Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 52
32 22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Söngkonan Ólöf Arnalds heldur tónleika í Þjóðmenningarhúsinu á laugardagskvöld. Þar flytur hún efni af væntanlegri plötu sinni, Innundir skinni. Á plötunni, sem kemur út í vor, eru fjölbreytt- ari útsetningar og hljóðfæra- notkun en á fyrstu plötu hennar, Við og við. Helstu hljóðfæraleik- arar plötunnar utan Ólafar eru þeir Davíð Þór Jónsson og Skúli Sverrisson. Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós stjórnaði upptökum. Davíð Þór mun einmitt spila með Ólöfu á tónleikunum á laugar- daginn, sem hefjast klukkan 20. Miðaverð er 2.000 krónur. Spilar af nýrri plötu ÓLÖF ARNALDS Ólöf spilar lög af vænt- anlegri plötu sinni í Þjóðmenningarhús- inu á laugardaginn. Umsjónarmaður næsta norræna klúbbakvölds JAJAJA, sem fer fram í London 15. apríl, verður Alexander Milas sem er ritstjóri hins virta þungarokkstímarits Metal Hammer. Milas mun velja þrjár hljómsveitir frá þremur mis- munandi löndum úr hópi umsækj- enda. Verði íslensk hljómsveit fyrir valinu veitir Útflutningsráð íslenskrar tónlistar, Útón, henni ferðastyrk sem nemur allt að 150 þúsund krónum. Þeim íslensku sveitum sem vilja sækja um er bent á síðuna www.sonicbids.com/ jajaja. Fjórar íslenskar hljóm- sveitir hafa þegar komið fram á kvöldum JAJAJA: Kira Kira, Bloodgroup, Sudden Weather Change og Leaves. Hammer á klúbbakvöldi BLOODGROUP Bloodgroup er ein þeirra hljómsveita sem hafa spilað á klúbba- kvöldi JAJAJA. Sex hljómsveitir taka þátt í úrslit- um keppninnar Global Battle Of The Bands á Sódóma Reykjavík í kvöld. Þær eru Nögl, Endless Dark, Bárujárn, Mikado, Útidúr og Wistaria. Voru þær valdar úr hópi sautján hljómsveita. Sigur- sveitin verður fulltrúi Íslands í lokakeppninni sem verður hald- in í London 27. apríl. Þar keppa hljómsveitir frá yfir þrjátíu lönd- um um titilinn besta nýja hljóm- sveit heimsins. Sigurlaunin eru tíu þúsund dollarar, tíu daga tón- leikaferð um Bretland og viku- dvöl í hljóðveri í London. Keppnin á Sódómu hefst klukkan 22 í kvöld og miðaverð er 500 krónur. Sex í úrslitunum NÖGL Hljómsveitin Nögl er ein þeirra sem keppa í úrslitunum á Sódómu í kvöld. Bretinn Ian Usher ákvað að selja líf sitt á uppboðssíðunni eBay sumarið 2008. Mán- uði síðar lagði hann af stað í ferðalag um heiminn þar sem hann var ákveðinn í að uppfylla hundrað markmið á jafnmörgum vikum. Ian heimsótti Ísland stuttu fyrir jól og meðan á dvöl hans stóð hugðist hann sjá Jökulsárlón og hin margrómuðu norð- urljós. Fréttablaðið hafði uppi á Ian nú fyrir stuttu þar sem hann var staddur í Livings- tone í Sambíu og spurði hann frétta. Aðspurður segist hann bæði hafa séð Jök- ulsárlónið og fengið að upplifa norðurljós- in, þótt þau hafi verið afskaplega dauf, og þar með uppfyllt bæði markmið sín. Auk þess heimsótti hann Gullfoss og Geysi og fór í sund í Laugardalslaug. „Ég tók tvo daga í að skoða lónið og svæðið þar í kring. Lónið sjálft var að mestu frosið og maður heyrði hvernig brast og dundi í jökl- unum inn á milli, sólin skein og það glitr- aði á ísinn í ljósinu. Þetta var mjög falleg upplifun. Ég sá einnig norðurljósin, en þau voru mjög dauf og ég varð hálf vonsvik- inn því ég hafði séð svo fallegar mynd- ir af þessu fyrirbæri,“ segir Ian. Hann segir dvölina á Íslandi hafa verið skemmti- lega og segir landið bæði heillandi og ein- stakt. „Ég veit samt ekki hvort ég gæti búið þarna, kuldinn var svo mikill. Ég er meira fyrir að ganga um í stuttbuxum og sandölum,“ segir hann og hlær. Ian heim- sótti fjölskyldu sína í Bretlandi um jólin og segist hafa komið mömmu sinni mikið á óvart með því að birtast óvænt heima hjá henni. Ian mun næst fljúga til Suður-Afr- íku og því næst til Síle þar sem hann ætlar að uppfylla enn fleiri markmið. Heimasíða Ians er www.100goals100weeks.com. - sm Uppfyllti markmið Íslandsferðar UPPLIFÐI NORÐURLJÓS Ian Usher heim- sótti Ísland stuttu fyrir jól og skoðaði meðal annars Jökulsárlón, Gullfoss og Geysi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Móðir tennisleikkonunnar Önnu Kournikovu var kærð fyrir van- rækslu á ungum syni sínum og á yfir höfði sér dóm þess efnis. Hinn fimm ára gamli Allan féll af ann- arri hæð heimilis síns niður í grýtt beð þar sem nágrann- ar fundu hann blóðugan og grát- andi. Í ljós kom að Alla Kournikova, móðir drengsins, hafði skilið hann eftir einan heima á meðan hún skrapp út í erindagjörðum. Drengurinn hefur verið lagður inn á spítala og verður þar uns hann nær sér að fullu. Mamma kærð ÓHAPP Bróðir Önnu Kournikova liggur slasað- ur á sjúkrahúsi. Réttindastofa Bjarts & Veraldar hefur gengið frá samningum við hollenska forlagið The House of Books um útgáfu á bókinni Sér grefur gröf eftir Yrsu Sigurðar- dóttur. Þar með er ljóst að bókin, sem er önnur glæpasaga Yrsu, kemur út á að minnsta kosti sautj- án tungumálum. Sér grefur gröf var fyrsta verk hennar sem komst inn á erlenda metsölulista og hafa viðtökur við henni verið sérlega góðar. Má þar nefna að breska stór- blaðið Times sagði í umsögn um bókina að Yrsa væri í hópi fremstu glæpasagnahöfunda Norðurlanda og blaðið Independent sagði að Sér grefur gröf hefði verið ein besta glæpasagan á markaðnum fyrir nýliðin jól. Yrsa á hollensku YRSA SIGURÐARDÓTTIR Hollenska forlagið The House of Books hefur tryggt sér réttinn á útgáfu bókarinnar Sér grefur gröf. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hollywood-myndirnar Avatar og The Hurt Locker ásamt bresku myndinni An Education fengu átta tilnefningar til bresku kvik- myndaverðlaunanna, Bafta, sem verða afhent í London 21. febrúar. Geimverutryllirinn District 9 sem sló óvænt í gegn í sumar hlaut sjö tilnefningar. Næstar á eftir henni komu stríðsópus Quentins Taran- tino, Inglorius Basterds, og Up in the Air. Tilnefndar sem besta mynd- in voru Avatar, The Hurt Lock- er, Precious, Up in the Air og An Education. Sú síðastnefnda er byggð á samnefndri sjálfsævisögu eftir breska blaðamanninn Lynn Barber. Handritið er eftir Nick Hornby, sem hefur skrifað hand- ritin að About A Boy, Fever Pitch og High Fidelity, og með aðalhlut- verkin fara Emma Thompson og Peter Sarsgaard. Myndin fjall- ar um unglingsstúlku í bresku úthverfi á sjöunda áratugnum sem kynnist helmingi eldri manni. Tilnefndir sem bestu leikararn- ir voru Jeff Bridges fyrir frammi- stöðu sína í Crazy Heart, George Clooney fyrir Up in the Air, Colin Firth fyrir leik sinn í A Single Man, Jeremy Renner fyrir The Hurt Locker og Andy Serkis fyrir Sex & Drugs & Rock & Roll. Tilnefndar sem bestu leik- konurnar voru Carey Mulligan fyrir hlutverk sitt í An Educat- ion, Saoirse Ronan fyrir The Lov- ely Bones, Cabourey Sidibe fyrir leik sinn í Precious, Meryl Streep sem lék í Julie & Julia og Audrey Tautou fyrir Coco Before Chan- el. Í flokki aukaleikara voru til- nefndir þeir Alec Baldwin, Christian McKay, Alfred Mol- ina, Stanley Tucci og Austur- ríkismaðurinn Christoph Waltz, sem nýlega fékk Golden Globe- verðlaunin fyrir eftirminnilega frammistöðu sem gyðingaveiðar- inn í Inglorious Basterds. Fimm leikkonur voru tilnefndar í flokki bestu aukaleikkvenna en þær léku í aðeins þremur mynd- um. Mo´Nique var tilnefnd fyrir Precious en þær Anne-Marie Duff og Kristin Scott Thomas voru til- nefndar fyrir Nowhere Boy, sem fjallar um ævi Johns Lennon, og þær Vera Farmiga og Anna Kendrick fyrir Up in the Air. An Education veitir Avatar og Hurt Locker samkeppni AN EDUCATION Breska myndin An Education fékk átta tilnefningar til Bafta- verðlaunanna, rétt eins og Avatar og The Hurt Locker. > ENGIN SKÖMM Leikarinn Channing Tatum vann í heilt ár sem fatafella áður en hann sló í gegn á hvíta tjaldinu. Hann segist þó ekki sjá eftir þessu tímabili lífs síns. „Þetta er ekkert sem ég skammast mín fyrir, en ég er heldur ekki stoltur af þessu,“ sagði leikarinn. www.lapulsa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.