Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 30
4 FERÐALÖG O kkur Þorfinn langaði til að fara frá Íslandi um tíma og skipta um umhverfi,“ segir Ástrós Gunnarsdóttir danskennari, dans- höfundur og Pilates kennari en hún og maður hennar Þorfinnur Ómars- son eyddu síðastliðnum vetri í Suður- Ameríku. „Við höfðum bæði löngun til að kynnast rómönsku Ameríku. Hann var búinn að vera í sínu öðru mastersnámi við HR í alþjóðavið- skiptum og átti að taka eitt misseri einhvers staðar erlendis. Ég hins vegar er í tengslaneti Pilates-kennara sem lært hafa hina upprunalegu tækni frá réttum aðil- um og hafði því samband við höf- uðstöðvarnar og bað um að það yrði kannað hvort einhvern vant- aði kennara, helst einhvers staðar þar sem væri heitt,“ útskýrir hún og hlær. „Upp kom Aliza Cohen í Panama og hún var afskaplega glöð þegar ég vildi koma því hana bráðvant- aði kennara. Þorfinnur var hjá mér fyrstu tvo mánuðina en fór svo til Búenos Aíres í námið sitt og ég heimsótti hann þangað í október. Hann kom svo aftur til Panama í desember eftir að hann kláraði námið.“ Alveg eins og í paradís „Mér hefur líkað veran hér afskap- lega vel, fólkið er indælt, landið er gullfallegt og veðrið er alltaf gott,“ segir Ástrós en það sem kom henni mest á óvart var hversu sterkt gyð- ingasamfélag er í Panama. „Konan sem ég vinn fyrir er gyðingur og stúdíóið er í gyðingahverfi þannig að ég hef kynnst þessu fólki vel.“ Ævintýralegast hefur Ástrós þótt hinir fjölmörgu staðir í landinu sem líkjast hinni ímynduðu parad- ís okkar mannfólksins. „Þetta eru staðir sem eru ómengaðir af túr- isma, fullir af pálmatrjám, blóm- um og ávöxtum, tær sjór og hvítar strendur. Alveg hreint ótrúlegir staðir. Mér fannst einnig afskap- lega gaman að koma til Búenos Aíres, frábær borg sem heillaði mig mikið. Auk þess áttum við yndisleg jól hér með sonum okkar, fórum meðal annars með þeim um Perlueyjar og ýmislegt fleira. Þeir voru auðvitað alsælir eftir kuldann og myrkrið á Íslandi.“ Heillaðist af leikhúsinu Ástrós fór á sýningu í Teatro Nac- ional í Panama-borg og heillað- ist upp úr skónum. „Þá datt mér í hug að það gæti orðið gaman að setja upp sýningu þar. Nærtæk- ast var að setja upp verkið Systur, þar sem sýningin er einföld í upp- setningu. Við erum einungis þrjú sem komum fram á sviði og þar af vorum við tvö stödd hér í Pan- ama. Lára Stefánsdóttir og Guðni Franzson bættust í hópinn síðustu vikuna og þá var sýningin klár. Svo nýttum við tækifærið með þeim og tókum upp filmubúta fyrir næsta verk sem við setjum upp á Lista- hátíð í vor, Bræður.“ Ástrós segir íslenskan dans hafa fallið í kramið hjá hinum danselsku Suður-Amer- íkönum. „Fólki fannst þetta öðru- vísi dansverk en það er vant að sjá en allir skemmtu sér vel.“ Parinu Ástrós og Þorfinni líst ekkert sér- staklega á að koma aftur heim eins og ástandið og stemningin er hér núna. „En að sjálfsögðu verður afar gaman að hitta fjölskyldu og vini og mín bíða spennandi verkefni í vetur og fram á vor.“ Spennandi vor í vændum „Ég þarf að sinna störfum heima sem ég er skuldbundin, bæði kennslu við Listdansskóla Íslands og svo er það nýtt verk sem við Lára setjum á svið Þjóðleikhúss- ins sem er sjálfstætt framhald af Systrum og heitir Bræður. Það verk fer upp í maí og verður sýnt sem hluti af Listahátíð og við verðum með bæði íslenska og erlenda flytj- endur. Að auki mun ég kenna Pilat- es, hóptíma og einkatíma.“ SÝNDU Í PANAMA Ástrós Gunnarsdóttur og Þorfi nn Ómarsson langaði til að skipta um umhverfi og úr varð borgin Panama í Suður-Ameríku. Anna Margrét Björnsson fékk að heyra um ævintýralega dvöl í fjarlægri borg. Sátt og sæl Þorfinni og Ástrós hefur líkað veran í Suður-Ameríku afskaplega vel. Falleg fjölskylda Þorfinnur og Ástrós ásamt sonum sínum í jólafríinu. Teatro Nacional í Panama Ástrós og Lára í hinu stór- glæsilega leikhúsi þar sem þær sýndu Systur. Laugavegi 86 | Opið 11-18 virka d. | 12-16 laugard. afsláttur í janúar 25% Allt að 50% afsláttur af völdum sýningareintökum. Fyrstur kemur fyrstur fær... Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.