Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 34
8 föstudagur 22. janúar tíðin ✽ hönnun og heilsa FLASKA MEÐ H-I Sumarið 2000 vann ég sem sjálfboðaliði í flótta- mannabúðum í Ser- bíu. Einn gamall maður í búðunum gaf mér þessa flösku og hafði hann smíðað saman þetta H inni í flöskunni. SVART/HVÍT MYND Þetta er mynd af mömmu minni, Rann- veigu Jóhannsdótt- ur, þegar hún var 18 ára og var sjónvarps- stjarna í Stundinni okkar. Myndina, sem er prentuð á viðar- plötu, þykir mér sér- staklega vænt um og hún hefur fylgt mér lengi. HVÍTT OG BLEIKT MÁL- VERK Málverk eftir Guð- rúnu Einars sem systir mín gaf mér þegar ég útskrif- aðist úr lögfræði og mér finnst fallegt og róandi. MYNDAVÉL Kærastinn minn gaf mér nýverið þessa myndavél og er ég einstaklega spennt fyrir að hella mér út í að næra ljósmyndunaráhugamálið þegar prófkjörstörn- in er yfirstaðin. HÁLSMEN Hundana keypti ég í New Orleans þar sem ég var að taka þátt í hátíðarráðstefnu vegna 10 ára afmælis alþjóðlegu V-dags-samtakanna sem var ótrúleg upplifun. Þar var einblínt á stöðu kvenna í náttúruhamför- um eins og þeim sem dundu yfir New Orleans. Hundarnir eru úr plasti, en ég setti þá á silfurkeðju og nota mjög mikið sem fínasta púss. KJÓLLINN Uppáhaldsflíkin mín er þessi grái kjóll sem ég er í á myndinni. Hann er úr versluninni Birnu á Skólavörðustíg. HILDUR SVERRISDÓTTUR lögfræðingur TOPP 7 PELS Systir mín gaf mér þennan pels fyrir milljón árum. Hún keypti hann í Sádi-Arabíu, ef- laust af einhverjum glæpamönnum. Bandaríski heilsugúrúinn Harley Pasternak var að gefa út bók sem hefur vakið mikla athygli vestanhafs. Bókin sú nefnist The 5-Factor World Diet og fjallar um alls kyns sniðug ráð sem varða heilsu og mat- aræði og hafa þróast í hinum ýmsu löndum heims. „Feitasta þjóð heims er Bandaríkjamenn og ég ákvað að einblína á hvað aðrar þjóðir eru að gera rétt, í staðinn fyrir að skoða hvað við erum að gera rangt,“ segir Past- ernak. „Ég uppgötvaði að einn hollasti matur í heimi er fisk- ur. Japanar eru ein heilbrigðasta þjóð í heimi og þeir borða mik- inn fisk. Einnig passa þeir regl- una „hacha bume“ sem þýðir að borða aðeins þar til þeir eru 70 prósent saddir í stað þess að belgja sig út af mat eins og við gerum.“ Pasternak segir Frakka passa að borða staðgóðar og hollar máltíðir og borða ekkert milli mála, Grikkir og Kínverj- ar eru með holla smárétti í stað nokkurra þungra rétta og Spán- verjar og Ítalir leggja sig iðu- lega síðdegis sem er víst mjög gott því að stressað og þreytt fólk borðar meira en góðu hófi gegnir. Hann bætir við að Frakk- ar og Ítalir fari ekki endilega í ræktina en hafi vanið sig á að ganga á milli staða eða fá sér góðan göngutúr eftir málsverð og eðlileg hreyfing sé hluti af lífi þeirra. Bókin fæst á Amaz- on.com - amb Ný bók um mataræði Heilsuráð frá öllum heimshornum Borðið meiri fisk Heilsugúrúinn Harley Pasternak er með skynsamleg heilsuráð í nýrri bók. Lambakjöt með tzatziki. Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona í fótbolta er á leið í atvinnumennsku í sterkustu deild heims í Bandaríkjunum. ÚTSALA Í FULLUM GANGI Nú er hver að verða síðast- ur til að gera frábær kaup á íslenskri hönnun. Í Fabelhaft á Lauga- vegi er til dæmis hægt að fá fallegar spangir frá Thelmu með 40 prósenta afslætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.