Fréttablaðið - 22.01.2010, Síða 34

Fréttablaðið - 22.01.2010, Síða 34
8 föstudagur 22. janúar tíðin ✽ hönnun og heilsa FLASKA MEÐ H-I Sumarið 2000 vann ég sem sjálfboðaliði í flótta- mannabúðum í Ser- bíu. Einn gamall maður í búðunum gaf mér þessa flösku og hafði hann smíðað saman þetta H inni í flöskunni. SVART/HVÍT MYND Þetta er mynd af mömmu minni, Rann- veigu Jóhannsdótt- ur, þegar hún var 18 ára og var sjónvarps- stjarna í Stundinni okkar. Myndina, sem er prentuð á viðar- plötu, þykir mér sér- staklega vænt um og hún hefur fylgt mér lengi. HVÍTT OG BLEIKT MÁL- VERK Málverk eftir Guð- rúnu Einars sem systir mín gaf mér þegar ég útskrif- aðist úr lögfræði og mér finnst fallegt og róandi. MYNDAVÉL Kærastinn minn gaf mér nýverið þessa myndavél og er ég einstaklega spennt fyrir að hella mér út í að næra ljósmyndunaráhugamálið þegar prófkjörstörn- in er yfirstaðin. HÁLSMEN Hundana keypti ég í New Orleans þar sem ég var að taka þátt í hátíðarráðstefnu vegna 10 ára afmælis alþjóðlegu V-dags-samtakanna sem var ótrúleg upplifun. Þar var einblínt á stöðu kvenna í náttúruhamför- um eins og þeim sem dundu yfir New Orleans. Hundarnir eru úr plasti, en ég setti þá á silfurkeðju og nota mjög mikið sem fínasta púss. KJÓLLINN Uppáhaldsflíkin mín er þessi grái kjóll sem ég er í á myndinni. Hann er úr versluninni Birnu á Skólavörðustíg. HILDUR SVERRISDÓTTUR lögfræðingur TOPP 7 PELS Systir mín gaf mér þennan pels fyrir milljón árum. Hún keypti hann í Sádi-Arabíu, ef- laust af einhverjum glæpamönnum. Bandaríski heilsugúrúinn Harley Pasternak var að gefa út bók sem hefur vakið mikla athygli vestanhafs. Bókin sú nefnist The 5-Factor World Diet og fjallar um alls kyns sniðug ráð sem varða heilsu og mat- aræði og hafa þróast í hinum ýmsu löndum heims. „Feitasta þjóð heims er Bandaríkjamenn og ég ákvað að einblína á hvað aðrar þjóðir eru að gera rétt, í staðinn fyrir að skoða hvað við erum að gera rangt,“ segir Past- ernak. „Ég uppgötvaði að einn hollasti matur í heimi er fisk- ur. Japanar eru ein heilbrigðasta þjóð í heimi og þeir borða mik- inn fisk. Einnig passa þeir regl- una „hacha bume“ sem þýðir að borða aðeins þar til þeir eru 70 prósent saddir í stað þess að belgja sig út af mat eins og við gerum.“ Pasternak segir Frakka passa að borða staðgóðar og hollar máltíðir og borða ekkert milli mála, Grikkir og Kínverj- ar eru með holla smárétti í stað nokkurra þungra rétta og Spán- verjar og Ítalir leggja sig iðu- lega síðdegis sem er víst mjög gott því að stressað og þreytt fólk borðar meira en góðu hófi gegnir. Hann bætir við að Frakk- ar og Ítalir fari ekki endilega í ræktina en hafi vanið sig á að ganga á milli staða eða fá sér góðan göngutúr eftir málsverð og eðlileg hreyfing sé hluti af lífi þeirra. Bókin fæst á Amaz- on.com - amb Ný bók um mataræði Heilsuráð frá öllum heimshornum Borðið meiri fisk Heilsugúrúinn Harley Pasternak er með skynsamleg heilsuráð í nýrri bók. Lambakjöt með tzatziki. Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona í fótbolta er á leið í atvinnumennsku í sterkustu deild heims í Bandaríkjunum. ÚTSALA Í FULLUM GANGI Nú er hver að verða síðast- ur til að gera frábær kaup á íslenskri hönnun. Í Fabelhaft á Lauga- vegi er til dæmis hægt að fá fallegar spangir frá Thelmu með 40 prósenta afslætti.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.