Fréttablaðið - 22.01.2010, Síða 59

Fréttablaðið - 22.01.2010, Síða 59
FÖSTUDAGUR 22. janúar 2010 ıwww.itr.is sími 411 5000 Sundsamlega gott! Heilsulindir í Reykjavík A-RIÐILL: Úkraína-Króatía 25-28 Noregur-Rússland 28-24 STAÐAN: Króatía 2 2 0 0 53-48 4 Noregur 2 1 0 1 51-49 2 Rússland 2 1 0 1 61-61 2 Úkraína 2 0 0 2 58-65 0 B-RIÐILL: Austurríki-Ísland 37-37 Serbía-Danmörk 23-28 STAÐAN: Danmörk 2 2 0 0 61-52 4 Ísland 2 0 2 0 66-66 2 Austurríki 2 0 1 1 66-70 1 Serbía 2 0 1 1 52-57 1 ÚRSLIT EM Í HANDBOLTA Í GÆR KÖRFUBOLTI Íslandsmeistarar KR ætla sér ekki að gefa Íslands- meistaratitilinn eftir baráttu- laust og í næstu viku munu þeir bæta við sig þriðja útlend- ingnum. Fyrir hjá liðinu eru þeir Semaj Inge og Tommy Johnson. „Við erum með þrjá stráka í sigtinu. Einn Serba og tvo Kana sem eru með evr- ópskt vegabréf. Okkur vantar mann sem er í leikformi og getur smollið beint inn í liðið. Ég vænti þess að við klárum þetta mál í næstu viku,“ segir Böðvar Guðjóns- son, formaður körfuknatt- leiksdeildar KR, og bætir við að Damon Johnson sé ekki einn af þessum mönnum en Damon er einnig orðaður við Keflavík þessa dagana. „Það er ljóst að ef við ætlum að hafa roð við liði eins og Njarð- vík, sem ætlaði reyndar að leika án Kana, þá verðum við að gera eitthvað,“ sagði Böðvar. En telur hann sig ekki vera að senda ungum leikmönnum liðsins röng skilaboð með því að sanka að sér útlendingum? „Við misstum fimm frábæra leikmenn frá síðustu leiktíð og fengum tvo útlendinga. Ungu strákarnir hafa staðið sig mjög vel en við viljum hafa breiðan hóp eins og í fyrra. Við teljum okkur þurfa styrkingu,“ segir Böðv- ar. Búið sé að útvega fjármagn fyrir nýjan leikmann. „Við höfum alveg efni á þessu. Svo erum við líka duglegir að selja hamborgara og fáum pening út úr því,“ segir Böðv- ar léttur. - hbg KR-ingar ætla að verja titilinn með kjafti og klóm: KR ætlar að fá sér annan útlending TOMMY JOHN- SON Einn tveggja útlendinga sem eru á mála hjá KR í dag. HANDBOLTI Danmörk og Króatar tryggðu sér sæti í milliriðli í gær með sínum öðrum sigri í jafn- mörgum leikjum á Evrópumótinu í handbolta í Austurríki. Norðmenn unnu líka góðan sigur á Rússum í baráttunni um annað sætið í riðli Króata og báðar frændþjóðir okkar eru því í ágætum málum. Danir unnu fimm marka sigur á Serbum, 28-23, og eru með fullt hús en þurfa samt að mæta Íslend- ingum í úrslitaleik um sigurinn í riðlinum á laugardaginn. Danir tóku strax völdin í leikn- um og voru með sex marka forskot í hálfleiknum, 15-9. Serbar komu muninum niður í fjögur mörk með því að skora þrjú mörk í röð á lokasprettinum og náðu síðan að minnka muninn í þrjú mörk þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Danir voru hins vegar sterkari á taugum en Íslendingar og tryggðu sér sigurinn. Króatar voru í vandræðum með Úkraínumenn í A-riðlinum en tókst að tryggja sér 28-25 með góðum seinni hálfleik. Úkraína var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14-12, skoraði síðan fyrsta markið í seinni hálfleik og hélt forystunni fram eftir leik. Það tók Króata nánast allan seinni hálfleikinn að komast yfir en þeir náðu loks 23-24 forystu þegar aðeins rúmar níu mínútur voru eftir. Króatar fóru þá í gang og gerðu út um leikinn með því að skora fimm mörk í röð á rúmum sjö mínútum og komast 27-24 yfir. Norðmenn komu til baka eftir tap á móti Króötum og unnu fjög- urra marka sigur á Rússum, 28- 24, í öðrum leik liðanna í A-riðli á Evrópumótinu í handbolta í Aust- urríki. Noregur og Rússland eru því bæði með tvö stig eftir tvo leiki því á sama tíma og Noregur tapaði 23- 25 fyrir Króatíu í fyrsta leik unnu Rússar 37-33 sigur á Úkraínu. Norðmenn höfðu frumkvæð- ið allan leikinn og voru þrem- ur mörkum yfir í hálfleik, 16-13. Norska liðið var síðan sex mörk- um yfir, 28-22, þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir en Rússa lög- uðu stöðuna með tveimur síðustu mörkunum. - óój Aðrir leikir á EM í handbolta í Austurríki í gær: Danir og Króatar komnir áfram MAÐUR LEIKSINS Michael Knudsen spilaði vel með Dönum í gær. MYND/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.