Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 58
38 22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR FÓTBOLTI Helgi Valur Daníels- son hefur leikið frábærlega með sænska úrvalsdeildarfélaginu Elfs- borg og sú frammistaða hefur nú skilað honum sínum stærsta samn- ingi á ferlinum. Helgi Valur segist hækka í laun- um um rúmlega helming frá því sem áður var. Hann segir gott að uppskera eftir erfiða leið í góðan samning. „Þetta er miklu betri samning- ur en ég hef áður fengið og lang- stærsti samningur sem ég hef gert. Ég fæ rúmlega helmingi meira greitt hér en í Svíþjóð. Það er mik- ilvægt þegar það eru ekki mörg ár eftir af ferlinum og maður kominn með fjölskyldu,“ segir Helgi Valur sem upplifði ýmislegt á árunum í Svíþjóð. Aldrei verið á stórum samningi „Ég hef aldrei verið á neinum stórum samningum og þurft að fara erfiðu leiðina í þessu. Ég var hjá Öster og féll um tvær deildir á tveimur árum. Fór svo þaðan til Elfsborg og hef í raun aldrei verið í góðri samningsstöðu fyrr en nú. Mér finnst ég hafa unnið fyrir þessu. Þetta var ekki auðvelt en það kemur að því að manni tekst að standa sig og ná stöðugleika. Það skilar síðan einhverju góðu en auðvitað þarf að vera heppni líka,“ segir Helgi Valur sáttur. „Það er gott að þessu sé lokið. Þeir byrjuðu að skoða mig síðasta sumar og gerðu tilboð í mig þá. Það gekk ekki eftir. Svo hafa þeir verið í sambandi síðan og aldrei misst áhugann. Ég er á mínu síð- asta ári hjá Elfsborg og því áttu þeir erfitt með að hafna tilboði í mig núna því annars hefðu þeir misst mig án greiðslu,“ segir Helgi Valur en hann hefur allan tímann verið mjög spenntur fyrir því að fara til Þýskalands. Vildum komast frá Svíþjóð „Auðvitað leið mér samt vel hjá Elfsborg og ekki yfir neinu að kvarta þar. Það voru aðrir þætt- ir, eins og að konunni minni gekk illa að fá vinnu, sem gerðu það að verkum að við vorum til í að yfir- gefa staðinn. Við vorum ekki alveg nógu ánægð með lífið og vildum breyta til,“ segir Helgi en hann var ánægður með hversu mikinn áhuga Hansa hafði á sér. „Hansa vildi virkilega fá mig og eftir að hafa skoðað aðstæður hér var þetta aldrei spurning um að fara. Þetta er skref upp á við fyrir mig enda stærri deild þó svo að þetta sé svipað sterkt fótboltalið að ég held. Hér eru líka aðrir mögu- leikar. Liðið vill fara upp og ætlar upp en þar var það lengi. Svo er vel fylgst með mönnum sem spila hérna,“ segir Helgi Valur en Hansa Rostock fer tæplega upp um deild í vetur enda í 13. sæti af 18 í þýsku B-deildinni. Liðið er að sama skapi ekki í mikilli fallhættu. Hansa Rostock stefnir upp „Veturinn í fyrra gekk illa en liðið stefnir upp næsta vetur. Þetta er félag sem vill vera á meðal þeirra bestu,“ sagði Helgi Valur sem vonar að þýski boltinn henti sér vel. „Ég veit að hann er mjög skipu- lagður. Mikið er lagt upp úr því að menn vinni vinnuna sína og séu í góðu líkamlegu ástandi. Það er kannski ekki mikil tækni í þessum bolta en meiri liðsheild og skipu- lag að þýskum hætti. Það hljómar allt vel og vonandi fell ég vel inn í þennan bolta,“ segir Helgi Valur sem mætir á sína fyrstu æfingu á mánudag. henry@frettabladid.is Þetta er minn langstærsti samningur á ferlinum Landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson hefur skrifað undir samning við þýska B-deildarfélagið Hansa Rostock til ársins 2013. Helgi segir þetta vera sinn fyrsta stóra samning og hann telur sig hafa unnið vel fyrir honum. SÁTTUR Í ÞÝSKALANDI Helgi Valur er afar ánægður með samninginn sem hann gerði í Þýskalandi enda hækka launin talsvert. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI KR-ingar gengu frá lánssamningi á markverðin- um Þórði Ingasyni frá Fjölni í gær. Þórður verður í láni hjá KR út næsta sumar. Hann er kominn með leikheimild og gæti leikið gegn Fjölni á laugardag. „Við ætlum okkur að vera með tvo góða markverði hjá okkur í sumar og Þórður er annar þeirra. Við erum enn í við- ræðum um að fá Japanann. Gangi það ekki eftir þá leitum við að öðrum mark- verði,“ segir Logi Ólafsson, þjálfari KR, en KR hefur lánað markvörðinn Atla Jón- asson frá félaginu. „Það er ekkert ákveð- ið hvort Þórður verður á bekknum eða í liðinu. Við viljum hafa tvo góða og sá betri hverju sinni spilar.“ Logi er hrifinn af Þórði. „Ég hef fylgst lengi með honum og hann var eitt sinn tal- inn með efnilegri mark- vörðum landsins. Við telj- um mikið í hann spunnið og getum veitt honum þjálfun sem ætti að bæta hann sem markvörð.“ - hbg KR-ingar fengu Þórð Ingason lánaðan frá Fjölni: Viljum tvo góða markverði FERILLINN HANS HELGA VALS DANÍELSSONAR 1998 Fylkir (B-deild) 1/0 1998-2000 Peterborough (C) 1/0 2000 Fylkir (A) 17/1 2000-2003 Peterborough (C) 55/2 2003-2005 Fylkir (A) 52/4 2006 Öster, Svíþjóð (A) 20/1 2007 Öster (B) 28/4 2008 Elfsborg, Svíþjóð (A) 24/0 2009 Elfsborg (A) 28/1 SÝND Í SAMBÍÓUNUM UM LAND ALLT! FRÉTTABLAÐIÐ / B. S. FACEBOOK / J.I.K Stærstu atburðir helgarinnar gerðir upp á hnitmiðaðan hátt. STÓRAUKIN íþróttaumfjöllun á mánudögum í Fréttablaðinu Auglýsingasími 512 5401
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.