Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 58
30 23. janúar 2010 LAUGARDAGUR Hvernig myndirðu útskýra tónlist Sólstafa fyrir 90 ára gamalli frú? Hún elskulega amma mín Ruth er nú á þeim aldri (fyrir- gefðu, amma). Ég reyni ekki að hafa fyrir því. Tónlist er bara tónlist. Hver er hápunktur tónlistarferils þíns til þessa? Frekar margir minni en einn stór, en að fara á pósthúsið og fá eintak af nýút- komnum plötum manns hafa verið sérstök augnablik, sem og að labba á svið í kabboj- stígvélunum útataður í hveiti, með fínu Ray Ban-gleraugun og spila fyrir 15.000 manns síðasta sumar, upplifa svo Beatlemania eftir gigg. Gefa áritanir í klukkutíma er nánast óraunverulegt. 25 gigg á 27 dögum í fyrra var líka eitthvað sem maður gleymir seint. Ef þú værir að taka þátt í Wipeout, hvað myndirðu þá öskra áður en þú legðir af stað? „There is no point in being alive if you cant do the deathlift!“ Hvað þyrfti að gerast til að þú tækir þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins? Einhver þyrfti að lauma LSD í kranavatn landsmanna. Hvar er fallegast á Íslandi? Get ekki ákveð- ið, Landmannalaugar, Ísafjörður, Strandir, Neskaupstaður … Hvað er það besta við Ísland? Að geta drukkið almennilegt vatn úr krananum. Og hvað almenningssamgöngur eru léleg- ar, fullkomin afsökun til þess að eiga bíl. En það versta? Stundum er þetta aðeins of lítið og þröngt samfélag sem við búum í. Þú færð tímavél upp í hendurnar. Hvert stillir þú hana? New York rétt eftir alda- mótin 1900. Langafi minn átti víst vænd- ishús þar. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Skyr. Uppáhaldsskemmtistaðurinn þinn? Dillon (Krúsi, ég heimta almennilegt verð sko!). Hefurðu lent í lífsháska? Já, hélt það sem krakki, var að klifra upp Kubbinn sem er fjall á Ísafirði, rann svo nokkur hundruð metra á svelli í átt að klettum. Ein sem var neðar náði að stöðva mig. Veit samt ekki hvernig ég myndi skilgreina þessa hættu í dag. Uppáhaldsbúðin þín? Geisladiskabúð Valda (Valdi, ég heimta afslátt!). Hver er síðasta uppáhaldsplatan þín? After the Goldrush (Neil Young, 1970). Hvað myndi fullkomna líf þitt? Að geta lifað á tónlist. Eignast sæta púka með sætri konu. Hvernig er hin fullkomna kona? No such thing. Besta bókin? Engin sérstök. Besta bíómyndin? For a few dollars more. Hvort er skemmtilegra, kreppa eða góð- æri? Æ, ég veit það ekki. Ég var svona mitt á milli áður og er þar nánast enn. Kreppan er gott raunveruleikasjokk, en það sem ég hef fundið mest fyrir er blessað gengið. Ég held samt að Hannes Smárason hafi fílað góðærið betur. Hvað er næst á dagskrá? Afdrifaríkasta ár lífs míns er í uppsiglingu, mikið af ferðalög- um milli tónlistarhátíða úti í heimi, Rosk- ilde, Wacken og fleiri. Þetta verður alveg hörkusumar. ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN OG HVAÐ ERTU KALL- AÐUR? Aðalbjörn Tryggvson, kallaður Addi. FÆÐINGARÁR OG HVAÐ GERÐIST ÞÁ HELST Í VERALDARSÖGUNNI? 1977, Elvis dó, ég fæddist. LÍF ÞITT Í HNOTSKURN: Ísafjörður ‘77- ’87, Rvk ‘87-’97, Hönefoss ‘97-’98, Rvk ‘98-´’08, Glasgow ‘08-’09, Rvk ‘09 - Afdrifaríkt ár í uppsiglingu Aðalbjörn Tryggvason er söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Sólstafir, sem fyrst íslenskra hljómsveita hefur fengið boð um að spila á Hróarskelduhátíðinni í ár. Þar – og á fleiri erlendum hátíðum í sumar – ætla Sólstafir að kynna plötu sína, Köld, sem kom út í fyrra hjá finnsku útgáfufyrirtæki. Aðalbjörn svarar aðgangshörðum spurningum Þriðju gráðunnar að þessu sinni. MITT Á MILLI KREPPU OG GÓÐÆRIS Aðalbjörn Tryggvason í hljómsveitinni Sólstafir kann að meta vatnið úr krananum, en það þyrfti samt að blanda það með LSD áður en hann tæki þátt í Söngvakeppni sjónvarps- ins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ■ Á uppleið Klikkað veður. Manni fer að detta í hug loftslagsbreytingar jarðar og að allt sé að fara til fjandans þegar óveður, eldingar og haglél steypast yfir okkur Íslendinga. Nema að Eng- lendingar séu að stríða okkur með hátækni veðurvopnum. Skyndibrúðkaup. Ef þér leiðist í skammdeg- inu og ert ástfangin/nn upp fyrir haus, hvers vegna ekki að taka Las Vegas-stílinn á þetta og láta loksins pússa sig saman? Franskar kvikmyndir. Uppselt á flestallar sýningar á franskri kvikmyndahátíð. Greinilegt að Íslendingar nenna ekki að láta mata sig einungis á Hollywood- myndunum. Núðlur. Tveir snilldar núðlu- staðir á Skólavörðustíg sem eru ódýrir og góðir í kreppunni. ■ Á niðurleið Þulur. Nú heyra þær sögunni til á RÚV. Þær voru skemmtilega tilgangs- laus hefð. Verst er að konur á RÚV eru almennt á niðurleið. Heilsutal. Megrúnarkúrar eru mjög leiðinlegir og það er enn leiðinlegar að hlusta á fólk tala um hráfæði, spelt eða prótíndrykki. Frambjóðend- ur. Þetta er eina skipti á árinu sem þið eruð að reyna að vera næs. Við erum ekkert að kaupa þetta. Skræpóttar hettupeys- ur. Nakti apinn er liðin tíð og því er hægt að jarða þessar flíkur. MÆLISTIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.