Samtíðin - 01.11.1958, Blaðsíða 33

Samtíðin - 01.11.1958, Blaðsíða 33
SAMTÍÐIN 29 FRÆGUR fiðluleikari varð svo hrifinn af frumskógi einum suður í Afríku, að liann þreif fiðlu sína og fór að spila. Ljón, tígrisdýr, fílar og annar ámóta fénaður rann brátt á hljóðið, og urðu kvikindin svo berg- numin af tónlistinni, að þeim kom ekki til hugar að gera spilaranum mein. Allt i einu kom hundgamall lébax-ði þjótandi í loftköstum, drap fiðlarann og át hann. Nhllidýrin urðu þrumulostin af skelfingu. Loks stundi ljónið upp: „Hvernig gaztu fengið af þér að gera þetta?“ Lébarðinn bar hramminn upp að eyx-anu og sagði: „Ha-a-a?“ Hann var heyrnarlaus. KONA NOKKUR ók bil með ofsa- hraða eftir götu í París. Lögreglu- þjónn gaf henni merki um að nema staðar og spurði, hvað þetta ætti að uierkja. Konunni varð ekki svara- fátt; húix sagði: „Ég er að elta manninn nxinn, sem er hér á undan í bil með annarri konu“. Þá var löggæzlumanninum öllum lokið, og liann livíslaði: „Afram! Afranx! Eltið þau!“ KJÖTSALI auglýsti i glugga vei’zl- uuar sinnar senx hér segir: Höfum ueyðzt til að loka vegna óskilvísi við- skiptavina okkar. Skrá yfir nöfn skuldaþi’jótanna verður birt hér inn- an skamms. Viðskiptanxennirnir flýttu sér allt hvað af tók að greiða kaupmanni skuldir sínar, og búðin var opnuð aftur áður en vai’ði. Alls konar prentun, stór og smá, einlit og fjöllit. Ef þér þurfii á prentvinnu að halda, þá leitið upplýsinga hjá okkur um verð og tilhögun. — Prentsmiðjan ODDI h.f. Grettisgötu 16. Sími 12602.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.