Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 53
FÖSTUDAGUR 22. janúar 2010 33 „Það má kalla þetta fyrstu eiginlegu útgáfutónleikana mína. Ég held ég hafi aldrei spilað á þannig tónleik- um áður,“ segir trúbadorinn einlægi Insol, sem spilar í Havaríi í Aust- urstræti á laugardaginn. Þar flytur hann lög af safnplötu sinni, Hátind- ar, sem kom út fyrir jól auk þess sem hann spilar lög af tveimur væntan- legum plötum sínum, „Það og það“ og „Ísland skal aría griðland“. „Ég býst við að ég fari að dreifa þeim fljótlega,“ segir Insol. „Önnur plat- an var tekin upp í nóvember 2008 og fjallar dálítið um kreppuna. Hin er öðruvísi, með þjóðernissöngvum og ástarsöngvum í bland.“ Platan Hátindar hefur að geyma bestu lög Insol af plötum sem hann gaf út á árunum 1999 til 2003. Dr. Gunni sá um að raða lögunum saman og Brak-hljómplötur gáfu plötuna út. Átján lög eru á henni, þar á meðal Hvenær mun hér á Íslandi rísa stjörnusambandsstöð?, Blóm, friður og ást, Stelpur vil ég stórar og Jafnréttið er eina svar- ið. Tónleikarnir í Havaríi hefjast klukkan 16 og aðgangseyrir er eng- inn. - fb Insol með tónleika INSOL Tónlistarmaðurinn Insol spilar lög af safnplötunni Hátindar í Havarí. Leikarinn og leikstjórinn Mel Gibs- on segist vera sterkari einstakling- ur eftir hina „opinberu niðurlæg- ingu“ sem hann gekk í gegnum þegar hann var handtekinn fyrir að aka undir áhrifum áfengis árið 2006. Gibson vakti mikla reiði almennings þegar kom í ljós að hann hafði talað niður til gyðinga þegar hann var handtekinn. „Ef þú spyrð fólk að því hvað það ótt- ast mest þá er það opinber niður- læging,“ sagði Gibson í viðtali við breska blaðið Mirror. „Ef þú marg- faldar það með öllum heiminum þá er það nákvæmlega það sem ég hef gengið í gegnum. Svona lagað breytir þér,“ sagði hann. Þrátt fyrir uppákomuna lagði Gibson ekki árar í bát. „Það sem drepur þig ekki styrkir þig bara. Svo ein- falt er það. Það eina sem þú getur gert er að lifa fyrir stað og stund. Ekki hafa áhyggjur af framtíð- inni og ekki sjá of mikið eftir for- tíðinni. Það er betra að reyna að læra af henni.“ Gibson, sem er 54 ára, fékk skil- orðsbundinn dóm eftir atvikið og lauk afplánuninni í október síðast- liðnum eftir að hann hafði starfað í opinbera þágu og farið á AA fundi í þrjú ár. Hann sést næst á hvíta tjaldinu í spennumyndinni Edge of Darkness, sem er jafnframt fyrsta hlutverk hans í átta ár. Hann er einnig að undirbúa myndina How I Spent My Summer Vacation sem verður gerð eftir hans eigin hand- riti. Sterkari eftir niðurlægingu MEL GIBSON Leikarinn og leikstjórinn er sterkari en nokkru sinni fyrr eftir hina „opinberu niðurlægingu“ sem hann gekk í gegnum. Hljómsveitin U2 og rapp- arinn Jay Z hafa tekið upp lag til styrktar fórnarlömb- um jarðskjálftans á Haítí. Þeim til aðstoðar verð- ur upptökustjórinn Swizz Beatz. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem U2 styrkir þá sem minna mega sín því eftir fellibylinn Katrinu tók sveitin upp lagið The Saints Are Coming með rokkur- unum í Green Day. „Bono fékk símtal frá upptöku- stjóranum Swizz. Hann og Jay-Z vildu gera eitthvað fyrir fólkið á Haítí. Kvöldið eftir komum við saman, sömdum lagið, tókum það upp og sendum það til þeirra,“ sagði gítarleikarinn The Edge. Talið er að lagið komi fyrir eyru manna á allra næstu dögum. Sömdu lag fyrir Haítí U2 Hljómsveitin U2 og rapparinn Jay Z hafa tekið upp lag til styrktar fórnarlömbum jarð- skjálftans á Haítí. Hamborgarafabrikkan er nýr veitingastaður sem opnar á jarðhæð Turnsins á Höfðatorgi í mars 2010. Á Hamborgarafabrikkunni verður frábær og fjölbreyttur matur, einstök stemning og framúrskarandi þjónusta. Við erum að leita að starfsfólki sem vill starfa með okkur frá upphafi við að móta nýjan og spennandi veitingastað. HAMBORGARAFABRIKKAN AUGLÝSIR EFTIR VEITINGASTJÓRA, ÞJÓNUM OG MATREIÐSLUFÓLKI MEÐ NGTÍMASAMBAND Í HUGA Hamborgarafabrikkan býður fjölbreyttan mat á frábæru verði úr fersku, íslensku hágæðahráefni. Hamborgarar og hollir réttir, salöt og steikur ásamt úrvali forrétta og eftirrétta. Viltu byrja með okkur? Við gerum kröfur um: O Metnað og hressleika O Samskiptahæfni og þjónustulund O Heiðarleika og umburðarlyndi O Jákvætt viðhorf til lífsins Á móti þá lofum við þér: O Frábæru starfsumhverfi O Tækifæri til að vaxa með okkur O Góðum launum Sendu okkur umsókn með mynd á atvinna@fabrikkan.is eða fylltu út umsókn á www.fabrikkan.is Trúnaði heitið. Simmi og Jói
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.