Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 50
30 22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Í kvöld kl. 21 Ellefta Grasrótarkvöld Gogoyoko og Reykjavík Grapevine verður haldið á Hemma og Valda í kvöld. Á tón- leikunum koma fram þrír listamenn. ThizOne flytur fjölbreyttan elektró- seið með óhugnanlegum undirtóni. Arnljótur leikur sér með gítardrifnar upptökur og fjölrása segulbandstæki og Felonius Monk spilar sækadel- íska takta. Frítt er inn á tónleikana. > Ekki missa af … Sænski dúettinn Wildbirds & Peacedrums heldur tónleika í Norræna húsinu í kvöld. Hann er hér við upptökur með Ástralanum Ben Frost. Dúett- inn, sem skipaður er hjónum, byggir frumlega tónlist sína á söng og takti og hefur gert tvær plötur. Tónleikarnir hefj- ast kl. 21 og Hildur Guðnadótt- ir kemur einnig fram. Góðir Íslendingar eftir þá Jón Pál Eyjólfsson, Hall Ingólfsson og Jón Atla Jónasson verður frumsýnt í kvöld. Verkið tekur upp þráðinn þar sem Þú ert hér hætti. „Það sem við gerum í leikhópn- um er að fjalla um íslenskt samfé- lag á hverjum tíma og við reynum að vera eins nálægt kvikunni og við getum,“ segir Jón Atli Jónas- son, sem skrifar Góðir Íslending- ar ásamt Jóni Páli Eyjólfssyni og Halli Ingólfssyni. Verkið verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleik- hússins í kvöld. Þremenningarn- ir skrifuðu og léku í sýningunni Þú ert hér, sem hlaut mikið lof og athygli í fyrra og þótti vera hárfín krufning á ástandi þjóðfélagsins eftir hrun. Í Góðum Íslendingum er haldið áfram á sömu braut, en þessi sýning er mannfrekari því fimm leikarar taka þátt í sýning- unni auk þremenninganna. „Við tökum á ástandinu sem manni finnst ríkja í dag,“ segir Jón. „Það er rosaleg reiði, gremja, ótti og ringulreið. Nú er ekki talað um annað en hvort við eigum að sam- þykkja Icesave-samninginn eða ekki. Undirliggjandi er þó miklu stærri samningur sem við höfum ekki formað og hvað þá undirritað. Það er samningurinn um það hvers konar þjóð við ætlum að vera.“ Jón Atli segir að fólk ætti að koma á sýninguna af því það sér sjálft sig í verkinu og fólkið í kring- um sig. „Þessi tilraunastofa okkur birtir kannski ekki neina lausn út úr vandanum, en hún sýnir von- andi hvar við erum og stingur inn hjá fólki hugmyndum um það hvert við gætum farið.“ Viðbrögð áhorfenda við Þú ert hér voru mjög mismunandi og Jón Atli á von á að það verði líka persónubundið hvernig fólk upp- lifi nýja verkið. „Okkar tilgangur hefur aldrei verið að vera einhverj- ir skemmtikraftar,“ segir hann. „Það kom okkur mest á óvart hvað fólk hló mikið á Þú ert hér. Öðrum stökk reyndar ekki bros. Við erum ekki að gera farsa. Ég vil ekki að fólk komi á sýningu og hugsi − ó, hvað við Íslendingar erum fokkt − og fari svo bara heim og panti sér pitsu. Maður vill breyta skynjun áhorfandans og vonar að sýning- in setji í gang eitthvað hjá honum. Sýningin á ekki að vera eins og að fara í sturtu.“ drgunni@frettabladid.is Ekki eins og að fara í sturtu REIÐI, ÓTTI OG RINGULREIÐ Jón Atli Jónasson og félagar taka á ástandinu í Góðir Íslendingar. MYND/GRÍMUR BJARNASON Uppfærsla Íslensku óperunnar á Ástardrykknum eftir Donizetti hlaut afbragðsgóðan dóm í heilsíðu- umfjöllun í nýjasta hefti eins virt- asta óperutímarits heims, Opera Now. Gagnrýnandinn Ingrid Gäf- vert hrósar sérstaklega íslensku söngvurunum: „Garðar Thór Cort- es var fullkominn Nemorino, ung- legur og hjartanlega einlægur á sviðinu, með ítalskan blæ sem var sérstaklega fallegur í mjúkum, lágværum köflum og sýndi sig vel í hinu gælandi Una furtiva lag- rima. Sem Adina passaði Dísella Lárusdóttir fullkomlega við hann í lýrískum yndisleika, peppuðum upp af öruggum og glitrandi háum tónum. Hin svala og sjálfsörugga ljóska í smart svörtum og fjólublá- um fötum var ekki síður tjáning- arrík en Cortes og jafnvægið sem þau náðu í leikgleði og hjartasár- um var eftirtektarvert.“ Lokasýningin á Ástardrykknum er í kvöld kl. 20. Er þetta fimmta aukasýningin sem bætt var við upphaflegan sýningarfjöldann. Frábærir dómar ÚR ÁSTARDRYKKNUM Garðar og Dísella: Ungleg og sjálfsörugg. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 22. janúar 2010 ➜ Tónleikar 16.00 Nemendur í Tónlistarskóla Akureyrar koma fram á tónleikum í Eymundsson við Hafnarstræti á Akur- eyri. Enginn aðgangseyrir. 21.00 Gítarveisla Björns Thoroddsen og félaga verður endurtekin í Salnum, Hamraborg í Kópavogi. Nánari upplýs- ingar á www. salurinn.is. 21.00 Grasrótarkvöld gogoyoko og Reykjavík Grapevine fer fram í Nýlendu- vöruverzlun Hemma og Valda við Laug- arveg. Fram koma ThizOne, Arnljótur og Felonius Monk. Enginn aðgangseyrir. 22.00 Sex hljómsveitir keppa um að vera fulltrúi Íslands í keppninni Global Battle Of The Bands. Keppnin fer fram á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu og fram koma: Bárujárn, Mikado, Útidúr, Wistaria, Nögl, Endless Dark ásamt gestasveitum. Húsið verður opnað kl. 21. ➜ Sýningar Kristinn G. Jóhannesson hefur opnað sýningu í Jónas Viðar Gallery við Kaup- vangsstræti á Akureyri. Opið fös. lau. og sun. kl. 14-18. ➜ Dansleikir Dj Valli Sport heldur uppi boogie- nights-stemningu á skemmtistaðnum Spot við Bæjarlind í Kópavogi. ➜ Leikrit 19.00 Leikhópurinn Munaðarleysingjar sýnir verkið Munaðarlaus eftir Dennis Kelly í Norræna húsinu við Sturlugötu 5. Nánari upplýsingar á www.nordice.is. Ath. nýr sýningartími. ➜ Fyrirlestrar 14.50 María Sigurðardóttir leik- hússtjóri LA fjallar um reynslu sína í leiklistarheimininum í erindi sem hún flytur í Samkomuhúsinu á Akureyri við Hafnarstræti. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir. 18.00 Sandra Kaffo flytur erindi um hráfæði, aðferðarfræði og tækni, hjá Maður lifandi við Borgartún 24. Nán- ari upplýsingar á www.madurlifandi.is. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Gítarveisla sem Björn Thorodd- sen stóð fyrir í Salnum í Kópavogi í nóvember sló svo hressilega í gegn að veislan verður endurtekin í kvöld og annað kvöld vegna fjölda áskorana. Á tónleikunum bauð Björn til sín mörgum af helstu gítaristum þjóðarinnar sem spil- uðu sín uppáhaldslög. Þarna mátti heyra og sjá listamenn á öllum aldri (sá yngsti var 22 ára, sá elsti 79 ára), spilandi alla stíla og var það mál manna að þarna hafi verið tekinn þverskurður af íslenskum gítarleik síðastliðin fimmtíu ár. Eftirtaldir gítaristar koma fram á tónleikunum: Tryggvi Hübner, Vilhjálmur Guðjónsson, Ólafur Gaukur Þórhallsson, Þorsteinn Magnússon, Björn Thoroddsen, Halldór Bragason, Jón Páll Bjarna- son, Sigurgeir Sigmundsson, Sævar Árnason, Gunnar Ringsted, Eðvarð Lárusson, Hjörtur Stein- arsson, Guitar Islancio og Þórður Árnason auk rythmasveitar sem skipuð er Jóhanni Hjörleifssyni og Jóni Rafnssyni. Sem áður segir verða tvennir tónleikar í boði, í kvöld og annað kvöld, í Salnum í Kópavogi. Hljóðritun frá tónleikunum í Salnum er komin út á disk. Þar má heyra fjórtán tóndæmi þar sem gítarleikaralandsliðið sýnir fimi sína. - drg Veislan endurtekin GÍTARAR SKOÐAÐIR Samhliða tónleikunum í fyrra var opnuð gítarasýning í Tón- listarsafni Íslands. Hér eru Björn Thoroddsen, Jón Páll Bjarnason og Ólafur Gaukur Þórhallsson að virða fyrir sér einn safnmuninn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sýning á mótmælaskiltum Helga Hóseassonar hefst í sýningarsal Norræna hússins á morgun kl. 15. Helgi Hóseasson, sem oft var kallaður mót- mælandi Íslands, lést 6. september í fyrra eftir að hafa eytt stórum hluta ævi sinnar í að mót- mæla á horni Langholtsvegar og Holtavegar. Þar er ætlunin að koma fyrir minningarskildi um baráttuna. Helgi var smiður og handverksmaður góður og lagði mikla vinnu í skiltin fjölmörgu sem hann mótmælti með. Segja má að hvert þeirra sé listaverk út af fyrir sig. Stór hluti þessara skilta er nú í einkaeigu en náðst hefur samkomulag um að halda sýn- ingu á þeim auk þess sem ljósmyndir eftir Gunnar V. Andr- ésson af Helga með skiltin verða einnig til sýnis. Sýningin verður opin alla daga nema mánudaga fram til 14. febrúar. Aðgangur er ókeypis. - drg Í NORRÆNA HÚSINU Sýning á mót- mælaskiltum Helga hefst á morgun. Skilti Helga sýnd Brennuvargarnir (Stóra sviðið) Fös 22/1 kl. 20:00 U Fim 28/1 kl. 20:00 Ö Fös 5/2 kl. 20:00 U Mið 17/2 kl. 20:00 Ö Fim 18/2 kl. 20:00 Síð. sýn. Fös 12/2 kl. 20:00 Frums. U Lau 13/2 kl. 20:00 2. K U Fös 19/2 kl. 20:00 3 K Ö Gerpla (Stóra sviðið) Lau 20/2 kl. 20:00 4. K Ö Fim 25/2 kl. 20:00 Aukas. U Fös 26/2 kl. 20:00 5. K Ö Lau 27/2 kl. 20:00 6. K Ö Fös 5/3 kl. 20:00 7. K Ö Lau 6/3 kl. 20:00 8. K Ö Lau 23/1 kl. 15:00 Aukas. U Lau 23/1 kl. 19:00 U Fös 29/1 kl. 19:00 U Lau 30/1 kl. 15:00 U Lau 30/1 kl. 19:00 U Lau 6/2 kl. 15:00 U Lau 6/2 kl. 19:00 Ö Sun 14/2 kl. 15:00 Ö Oliver! (Stóra sviðið) Sun 14/2 kl. 19:00 Ö Sun 21/2 kl. 15:00 Ö Sun 21/2 kl. 19:00 Ö Sun 28/2 kl. 15:00 Ö Sun 28/2 kl. 19:00 Ö Sun 7/3 kl. 15:00 Ö Sun 7/3 kl. 19:00 Ö Sun 14/3 kl. 15:00 Sun 14/3 kl. 19:00 Ö Sun 21/3 kl. 15:00 Sun 21/3 kl. 19:00 Lau 27/3 kl. 15:00 Lau 27/3 kl. 19:00 Sun 28/3 kl. 15:00 Oliver!  MBL, GB. Nýjar sýningar komnar í sölu. „Besta leiksýning ársins“ MBL, IÞ. Síðasta sýning 18. febrúar. Miðasala hafin - tryggið ykkur sæti á fyrstu sýningar! Lau 23/1 kl. 15:00 Ö Sun 24/1 kl. 16:00 Ö Sindri silfurfi skur (Kúlan) Lau 30/1 kl. 15:00 Ö Sun 31/1 kl. 15:00 Ö Undurfalleg sýning fyrir yngstu leikhúsgestina! Lau 13/3 kl. 15:00 Frums. U Sun 14/3 kl. 13:00 U Sun 14/3 kl. 15:00 U Lau 20/3 kl. 13:00 U Lau 20/3 kl. 15:00 U Fíasól (Kúlan) Sun 21/3 kl. 13:00 U Sun 21/3 kl. 15:00 U Lau 27/3 kl. 13:00 Ö Lau 27/3 kl. 15:00 Ö Sun 28/3 kl. 13:00 Sun 28/3 kl 15:00 Lau 10/4 kl 13:00 Lau 10/4 kl 15:00 Sun 11/4 kl 13:00 Sun 11/4 kl 15:00 Sprellfjörug sýning um gleðisprengjuna ómótstæðilegu! Mið 27/1 kl. 20:00 Bólu-Hjálmar (Kúlan) Fim 28/1 kl. 20:00 Gestasýning Stoppleikhópsins. Aðeins tvær sýningar. GALLERY BRUNCH Borðapantanir í síma 552 5700 og á gallery@holt.is Bergstaðastræti 37 s. 552 5700 holt@holt.is www.holt.is BEINT Á BORÐIÐ Í HÁDEGINU Á LAUGARDÖGUM OG SUNNUDÖGUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.