Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 33
22. janúar föstudagur 7 Besti leikari allra tíma: Þetta er erfið spurning … Eftirlætis leikverk: Ég á mér hvorki uppáhalds- leikara né uppáhaldsleikverk. Ég verð að játa það. Land sem þú átt örugglega eftir að heimsækja: Það gæti til dæmis verið Argentína og reyndar Suður- Ameríka öll. Leynd perla í Reykjavík: Lítið kaffihús sem heitir Mar- engs og er á annarri hæð í Listasafni Íslands. Þar má fá súpu í hádeginu, ævintýra- legan eftirrétt á eftir og njóta sýninga Lista- safnsins á sama tíma. Fallegasti staður á Íslandi: Ég er einlægur að- dáandi Snæfellsness og ver þar drjúgum hluta af hverju sumri. Fyrirmynd þín í lífinu: Fjölskyldan mín. bræðrasögu og okkar verk byggir aftur bæði á Gerplu og ákveðnum hlutum úr Fóstbræðrasögu.“ Það er örugglega snúið verk að setja verkið á auðskiljanlegt mál, enda bjó Laxness í raun til nýtt tungumál fyrir Gerplu. „Stund- um þarf maður að lesa síðurnar í Gerplu nokkrum sinnum til að átta sig á því hvert er verið að fara. Inn á milli eru svo orð sem maður hrein- lega skilur ekki. Það er erfitt að ætla að segja 500 manns þessa sögu og þess vegna þurfum við að rýna í textann og skýra hann. Það er heilmikið verk en það er ekki hægt að setja skáldsögu beint á svið. Leikhúsið verður að fara höndum um efnið og móta það upp á nýtt. Í því ferli gerist auðvitað margt sem áhorfendur geta ekki séð fyrir,“ segir Björn, sem er sannfærður um að verkið eigi eftir að vekja mikla athygli. MARGT ANNAÐ EN LEIK- LIST Þau Unnur og Björn kynntust í leik- félagi MH en voru þá bæði búin að vera á sviði frá því að þau voru krakkar. Ef frá eru skilin nokkur mótþróaár hjá Unni, þar sem henni þótti leiklist glötuð, hafa þau því bæði alltaf viljað vera leikarar. En þau eru þó hvorugt á því að þau vilji vera leikarar alla ævi. Unnur: „Við erum þannig fólk að við erum alltaf að spá í hvað við ætlum að verða þegar við verðum stór. Eins og við erum heppin og ánægð með þetta starf, þá ætlum við ekkert endilega að eldast í leik- húsinu. Ég hef aldrei séð fyrir mér að ég muni leika lengi. Það er ein- hver ólga í mér, þörf fyrir að prófa meira og læra meira. Ég hef verið að leikstýra líka og hef áhuga á að vera meira í því. En við Bjössi eigum þetta samtal einu sinni í viku: Hvernig verður framtíðin?“ Björn: „Það eru ekkert mjög margir sem ílengjast í leikhúsinu. Ef þú horfir yfir senuna erum við Unnur akkúrat núna á hápunkti hvað aldurinn varðar. Við erum á þeim aldri þar sem flestar rull- ur eru í boði. Eftir nokkur ár verð- ur það ekki þannig og þá er þetta bara dálítið einfalt dæmi um fram- boð og eftirspurn. Ætlar maður að fara að berjast um rullurnar eða á maður bara að fara að gera eitt- hvað annað?“ Unnur: „Við erum alla vega sam- mála um að um leið og okkur fer að leiðast hættum við að leika.“ Björn: „Þetta er einmitt lykilsetn- ingin. Um leið og þú missir ástríð- una hlýturðu að vilja færa þig. En á meðan þetta er svona skemmti- legt og við erum að vinna með góðu fólki, vinum okkar, og takast á við ögrandi verkefni, þá auðvitað ílengist maður.“ EFTIRMINNILEG HLUTVERK Þau hafa fylgst með hvort öðru takast á við fjölda hlutverka frá því á menntaskólaárunum. Er eitt- hvert hlutverk sem hitt hefur leik- ið sem þeim þykir alveg sérstak- lega eftirminnilegt? Unnur: „Þegar við vorum saman í leikfélaginu í MH lék Bjössi þroskaheftan mann á geðveikra- hæli. Hann lék það svo vel að það héldu allir að hann væri þroska- heftur í alvöru og þeim fannst frábært að leikfélagið skyldi hafa þroskahefta strákinn með í leik- ritinu. Þótt ótrúlegt megi virðast féll maður nú fyrir honum þarna. Það sem mér finnst heillandi og sexí við fólk eru hæfileikar. Þarna sá ég strax hvað hann er góður leikari.“ Björn: „Já, þarna toppaði maður sig, sextán ára gamall. Síðan hefur leiðin legið hægt og rólega niður brekkuna … En ég man hins vegar vel eftir Unni í hlutverki Dottie í uppsetningu okkar á Killer Joe, þar sem við lékum í fyrsta sinn stór hlutverk á móti hvort öðru. Leik- list snýst svo mikið um að kasta brothættri glerkúlu á milli sín. Ef hún dettur niður og brotnar sjá það allir. Þess vegna geta leiksenur verið svo mikill línudans. Kannski var það af því við þekkjumst svo vel og það ríkir svo mikið traust á milli okkar, en það var óhemju skemmtilegt að vinna þessa sýn- ingu og mér fannst Unnur glansa í hlutverkinu.“ KFERILSINS ✽ b ak v ið tj öl di n Björn Thors Það er óþarfi að eldast um aldur fram Dr. Earl Mindell: “Hver sem er á að geta haft útlit og líðan fyrir að vera 5-15 árum yngri en hann er.” Eftir langvarandi vanlíðan prófaði ég Life Extension. Strax á fyrsta Aukið álagsþol og jafnvægi, dregur úr streitu, vær svefn og léttari lund. Næring fyrir DNA og RNA starfsemi frumanna. Hefur áhrif á teygjanleika og stinnleika líkamans. Góður árangur við síþreytu, vefjagigt og vöðvabólgu Fæst í apótekum, Heilsuhúsinu og Fríhöfninni. 2 mánaða skammtur · www.celsus.is Gréta Mörk, hjúkrunarfr. 54 ára: glasi leið mér verulega betur. Þrek og lífsþróttur hefur aukist stórum, ég sef betur og þoli miklu meira álag. Er léttari og jákvæðari í skapi og er orðin félagslyndari. Mér finnst ég vera áratugum yngri. Húðin er orðin mýkri, hrukkurnar færri og frískari yfirbragð. Ég mun taka Life Extension inn áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.