Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 34
 23. janúar 2010 LAUGARDAGUR4 Mæla með hollum safa og meðgöngujóga Það getur verið misjafnt hvað þunguðum konum finnst ómetanlegt meðan á meðgöngunni stendur. Sumar nota góðar nuddolíur og aðrar stunda meðgöngujóga til að styrkja líkamann. Þegar á meðgöngu stendur er ráðlegast að fara alltaf eftir heilbrigðri skynsemi og mikilvægt að konur hlusti á það sem lík- ami þeirra segir þeim. Konur upplifa meðgönguna oft á tíðum á mjög ólíka vegu og hér deila þrjár konur nokkrum heilráðum með lesendum Fréttablaðsins. sara@frettabladid.is Svanhildur Hólm Valsdóttir, fjölmiðlakona Svanhildur mælir með kremi frá L‘Occitane sem á að auka teygjan- leika og koma í veg fyrir kláða. „Ég hef notað krem á kúluna frá L‘Occ- itane sem heitir Mom And Baby Balm og gerir það að verkum að maður finnur síður fyrir þurrki og kláða, sem getur fylgt stækkandi bumbu. Kremið er frábært og þar að auki lyktarlaust, sem mér þykir kostur og ég notaði það einnig á síðustu meðgöngu. Annars finnst mér mikilvægt að konur hlusti á líkama sinn, ég bý að því að hafa verið laus við alla meðgöngu- kvilla frá því ég losnaði við ógleðina og hef því getað haldið áfram að vinna eins og ég gerði. Nú á ég samt það stutt eftir að ég er farin að finna fyrir samdráttum. Þótt þeir séu eðlilegir upp að vissu marki, lít ég líka á þá sem viðvörunarmerki ef þeir verða of tíðir og sterkir. Ég reyni því að hlusta á líkam- ann og hægja á mér þegar það á við.“ Katrín Erlingsdóttir, félagsráðgjafi Katrín gengur með sitt annað barn. Aðspurð segist hún meðal annars mæla með hollu mataræði, lýsis- tvennu og meðgöngujóga. „Ég hef drukkið mikið af rauðrófusafa á með- göngunni sem er sérstaklega járnríkur og hollur. Rauðrófusafi er líka góður til að hreinsa lifrina og meltingarfærin og inniheldur fólín sem er gott fyrir ófrískar konur. Svo eru ferskpressaðir safar líka mjög hollir og góðir, til dæmis safi úr selleríi, gulrótum og eplum. Ég mæli líka með meðgöngu- jóga í Lótus jógasetri, æfingarnar henta ófrískum konum mjög vel til að styrkja og liðka líkamann á meðan á meðgöngunni stendur og búa hann um leið undir átökin. Síðan hafa rann- sóknir sýnt fram á að andleg líðan móður á meðgöngu getur haft áhrif á fóstrið, þannig að það er ekki verra að hafa stjórn á streitu og vera bara svolítið sjálfselskur á þessum tíma.“ Rakel McMahon, listamaður Rakel er komin 39 vikur á leið og hefur ekki breytt lífsstíl sínum mikið á meðgöngunni. „Ég reyni að hreyfa mig mikið og fer reglulega í göngu- túra, hjóla og syndi. Ég forðast auð- vitað líka allan hráan mat. Tengda- móðir mín gaf mér mjög góða olíu frá Biotherme sem ég mæli eindregið með, en olían kallast Body Resculpt Streach Oil og á að koma í veg fyrir slit á maga. Ég mæli einnig með að konur eignist nokkrar góðar sokkabuxur sem ná upp fyrir maga, þær er hægt að nota alla meðgönguna með þægilegum kjólum og þá þarf ekki að kaupa sérstök meðgönguföt sem geta kostað sitt.“ WWW.LJOSMODIR.IS er upplýsingavefur fyrir verðandi og nýbakaða foreldra og alla þá sem áhuga hafa á meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Hitt húsið býður upp á þjónustu fyrir unga foreldra og ungar barnshafandi konur undir 25 ára aldri. Hópurinn hittist reglu- lega á miðvikudögum klukkan 14 til 16 í Hinu húsinu. Annan hvern miðvikudag eru spennandi fyrirlestrar og kynningar og hina dagana er spjallað um allt annað. www.hitthusid.is Meðgöngubelti Eirberg hjálpartæki og heilbrigðisvörur Stórhöfða 25 • eirberg.is • 569 3100 Meðgöngu- og brjóstagjafahaldarar Í mörgum gerðum og stærðum 32–46, skálar A–K Móðurást, Hamraborg 9 s. 564 1451, www.modurast.is Útsölulok 50% afsláttur Fyrir allar bumbur og mjólkandi skvísur. Mæðrafimi® Mæðrafimi er einstök leikfimi fyrir mæður 8 vikna námskeið byrjar 1. febrúar 2010 Hámarksfjöldi í hóp eru 8 konur ásamt börnum og börn þeirra allt frá 6 vikna aldri. Mæðrafimi námskeið með Krisztinu á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 10:30-11:45 Átt þú von á barni? Bumbufimi® meðgönguleikfimi leikfimi með okkur hjá Komdu í þægilega 9 mánuðum í Hlíðasmára 2. með Krisztinu á þriðju og 8 vikna námskeið byrjar 2. febrúar 2010 Hámarksfjöldi í hóp eru 10 konur fimmtudögum kl: 18:30-19:30 Nánari upplýsingar á heimasíðunni www.9manudir.is eða í síma 8680863 (Krisztina) me göngujógakennari jógakennari Jafnvægi - heilsurækt, Kirkjulundi 19, Gar abær www.medgongujoga.is sími 822 0271 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.