Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 26
26 23. janúar 2010 LAUGARDAGUR A ðlögun flóttafólks- ins á Akranesi var undir stjórn Rauða- krossdeildarinnar á Akranesi. Anna Lára Steindal, fram- kvæmdastjóri deildarinnar, hefur fylgst með fjölskyldunum síðan hún tók á móti þeim á Heathrow á leið- inni til Íslands haustið 2008. Hún segir aðlögunina hafa gengið mjög vel. „Auðvitað er þetta enginn dans á rósum en konurnar eru ótrúlega sterkar og hafa verið mjög dugleg- ar síðan þær komu.“ Atvinnuleysi í kjölfar efnahags- hruns hefur hins vegar gert það að verkum að engin úr hópi kvenn- anna hefur fengið atvinnu en þær hafa allar mikinn áhuga á því, að sögn Önnu Láru Steindal verk- efnastjóra Rauða krossins á Akra- nesi. „Þær vilja allar taka þátt í atvinnulífinu og borga til baka þá aðstoð sem þær hafa þegið. En til að koma í veg fyrir allan misskilning er rétt að taka fram að núna njóta þær ekki meiri stuðn- ings en aðrir íbúar bæjarfélagsins sem ekki eiga rétt á atvinnuleysis- bótum.“ Anna Lára segir aðlögunina að öðru leyti hafa gengið afar vel. „Þær eru allar mjög virkar, dug- legar að taka þátt í viðburðum hjá okkur og svo hittast þær innbyrð- is og hafa einnig eignast sína vini.“ Allar fengu fjölskyldurnar þrjár stuðningsfjölskyldur og allar hafa myndað góð tengsl við þær. „Ég hef lært mjög mikið af þess- um konum, þær eru mjög skemmti- legar og það er lærdómsríkt að sitja og hlusta á þær vera að rifja upp hluti sem þær hafa lent í og svo fara að grínast, hlæja og skemmta sér í beinu framhaldi.“ Allar eru konurn- ar afkomendur palestínskra flótta- manna sem flúðu heimaland sitt árið 1948 þegar Ísraelsríki var stofnað og settust að í Írak. Þar nutu þau vissrar réttinda, einkum þegar land- ið var undir stjórn Saddams Huss- ein, en máttu þó ekki eignast fast- eignir. Það gerði það að verkum að þegar Saddam var hrakinn frá völd- um þá varð þessi hópur íbúa Íraks auðveldur skotspónn annarra íbúa og þurfti að yfirgefa heimili sín. Til urðu flóttamannabúðirnar Al Wal- eed. Þær eru án ríkisfangs en munu geta sótt um íslenskan ríkisborgara- rétt að nokkrum árum liðnum. Sitja ekki auðum höndum Þrátt fyrir erfitt atvinnuástand sitja konurnar ekki auðum hönd- um. Eins og áður sagði hafa þær tekið þátt í viðburðum Rauða krossins, ein þeirra sem var í starfsþjálfun á leikskóla í bænum hefur haldið störfum þar áfram í sjálfboðastarfi og tvær, Fatin og Abeer, eru að koma veisluþjón- ustu á koppinn. „Sú starfsemi hófst þannig að þær elduðu hér í húsnæði Rauða krossins fyrir nokkrar fjölskyldur. Það mæltist vel fyrir og þær hafa verið fengn- ar til að elda fyrir veislur og starf- semin hefur svo undið upp á sig,“ segir Anna Lára sem er þeim innan handar við stofnun veislu- þjónustunnar. En fleiri tíðindi eru úr hópi flóttafólksins. Í árslok 2009 fjölg- aði í hópnum þegar Lina Falan Ameen Mazar eignaðist dóttur. Fréttablaðið leit við í heimsókn til Linu og barnsföður hennar Mohamed Ali Almabruk Birjam og hitti fyrir stolta foreldra. Fjölgar í hópnum Þrjú eldri börn Linu eru í leik- skóla og skóla þegar blaðamann og ljósmyndara ber að garði en hið yngsta er nýfætt og það eru stoltir foreldrar sem sýna gestun- um Yasmin litlu, fædda 29. desem- ber. „Fæðingin gekk mjög vel og aðstaðan á spítalanum var frá- bær,“ segir Lina sem ræðir við blaðamann á íslensku auk þess að fá hjálp frá unnustanum Moham- ed Ali Almabruk Birjam sem hún kynntist á Íslandi. Lina og Mohamed kynntust í árslok 2008 í gegnum Félag múslima á Íslandi þar sem hann situr í stjórn. Lina kann mjög vel við sig á Akranesi og segir aðlögun barna sinna hafa gengið ótrúlega vel. „Þau eru í fót- bolta og keilu og hafa nóg að gera,“ segir hún og segir þau afar ánægð með nýja systkinið sem bæst hefur í hópinn. „Sú yngsta er á leikskóla og hún vill helst hafa hana með sér þangað,“ segir Mohamed Ali og bætir við að þau hafi þegar farið einu sinni í heimsókn á leik- skólann með Yasmin litlu. For- eldrarnir eru mjög stoltir af litlu stúlkunni. „Hugsið ykkur, ég er frá Líbíu, Lina kemur frá Írak og er ættuð frá Palestínu og dóttir okkar er íslensk,“ segir Mohamed sem er afar stoltur faðir. Hann hefur búið á Íslandi í átta ár, unnið meðal annars á hóteli og pitsustað en er atvinnulaus um þessar mundir. Hann langar að fá vinnu og hefur áhyggjur af fáum atvinnutækifærum á Akranesi, þau séu óneitanlega fleiri í höfuð- borginni. Hvað verður á eftir að koma í ljós en í bili er að minnsta kosti í nógu að snúast hjá fjöl- skyldunni. Vel heppnuð aðlögun flóttakvenna Haustið 2008 komu 29 palestínskir flóttamenn til Íslands og settust að á Akranesi. Átta einstæðar mæður sem samanlagt áttu 21 barn komu hingað frá flóttamannabúðunum Al Waleed í Írak. Aðlögun hópsins að samfélaginu gengur vel og lítil hnáta hefur meira að segja bæst í hópinn eins og Sigríður B. Tómasdóttir komst að í heimsókn á Skagann. ANNA LÁRA STEINDAL STOLTIR FORELDRAR Muhamed Ali og Lina Falah ásamt Yasmin litlu sem fæddist í árslok 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Rauði krossinn á Akranesi hlaut samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum til atlögu gegn for- dómum, fyrir þátt sinn í aðlögun palestínska flóttafólksins á Akra- nesi. Samfélagsverðlaun Frétta- blaðsins eru veitt í fimm flokkum, hvunndagshetjan, til atlögu gegn fordómum, frá kynslóð til kynslóð- ar, heiðursverðlaun og samfélags- verðlaunin. Allir geta skilað inn tilnefningum en frestur rennur út 28. janúar. Tilnefningum má skila inn í gegnum www.visir.is með tölvupósti á netfangið samfelags- verdlaun@frettabladid.is eða eða bréfleiðis merkt Samfélagsverð- laun Fréttablaðsins, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Samfélagsverðlaun gegn fordómum Síðastliðið sumar var sett upp sýning á Akranesi þar sem sýndur var afrakstur samverustunda í húsnæði Rauða krossins á Akranesi þar sem palestínsku konurnar hittust auk kvenna frá Danmörku, Indlandi og Jórdaníu, Rússlandi og Skotlandi og saumuðu út undir handleiðslu Önnu Guðrúnu Júlíusdóttur handavinnukennara. Samverustundir kvennanna voru lærdómsríkar og gefandi. Á heimasíðu verkefnisins er bent á að rann- sóknir sýni að aðlögun innflytjenda sem leggja rækt við menningu heimalandsins takist betur en þeirra sem geri það ekki. Þar segir einnig: „Handverksmenningin hefur tvær hliðar. Hún skapar vellíðan og styður við sjálfsmynd fólks en getur um leið verið stöðnuð og íhaldssöm. Á þjóðflutningatímum nútímans er mikilvægt að virkja gamlar hefðir og kunn- áttu til að byggja brú á milli menningarsvæða. … Hægt er að byggja upp öðruvísi samskipti þegar hið hefðbundna tungumál íslenskan er ekki heppilegt tæki. Þar kemur hin gamla handverkshefð til sögunnar. Hér verður sérstaklega fengist við útsaumshefðina, útsaum frá Palestínu. … Skapandi vinna róar hugann og slakar á spennu í ókunnu landi og gefur von. Hún eykur sjálfs- traust, og getur myndað mikilvæga brú á milli menning- arheima. Konurnar læra hver af annarri og samhjálp og gleði myndast.“ http://fjolmenningarvefurbarna.net/Arfur_palestinskra_kvenna.htm Arfur palenstínskra kvenna: Útsaumur frá Palestínu til Akraness SETIÐ VIÐ SAUMA Verkefni um útsaum í Palestínu var vel heppnað. Hörmungar dynja yfir íbúa Haítí Söfnunarsíminn er 904 1500 eða Leggðu inn á reikning:0342 - 26 - 12 kt. 530269-2649 www.raudikrossinn.is Þú getur hjálpað!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.