Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 28
2 föstudagur 22. janúar helgin MÍN núna ✽ á döfinni um helgina augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Vallgarður Gíslason Ristjóri Anna M. Björnsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 É g fæddist einmitt þann 23. jan- úar árið 1985 og ákvað að fagna tuttugu og fimm ára afmæli mínu með stæl,“ segir tónlistarmaður- inn Davíð Berndsen sem heldur útgáfu- tónleika á Akureyri á laugardagskvöld- ið. Plata Davíðs, Lover in the Dark, hefur fengið mikla spilun í útvarpi og augljóst að popp undir áhrifum níunda áratug- arins höfðar sterkt til ungs fólks í dag. „Ég hef alltaf sótt mikið í þesa fallegu „eighties“-tóna,“ útskýrir Davíð sem kallar sig Berndsen. „ Fer ekki allt enda- laust í hringi, bráðum fer tíska tíunda áratugarins að komast aftur í tísku,“ segir hann og hlær. En af hverju að halda tónleika á Akureyri? „ Mamma er frá Hrísey, pabbi er frá Akureyri og ég fæddist þar og var þar í nokkra mán- uði sem smábarn,“ útskýrir hann. „Ég var búinn að heyra svo margar sögur um Sjallann að mér fannst tilvalið að fagna því að verða hálffimmtugur með því að halda ball þar. Mér fyndist líka skemmti- legt ef fólk myndi mæta með sannkall- aðan „eighties“-fíling og jafnvel dressa sig upp í tilefni kvöldsins.“ Ekkert útlit er fyrir snjó um helgina fyrir norðan og því ekkert tækifæri til að skella sér á skíði. „Það er því eina vitið fyrir alla þá námsmenn sem ætluðu á skíði að skella sér bara á djammið á Sjallanum,“ segir Davíð. Honum til liðsauka á laugardags- kvöldið eru hljómsveitirnar Retro Stef- son og Oculus og forsala verður í Imp- erial á Glerártorgi og það kostar þúsund krónur inn. - amb Berndsen heldur upp á afmæli sitt með stæl Stefnir í trylling á Sjallanum Vona að fólk mæti í „eighties“-fíling Davíð Berndsen segir eina vitið að djamma á laugardaginn þar sem snjóinn vanti í brekkurnar. H eilsuræktarstöðin Nordica Spa á Hilton-hótelinu á Suð- urlandsbraut er farið af stað með sín vinsælu lúxusnámskeið en þau hafa verið sótt af mörgum þekktum Íslendingum. „Flestir eru að ná mjög góðum árangri en aðaláherslan á námskeiðunum er þó ekki að léttast skyndilega held- ur að fólki líði almennt betur og geti tileinkað sér heilbrigðari lífs- venjur,“ útskýrir Ragnheiður Birg- isdóttir, framkvæmdastjóri Nord- ica Spa. „Skammdegið orsakar líka orkuleysi og slen og með breyttu mataræði og hreyfingu vakn- ar fólk hressara og finnur ekki fyrir þreytu síðdegis og á kvöld- in. Það hefur verið fullt í nánast alla hópana frá því um árslok 2008 og margir sem taka eitt námskeið koma aftur á annað,“ segir Ragn- heiður. Þátttakendur eru undir leiðsögn fimm daga í viku og fá þar að auki góða fræðslu varðandi mataræði og næringu. - amb Stútfullt á lúxusnámskeið: Skynsemi, ekki skyndilausnir Leiðsögn hjá einkaþjálfara Gunnar Már útskýrir hvernig mataræði hefur bein áhrif á aukna líkamsorku. ÓLÉTT OG SÆT Ofurfyrirsætan Claudia Schiffer gengur með þriðja barn sitt og er nú komin fjóra mánuði á leið. Hér sést hún á gangi um Nott- ing Hill-hverfi Lundúna í gær. FÖSTUDAGUR MÆLIR MEÐ Sýningu Maríu Dalberg, Bjark- ar Viggósdóttur og Hörpu Rúnar Ólafsdóttur í Crymo Gallerí sem opnar á laugardagskvöldið en þær verða með vídeóverk, skúlptúra og innsetningar. Tónleikum Insol í Havaríi á laugar- daginn klukkan 16. Frumsamin lög eins og „Hvenær á Íslandi mun rísa stjörnusambandsstöð?“ Einstakur og einlægur. Noodle station á Skólavörðustígn- um var að opna á ný. Dásamlega matarmikil og ódýr súpa sem lætur alla falla í stafi. Verkinu Bráðum hata ég þig eftir Sigtrygg Magnason í Nemendaleik- húsinu í Smiðjunni sem var frum- sýnt í gær. SIGRÚN LILJA GUÐJÓNSDÓTTIR SKÓHÖNNUÐUR Ég ætla að byrja helgina á að dekra aðeins við karlinn á bónda- daginn. Þar að auki ætla ég að hvíla mig vel á milli þess sem ég ætla að hanna á mig kjóla sem ég tek svo með mér út til að vera í á tískuvikunni í New York! Fullt hús listamanna Opnun á sýninguna Ljóslitlífun í Hafnarhúsinu síðasta föstudag var afar vel sótt og var stútfullt af fallegu fólki sem kom til að sjá verk listamann- anna Sigtryggs Berg, Þórdísar Aðalsteinsdótt- ur og Gabríelu Friðriksdóttur. Gestir nutu þess að súpa á létt- víni og hlusta á hressandi tóna DJ Musician. Straumurinn frá Hafnar- húsinu stefndi svo beint yfir á bar- inn Bakkus þar sem goth-stemning sveif yfir vötnum í afmæli Sólveigar Pálsdóttur myndlistarkonu. Meðal þeirra sem skemmtu sér á Bakkus voru Davíð Örn Halldórsson, Gabrí- ela Friðriksdóttir, Krummi Björg- vinsson og Anna Clausen. Óli Ofur verður að stjörnu Ljóst er að auglýsingaherferð fyrir plötusnúðinn Óla Ofur hefur geng- ið vel. Plaköt af hinum dularfulla Óla skreyttu veggi borgarinnar og baksíðu Frétta- blaðsins til að auglýsa kvöld á NASA um síð- ustu helgi og má með sanni segja að Óli þessi hafi orðið að hálf- gerðri súper- stjörnu í kjölfarið en troðfullt var á kvöldinu þar sem fólk steig trylltan dans við mínimal- ískt teknó. þetta HELST Stórleikur Þorsteins Gunnarssonar Enginn vafi leikur á því að Þor- steinn Gunnarsson stelur senunni í uppsetningu Vesturports á Faust í Borgarleikhúsinu. Þorsteinn, sem er einnig menntaður arkitekt, hefur ekki stigið á svið í tíu ár en þá var hann í Kristnihaldi undir Jökli. Meðal þess sem Þorsteinn hefur afrekað á arkitektasviðinu er einmitt bygging Borgarleik- hússins við hlið Kringlunn- ar. Athygli vekur hversu hóg- vær Þorsteinn er gagnvart fjöl- miðlum en hann hefur afþakkað að koma í viðtöl við alla stærstu fjöl- miðla landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.