Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 46
BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðs- sonar 26 22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ekkert mál. Fá einn stóran. Á þinn reikning. Hvers konar staður er þetta eiginlega, fylgja engar salthnet- ur með? Þú ert enn með neistan. Alveg rétt hjá þér! Guði sé lof. Loksins smá friður. Tekurðu aðeins við af mér,? Svoleiðis var það áður fyrr en núna er nýr eigandi og hann er nískupúki. Mamma, má ég fá tvö þúsund krónur? Til hvers? Það er eitt gott lag á þessum geisladiski. Viltu ekki bara ná í það á Netinu? Þú hefur sagt að það væri eins og að stela. Það er það líka. En að borga tvö þúsund krónur fyrir eitt gott lag er nátt- úrlega bara rán um hábjartan dag! Hæ, sæta Ég heiti Varði – og ég er alltaf á varðbergi. Ég held ég fái svona jólatrés- fót líka. Ástin mín, við eigum sex svona heima. Já, ég veit, en þessi er öðruvísi. Hvernig þá? Ég þarf ekki að taka til í bíl- skúrnum til að finna hann. Ég hef áður viðrað þá kenningu að hlut-skipti stuðningsmanna íslensks íþrótta- landsliðs sé ekki ósvipað því að eiga alkó- hólískan helgarpabba. Oftar en ekki er hann með allt niðrum sig og þegar maður er við það að missa á honum alla trú tekur hann sig á og verður í einu vetfangi besti pabbi í heimi. Alveg þangað til hann hras- ar næst. Leikurinn við Serba á þriðjudag rímar vel við þessa kenningu. EF stuðningsmenn landsliðsins eru eins og börn alkóhólistans eru íslensku íþrótta- fréttamennirnir eins og afinn og amman sem neita að viðurkenna að litli silfur- strákurinn þeirra eigi við vandamál að stríða. Það þykir til dæmis alltaf mikil ósvinna að dæma skref á íslenska liðið. Strákarnir okkar stíga aldrei of mörg skref – ef þeir gera það er það vegna þess að einhver annar lét þá gera það. EINS og títt er með aðstandendur alkóhólista erum við sem styðj- um liðið dálítið meðvirk. Um árið var til dæmis bannað að reiðast yfir lélegu gengi á stórmótum; við áttum alltaf að vera upp- byggileg og hugsa fallega til landsliðsins sama hvað yfir dyndi. Þegar Íslendingar lögðu Spánverja í undan- úrslitum í Peking voru fyrstu viðbrögðin ekki þau að við myndum keppa um gullið, heldur að við værum búin að „tryggja okkur silfrið“. Og þegar liðið tapaði í úrslitaleiknum var soðinn saman þvættingurinn „gott silfur er gulli betra“. Þetta hreinræktaða lúseraviðhorf gengur gegn öllum lögmálum kappleikja; þetta er eins og að segja að tap sé betra en sigur. ÞAÐ er kominn tími til að spyrna fótum gegn meðvirkninni. Þegar íslenska landslið- ið glutrar niður unnum leik í jafntefli er það ekki aðeins réttur okkar, heldur skylda að segja því til syndanna. Við eigum að finna því allt til foráttu að Snorri Steinn var lát- inn taka vítið í lokin á móti Serbum, búinn að vera ískaldur allan leikinn. Ólíkt vítinu var þetta óverjandi ákvörðun. Þetta var eins og að fá annað tækifæri til að semja um Icesave og senda Svavar Gestsson aftur. REIÐIN varir hins vegar aldrei lengur en tilefni er til; það eina sem Snorri Steinn þarf að gera til að komast aftur í náðina er að skora úr næsta víti. Þetta er fegurðin við íþróttir – það er enginn í skotgröfum. Reið- in er bara skjól meðan vonbrigðaélið geng- ur yfir. Ef við reiddumst ekki þegar lands- liðið leikur undir getu myndum við varla gleðjast þegar það stendur sig í stykkinu. Þetta er ekki tvískinnungur heldur ástríða. Og án hennar væri tilgangslaust að eiga landslið. Meðvirkni eða ástríðu? OPIÐ VIRKA DAGA 10 – 18 LAU. 11 – 16 SUN. 13 – 16 Faxafen 12 S. 533-1550. VERÐHRUN Barnaföt Flíspeysur 1.990,- Softshell 3.990,- Úlpur 3.990,- Snjóbuxur 6.990,- Smávara ofl. Dömu & herra Skyrtur 1.990,- Buxur 1.990,- Softshell 3.990,- Úlpur 5.990,- Snjóbuxur 7.990,- 3 í 1 úlpur 9.990,- Skór 5.990,- Smávara ofl. Verðdæmi Verðdæmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.