Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 4
4 23. janúar 2010 LAUGARDAGUR HAÍTÍ, AP Stjórnvöld á Haítí ætla að hjálpa um 400 þús- und manns að flytja úr höfuðborginni Port-au-Prince í nýjar tjaldborgir utan við borgina. Tilgangurinn er sá að koma í veg fyrir að smitsjúkdómar breiðist út meðal borgarbúa, sem hafa þurft að hola sér niður hvar sem þeir geta eftir að harður jarðskjálfti lagði borgina nánast í rúst snemma í síðustu viku. Tjaldborgirnar verða mun öruggari vistarverur með hreinlætisaðstöðu sem á að tryggja að heilsu fólks sé ekki stefnt í voða. Nú þegar hafa að minnsta kosti 200 þúsund manns flúið borgina á troðfullum langferðabílum og ferjum, og margir bara fótgangandi. Flestir reyna að komast til ættingja sinna í sveitahéruðum landsins. Rétt utan við borgina hafa risið meira en 500 hverfi bráðabirgðaskýla sem fólk hefur tjaslað saman úr pappa, spýtum, teppum og hverju öðru sem til fellur. Þar búa nú hátt í 500 þúsund manns. Björgunarfólk telur litlar líkur á að fleiri finnist á lífi í rústunum. Jarðskjálftinn, sem mældist 7,0 stig, varð líklega um 200 þúsund manns að bana. Um 250 þúsund manns hlutu misalvarleg meiðsli og um tvær milljónir misstu húsaskjól. - gb Hundruð þúsunda Haíta hafa flúið höfuðborgina: Fólk verður flutt í tjaldbúðir VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 14° 8° -7° -3° 3° 2° 6° -3° -3° 21° 7° 14° 6° 24° -3° 6° 12° -3° Á MORGUN 5-13 m/s Hvassast S- og SA-til. MÁNUDAGUR 8-16 m/s, hægast NV-til 8 7 5 6 3 4 4 7 5 9 3 15 16 12 11 7 6 7 10 8 17 15 7 4 6 6 7 3 6 6 6 2 ROK OG RIGNING Í dag verður vætu- samt á landinu en þó úrkomulítið norðaustanlands. Á morgun má búast við skúrum og hægari vindi en á mánudaginn hvessir á ný og bætir hressilega í úrkomuna. Áfram verður nokkuð hlýtt í veðri miðað við árstíma. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður VIÐSKIPTI Ekki er hægt að segja nú um stundir hvort lífeyrissjóðirnir tapi fjármunum á falli Kaupþings. Þetta er mat Arnars Sigurmunds- sonar, formanns Landssambands lífeyrissjóða. Hann segir lífeyr- issjóðina hafa lagt fram ýtr- ustu kröfur í þrotabú Kaupþings og muni sumum þeirra verða skuldajafnað til móts við gjald- eyrisskiptasamninga lífeyrissjóð- anna við bankann en samningarn- ir reiknast sem skuld þeirra við hann. Heildarfjárhæð krafna í þrota- bú Kaupþings nemur 7.316 millj- örðum króna, að því er fram kemur í kröfuskrá þrotabúsins, sem birt var kröfuhöfum í gær. Þar af nema kröfur lífeyrissjóð- anna rétt tæpum áttatíu milljörð- um króna, sem jafngildir tæpu prósenti af heildarkröfum. Til samanburðar námu kröfur í bú Glitnis 3.436 milljörðum króna og í bú Landsbankans 6.500 millj- örðum. Alls var 28.167 kröfum lýst í bú Kaupþings frá 119 löndum, þar af er um helmingurinn frá innstæðueigendum í Þýskalandi. Þýski bankinn Deutsche Bank er stærsti einstaki erlendi kröfuhaf- inn í þrotabú Kaupþings. Bankinn átti jafnframt stærstu kröfuna í bú Landsbankans. Sumum kröfum var tví- og þrí- lýst auk þess sem einhverjar höfðu þegar verið greiddar og því við- búið að heildarraunkrafan muni lækka um að minnsta kosti fjöru- tíu prósent, niður í 4.416 milljarða króna. jonab@frettabladid.is Krefjast sautján þúsund milljarða úr bönkunum Innlend og erlend fjármálafyrirtæki gera kröfu upp á rúma 7.300 milljarða úr þrotabúi Kaupþings. Vogun- arsjóðir sem keyptu skuldabréf bankanna á útsölu eftir fall þeirra gera kröfur upp á hundruð milljarða. ■ Deutsche Bank gerir kröfu upp á níu hundruð milljarða króna. Tryggingarsjóður innstæðueigenda gerir kröfu upp á 840 milljarða og Seðlabankinn upp á 330 milljarða. ■ Aðrir stórir kröfuhafar eru Exista og Kjalar Investment, félag í eigu Ólafs Ólafssonar, sem kenndur er við Sam- skip. Bæði félögin, sem voru stórir hluthafar Kaupþings, gerðu gjald- miðlaskiptasamninga við bankann upp á hundruð milljarða króna og hafa deilt um uppgjör samninganna. Samanlögð krafa þeirra er fjögur hundruð milljarðar króna. ■ Talsverður fjöldi fjárfesta- og vog- unarsjóða gerir kröfu á Kaupþing. Þar á meðal gerir bandaríski fjárfestingar- sjóðurinn Silver Point Capital og sjóð- ir honum tengdir kröfu upp á níutíu milljarða króna. Burlington Loan Management Capital, sem skráð er á Írlandi, gerir kröfu upp á 74 milljarða og Centerbridge Capital Partners gerir kröfu upp á fimmtíu milljarða. Aðrir sjóðir eru bandarísku vogunarsjóðirn- ir York Capital Management og Eton Park Capital Management. Sjóðirnir keyptu allir skuldabréf gömlu bank- anna á eftirmarkaði eftir fall þeirra með ríflegum afslætti og hafa hagn- ast verulega á viðskiptunum. Sjóðirnir gera jafnframt kröfu í bú Glitnis og Landsbankans. ■ Bræðurnir Robert og Vincent Tchenguiz eiga hæstu kröfu einstakl- inga. Kröfurnar hljóða samtals upp á 440 milljarða króna, að mestu skaðabætur í tengslum við þvingaða sölu Roberts á hlut hans í bresku versluninni Somerfield. Robert var umsvifamikill viðskiptavinur Kaup- þings í Bretlandi og fékk um þrjú hundruð milljarða króna að láni hjá bankanum. Ólíklegt er að bræðurnir fái nokkuð í vasann þar sem lítill lagalegur grundvöllur er fyrir skaða- bótakröfum. ■ Fyrrverandi starfsmenn Kaupþings leggja fram 42 kröfur um laun upp á samtals 1,6 milljarða króna. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, á hæstu kröfuna, eða upp á 244 milljónir króna. Krafa Peters Holm, forstjóra Kaupþings í Færeyjum, hljóðar upp á 158 milljónir, og krafa Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaup- þings á Íslandi, upp á 81,5 milljónir. Aðrar launakröfur voru lægri. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, leggur ekki fram launakröfu. Öllum launakröfum var hafn- að nema einni. ■ Þrotabú Baugs krefur Kaupþing um 32,4 milljarða. Krafan tengist riftun Baugs á sölu Haga, að sögn Erlends Gíslasonar, skiptastjóra Baugs. Málið fer fyrir dóm á næstu vikum. SKAÐABÆTUR OG LAUN EKKI GREIDD VIÐSKIPTI Ólíkt öðrum stjórnend- um Kaupþings gerir Ármann H. Þorvaldsson, fyrrverandi for- stjóri Kaupthing Singer & Fried- lander, kröfu í þrotabú Kaup- þings upp á 122,6 milljónir króna í formi skuldabréfs. Ármann keypti bréfið í ágúst 2008, tveimur mánuðum fyrir fall bankans. „Þá var ég bjartsýnn á að bankinn væri að komast út úr erfiðleikunum og ákvað að taka allt laust fé sem ég átti í Bret- landi og kaupa skuldabréf á bank- ann á markaði með tíu prósenta afslætti,“ segir hann og reiknar með að bréfið gangi að mestu upp í eldri skuld hans við bankann. Skilanefnd hefur ekki tekið afstöðu til kröfu Ármanns. - jab Ármann H. Þorvaldsson: Gerir kröfu upp á 122 milljónir KRÖFURNAR FLOKKAÐAR Starfsfólk skilanefndar Kaupþings vann á vöktum við að flokka rúmlega 28 þúsund kröfur sem bárust í þrotabú bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BJÖRGUN Fjögur íslensk bókafor- lög hafa ákveðið að gefa rústa- björgunarsveit Landsbjargar söluandvirði sjö nýrra bóka til að kaupa búnað í stað þess sem skil- inn var eftir á Haítí. Bækurnar verða seldar í Eymundsson fram á mánudag. Söluverðmæti þeirra er um 4,5 milljónir króna. Auk þess mun Eymundsson bæta tíu prósentum af sölu íslenskra barnabóka um helgina í söfnunina. Félag íslenskra bókaútgef- enda hyggst standa fyrir fleiri verkefnum af þessu tagi á næstu vikum til stuðnings björgunar- starfinu á Haítí. - bj Forlög styðja björgunarsveit: Gefa andvirði 4,5 milljóna LANGAR BIÐRAÐIR Haítar bíða í biðröð eftir matarpökkum hjá dreifingarstöð Sameinuðu þjóðanna. NORDICPHOTOS/AFP Áslaug María Friðriksdóttir, sem býður sig fram í fjórða sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer í dag, var ekki í prófkjöri flokksins fyrir fjórum árum. Þess vegna hafði hún engum upplýsingum að skila til Ríkisendurskoðunar. LEIÐRÉTTING HAÍTÍ Ættingjar 69 ára gamallar konu drógu hana lifandi úr húsa- rústum í Port-au-Prince í gær, tíu dögum eftir að jarðskjálfti lagði borgina í rúst. Læknar segja ólíklegt að konan lifi af þrátt fyrir björgunina, að því er fram kemur á vef BBC. Að mestu hefur verið hætt að leita að fólki í húsarústum. Franskar fjölskyldur tóku í gær á móti 33 börnum sem eru mun- aðarlaus eftir skjálftann. Börnin eru á aldrinum eins til sex ára. - bj Enn fólk á lífi í rústunum: 69 ára kona fannst á lífi GENGIÐ 22.01.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 234,4578 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,56 127,16 205,64 206,64 179,03 180,03 24,043 24,183 21,880 22,008 17,588 17,692 1,4008 1,4090 197,66 198,84 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.