Fréttablaðið - 25.01.2010, Side 42

Fréttablaðið - 25.01.2010, Side 42
26 25. janúar 2010 MÁNUDAGUR Enska bikarkeppnin: Stoke-Arsenal 3-1 1-0 Ricardo Fuller (2.), 1-1 Denilson (42.), 2-1 Ricardo Fuller (78.), 3-1 Dean Whitehead (86.) Scunthorpe-Man. City 2-4 0-1 Martin Petrov (3.), 1-1 Paul Hayes (29.), 1-2 Nedum Onuoha (45.), 1-3 Sylvinho (57.), 2-3 Dedryck Boyata, sjm (69.), 2-4 Robinho (84.), Preston-Chelsea 0-2 0-1 Nicolas Anelka (37.), 0-2 Daniel Sturridge (47.) Reading-Burnley 1-0 1-0 Gylfi Þór Sigurðsson (87.). Tottenham-Leeds United 2-2 1-0 Peter Crouch (42.), 1-1 Jermaine Beckford (52.), 2-1 Roman Pavlyuchenko (75.), 2-2 Jerma- ine Beckford, víti (90.). Accrington Stanley-Fulham 1-2 0-1 Erik Nevland (21.), 1-1 Darren Kempton (42.), 1-2 Damien Duff (59.) Aston Villa-Brighton 3-2 1-0 Nathan Delfouneso (5.), 1-1 Tommy Elphick (41.), 2-1 Ashley Young (48.), 3-1 Fabian Delph (63.), 3-2 Nicky Forster (90.) Bolton-Sheff. Utd 2-0 1-0 Grétar Rafn Steinsson (48.), 2-0 Johan Elmander (84.) Cardiff-Leicester 3-2 1-0 Jay Bothroyd (17.), 1-1 Michael Morrison (34.), 1-2 Dany N´Guessan (39.), 2-2 Peter Whitt- ingham (71.), 3-2 Chris Burke (90.). Derby-Doncaster 1-0 1-0 James McEveley (88.) Everton-Birmingham 1-2 0-1 Christian Benitez (7.), 0-2 Barry Ferguson (40.), 1-2 Leon Osman (56.) Notts County-Wigan 2-2 1-0 Lee Hughes (26.), 2-0 Ben Davies (41.), 2-1 Jason Scotland (52.), 2-2 Ben watson (83.) Portsmouth-Sunderland 2-1 0-1 Darren Bent (15.), 1-1 John Utaka (42.), 2-1 John Utaka (57.) Southampton-Ipswich 2-1 1-0 Wayne Thomas (31.), 2-0 Michail Antonio (74.), 2-1 Pablo Counago (90.). WBA-Newcastle 4-2 1-0 Jonas Olsson (17.), 2-0 Graham Dorrans, víti (31.), 2-1 Andrew Carroll (62.), 3-1 Graham Dorrans, víti (72.), 4-1 Jerome Thomas (76.), 4-2 Andrew Carroll (90.). Wolves-Crystal Palace 1-2 0-1 Alan Lee (3.), 1-1 David Jones (37.), 1-2 Darren Ambrose (49.) Enska úrvalsdeildin: Man. Utd-Hull 4-0 1-0 Wayne Rooney (8.), 2-0 Wayne Rooney (82.), 3-0 W. Rooney (86.), 4-0 Wayne Rooney (90.). ÚRSLIT FÓTBOLTI Wayne Rooney var hreint magnaður á laugardag þegar Manchester United vann öruggan 4-0 sigur á Hull. Hann skoraði öll fjögur mörk leiksins og skaut þar með Englandsmeisturunum aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar en Arsenal og Chelsea eru þó skammt undan og eiga leiki inni. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég skora fjögur mörk í alvöru mót- sleik. Ég get ekki annað en bros- að. Allt liðið á þó hrós skilið því það lék virkilega vel og menn eru að stíga upp. Við skorum nú fleiri mörk en við gerðum á síðasta tíma- bili,“ sagði Rooney eftir leik. Hann er nú markahæstur í deildinni með 19 mörk en á sama tíma í fyrra hafði hann skorað 9 mörk. Mest hefur Rooney skorað 23 mörk á einu tímabili og stefnir því allt í að hann bæti það persónulega met. „Þegar Cristiano Ronaldo fór vissi ég að ég þyrfti að skora fleiri mörk og það hefur tekist. Ég hef engar áhyggjur af aukinni pressu á mér því það hafa verið gerðar miklar kröfur alveg síðan ég skrif- aði undir hérna.“ Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, hlýtur að gleðjast yfir því formi sem Rooney er í enda er heimsmeistaramót fram undan í sumar. Það er þó ólíklegt að Roon- ey fái mikla hvíld fram að því móti ef mið er tekið af mikilvægi hans fyrir Manchester United. „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila leiki og alltaf þegar ég er beðinn um að spila þá geri ég það. Reyndar vil ég líka spila þegar Ferguson segist ætla að hvíla mig en við verðum að sýna skynsemi,“ sagði Rooney. Hann fékk mikið hrós frá Phil Brown, knattspyrnustjóra Hull. „Rooney gerði svo sannarlega gæfumuninn í þessum leik. Hann er klárlega einn allra besti sókn- armaður í heiminum í dag,“ sagði Brown. Akkilesarhæll Englandsmeistar- ana í vetur hefur verið varnarleik- urinn þar sem mikið hefur verið um skakkaföll en Rio Ferdinand er kominn af meiðslalistanum og lék gegn Hull. Um næstu helgi verð- ur heldur betur risaslagur þegar United heimsækir Arsenal. - egm Englandsmeistararnir í Manchester United slátruðu Hull í eina leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni: Wayne Rooney héldu engin bönd gegn Hull ALDREI BETRI Wayne Rooney hefur átt frábært tímabil með Manchester United. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Hinn ungi Gylfi Þór Sig- urðsson er heldur betur sjóðheit- ur þessa dagana. Hann skoraði laglegt sigurmark fyrir Reading gegn Burnley í bikarnum á laug- ardag. Markið kom seint í leiknum og tryggði Reading sæti í næstu umferð keppninnar. „Það var gaman að vinna þenn- an leik, það kom seint en það er bara betra. Völlurinn okkar er ekki upp á sitt besta núna og það var ekki mikið um flottan fótbolta. Þetta var opinn leikur og gat dottið báðum megin. Það var algjör snilld að klára þetta í lokin,“ sagði Gylfi, þreyttur en glaður, við Fréttablað- ið. Gylfi fékk mikið hrós frá knatt- spyrnustjóra Reading, Brian McDermott. „Hann var búinn að fá tvö önnur færi áður en hann skor- aði. Þessi afgreiðsla hjá honum var fyrsta flokks. Þetta er það sem hann getur strákurinn,” sagði McDermott en Gylfi hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili með aðalliði Reading. „Við höfum verið að bíða eftir því að hann væri klár í aðalliðið en hann hefur verið hjá okkur nánast síðan hann var 13 ára. Hann er að stækka og hefur mikla og sterka nærveru, sérstaklega eftir að hann skoraði gegn Liverpool. Hann er þrátt fyrir það mjög jarðbundinn strákur.” Fyrir stuttu tryggði Gylfi fram- lengingu gegn Liverpool þegar hann skoraði ískaldur úr víta- spyrnu í uppbótartíma. Reading tryggði sér síðan sigur í framleng- ingu. „Sjálfstraustið er frekar hátt eins og er. Það gaf manni aukinn kraft að ná að vinna Liverpool og það á Anfield,“ sagði Gylfi. „Ég hef alltaf verið duglegur að reyna að skora. Ég er sókn- ar-miðjumaður og var framherji þegar ég var yngri. Maður reynir að skora eins mörg mörk og maður getur.“ Hann var tæpur fyrir leikinn á laugardag vegna meiðsla en gat spilað og fór á kostum. „Ég missti af leik gegn Nottingham Forest í síðustu viku þar sem ég meidd- ist aðeins gegn Liverpool. Þetta er orðið skárra núna og ég fann ekkert fyrir þessu í leiknum gegn Burnley, bara aðeins eftir hann.“ Gylfi hefur spilað miklu meira á tímabilinu en hann bjóst sjálf- ur við. „Ég var lánaður í fyrra til Shrewsbury og svo til Crewe. Ég vissi ekki hversu mikið ég fengi að spila, það var nýr þjálfari í byrjun tímabils. Það var því erfitt að setja sér einhver markmið því maður vissi ekki hve mikið maður fengi að spila. Þetta hefur verið fram- ar öllum væntingum,“ sagði Gylfi sem segir það hafa gert sér gott að vera lánaður í neðri deildir. „Sérstaklega þegar ég fór til Crewe. Ég var aðeins lengur þar og fékk að kynnast tilfinningunni að spila í hverri viku. Ég græddi mikið á því og það var gaman að vinna með Guðjóni Þórðarsyni þar, hann er mjög góður þjálfari. Það skilaði mér miklu.“ Gylfi hefur vakið mikla athygli og verið orðaður við úrvalsdeildar- lið. „Ég hef heyrt einhvern orðróm en ég er ekkert að spá í honum. Ég er nýkominn í liðið hér og búinn að standa mig ágætlega. Ég ætla að klára tímabilið hér en maður veit aldrei hvað gerist,“ sagði Gylfi en þrátt fyrir bikarævintýri Reading hefur liðinu ekki gengið nægilega vel í ensku 1. deildinni og er sem stendur í fallsæti. „Þetta lítur ekki nægilega vel út í augnablikinu. Við eigum erfiðan útileik á þriðjudag gegn Sheffield United en svo koma leikir gegn liðum sem eru í neðri helmingnum. Við verðum að ná góðum árangri í þeim leikjum ef við ætlum ekki að vera í einhverju basli í lokin,“ sagði Gylfi. elvargeir@frettabladid.is Sjálfstraustið er mjög gott hjá mér Gylfi Þór Sigurðsson heldur áfram að vekja athygli á Englandi. Hann skaut Reading áfram í bikarnum um helgina þegar liðið lagði úrvalsdeildarlið Burnley. Gylfi hefur farið á kostum í síðustu leikjum Reading. VEL KLÁRAÐ Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Reading gegn Burnley á laugardaginn þegar hann skoraði laglegt sigurmark. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Breska blaðið The Mirror greindi frá því í gær að Eiður Smári Guðjohnsen hafi hafnað því að ganga til liðs við Liverpool og sé á leið í West Ham. Sagt er að nánast sé frágengið að Eiður verði lánaður út tímabilið frá franska liðinu Mónakó. Eiður þekkir Gianfranco Zola, knattspyrnustjóra West Ham, vel en þeir léku saman hjá Chelsea á sínum tíma. Samkvæmt The Mirror fór Eiður í viðræður við Lundúnaliðið. Liverpool gerði svo tilraun á síðustu stundu til að krækja í hann en án árangurs. - egm Eiður líklega til West Ham: Sagði Eiður nei við Liverpool? TIL WEST HAM Talið er að Eiður Smári verði lánaður frá Mónakó. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur gefið í skyn að sam- bandið gæti heimilað notkun á myndbandsupptökum til að aðstoða dómara við að taka rétt- ar ákvarðanir. Fundað verður um málið í mars. Blatter hefur áður talað um að þessi tækninotkun gæti eyði- lagt flæði leiksins. „Ef tæknin er að þróast þá er ég til í að skoða þetta,“ sagði Blatter en hann segir þó ljóst að þetta verði ekki komið í gagnið fyrir heimsmeist- aramótið í sumar. - egm Dómarar gætu fengið hjálp: Fundað um tækninotkun FÓTBOLTI Stoke og Man. City kom- ust áfram í enska bikarnum í gær. Man. City vann Scunthorpe en Stoke vann heimasigur á ungu liði Arsenal. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkenndi að ungu strákarnir hefði lítið átt í líkam- legan styrk leikmanna Stoke. „Þessi leikur snerist meira um líkamlegan styrk en tækni. Þeir voru sterkari en við þar enda ein- faldur leikur. Mínir ungu leikmenn réðu ekki við þennan slag,“ sagði Wenger súr en Ricardo Fuller skoraði tvö mörk í leiknum. „Ég sé samt ekki eftir því að hafa valið þetta lið í þennan leik, ég gat í raun ekki annað. Það eru tíu leikmenn meiddir og erfiðir leikir fram undan. Það er augljóst að við getum ekki spilað á sömu ell- efu mönnunum í öllum leikjum.“ Tony Pulis, stjóri Stoke, var að vonum himinlifandi með sína menn í leiknum. „Strákarnir sýndu mikinn bar- áttuanda í þessum leik. Það skipti okkur engu hver spilaði fyrir þá, þeir verða alltaf með klassalið. Það að Arsene hafi sagt að við hefðum verið hættulegir í leiknum er hrós að mínu mati. Ég þarf ekki meira,“ sagði Pulis kátur en hann vildi ekki að leiknum lyktaði með jafntefli enda margir leikir fram undan. - hbg Tveir leikir fóru fram í ensku bikarkeppninni í gær: Stoke lagði Arsenal SJÓÐHEITUR Ricardo Fuller skoraði tvö góð mörk fyrir Stoke í gær. Hann fagnar hér öðru þeirra. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.