er í gamalli íbúð þeirra á Skúlagötu. Þau vilja bjóða saumaklúbbum að halda fyrirpartí í stofunni sinni. Katla og Gunnar Páll í gömlu stofunni sinni sem nú er hluti af versluninni Volcano Design á Skúlagötu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BJÖRN THORODDSEN spilar ásamt mörgum af helstu gít- arsnillingum landsins á tónleikum í dag og á morgun klukkan 21 í Salnum í Kópavogi. Þetta er í fjórða sinn sem Björn heldur gítar- veislu sína og aldur meðleikara hans spannar frá 22 ára til 79 ára. „Við leggjum áherslu á að fötin séu klæðileg jafnt á grönnum sem kvenlega vöxn- um konum.“ Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16 ÚTSALA 20-50% afsláttur Úlpur - Kápur - Jakkar - Peysur - Húfur Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Lín Design, gamla sjónvarpshúsið Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is 10% auka afsláttur af allri útsöluvöru Allt að 60% afsláttur af völdum vörum ÚTSÖLULOK Föstudag og laugardag Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 Föstudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.