Samtíðin - 01.12.1952, Page 35

Samtíðin - 01.12.1952, Page 35
SAMTÍÐIN 29 eftir margra ára heilabrot uppfynd- ingamanns. — Verksmiðjueigandi í Khöfn, Arne Johannessen, hefur fundið þennan haglega stól upp og tekið einkaleyfi á þeirri uppfyndingu. Er þegar farið að panta stóla af þess- ari gerð frá öðrum löndum, og ráð- gert er að auglýsa uppfyndinguna rækilega í Bandaríkjunum. Formað- ur hins svonefnda Gigtarfélags i Danmörku hefur gefið stólnum beztu meðmæli. „Tröppustóllinn“ hreyfist á 6 hjól- um, sem eru í sambandi við raf- hreyfil, en hann er aftur í sambandi við ljósaraflögn hússins með langri snúru, sem getur „elt“ stólinn upp og niður stiga. Hjólasamstæðurnar „ganga“ bókstaflega tröppu af tröppu, og getur sá, er gengur á eftir stólnum, stýrt þeim með stýrisstöng, sem auðvelt er að rjúfa rafstraum- inn með. Því miður er stóll þessi nokkuð dýr, kostar um 2 þús. danskar krón- ur. Vonandi verður unnt að lækka verðið, ef eftirspurn verður það mik- il, að um fjöldaframleiðslu getur orð- ið að ræða. Liklegt má þykja, að Is- lendingar gefi þessari uppfyndingu gaum, því að full þörf er á því að milda hlutskipti þess fólks hér á landi, sem orðið hefur fyrir lömun. Gerist áskrifendur að „Samtíðinni“. — Pöntunarseðill er neðst á bls. 2. Fljót afgreiðsla og fullkomið verkstæði. Sendurn gegn póstkröfu um land allt. Úrsmíðavinnustofa Björns & Ingvars, Vesturgötu 16, Reykjavik. Fjölbreytt úrval vefnaðarvöru jafnan fyrirliggjandi. m íslenzk- erlenda verzlunarfélagið GARÐASTRÆTI 2. SÍMI 5333. Komið á Borg Borðið á Borg Búið á Borg

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.