Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2010, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 26.01.2010, Qupperneq 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI ÞRIÐJUDAGUR 26. janúar 2010 — 21. tölublað — 10. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 FERÐAÞJÓNUSTA BÆNDA gaf nýlega út bækl inginn The Ideal Holiday 2010 sem ætlaður er til dreifingar í Evrópu. Bæklingurinn er fyrsti prent-gripurinn sem framleiddur er hjá Odda sem ber svansmerkið, norræna umhverfismerkið. www.sveit.is „Þetta var alveg ótrúlegt ævin-týri. Við heimsóttum alls kyns skemmtilega staði og kynntumst mörgu áhugaverðu fólki,“ segir Guðjón Svansson, framkvæmda-stjóri Kettlebells á Íslandi, sem fór með fjölskylduna, eiginkonuna Völu Jóhannesdóttur og þrjá syni, Viktor Gauta, Arnar Ingimund og Patrek Orra, í árslangt ferðalag um Suður-Ameríku í ágúst 2008.Í upphafi ætlaði fjölskyldan í heimsreisu en plönin breyttust þegar kreppan skall á. „Ferðasjóð-urinn rýrnaði eitthvað þar semhluti hans var í í lÍ rækt og af þeim sökum segir Guð-jón annað ekki hafa komið til greina en að stunda hana áfram meðan á ferðalaginu stóð. „Við tókum með einföld tæki, handlóð og hringi og poka sem við settum sand í. Síðan leituðum við uppi alls kyns gúrú sem voru til dæmis á kafi í ketil-bjöllum og jiu-jitstu í þessum lönd-um sem við heimsóttum og lærðum ýmislegt nýtt af þeim.“Guðjón segir margt af því sem fyrir augu bar mjög frábrugðið þvísem Íslendingar eiga aðS ð það upp á híbýli sín eftir komuna til Íslands. „Við erum búin að koma fyrir nokkrum leiktækjum í garðinum,“ bendir Guðjón á og bætir við að vegna þess hversu vel hafi tekist til hafi þau hjónin einnig sett upp nokkur tæki á heimilinu. „Í stof-unni er kominn þessi fíni kaðall og niður úr stiganum hanga svo hringir sem styrkja strákana gegn-um leiki.“ Þá hefur fjölskyldansvigrúm til Klifurhringir í stofunni Margt áhugavert bar fyrir augu Guðjóns Svanssonar og fjölskyldu á ferðalagi um Suður-Ameríku. Æfinga- vellir fyrir börn og fullorðna voru meðal þess sem heillaði og fjölskyldan hefur nú heimfært upp á híbýli sín. Hjónin Vala og Guðjón fóru með syni sína þrjá, Patrek Orra fimm ára, Viktor Gauta ellefu ára og Arnar Ingimund níu ára í árslangt ferðalag um Suður-Ameríku. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN www.eirberg.is • 569 3100 Rafknúnirhæginda- stólar • standa upp • Einfaldar stillingar og fjölbreytt úrval Þarftu að kaupa, selja eða skipta? Sérstakir bíladagar eru alla laugardaga í smáauglýsingum Fréttablaðsins.Sértilboð á bílaauglýsingum – aðeins 3.750 kr., texti og mynd. (80–100 innslættir + mynd).Hafið samband við sölumann í s. 512 5050 eða sendið póst á smaar@frettabladid.is BíladagarFréttablaðsins! VEÐRIÐ Í DAG Hestavörur Sérblað • Þriðjudagur 26. janúar 2010 MARÍA DALBERG Í ástarþríhyrningi á leiksviði í London María leikur aðalhlutverkið FÓLK 30 GUÐJÓN SVANSSON Með klifurhringi og kaðla í stofunni • heilsa • sveitarómantík Í MIÐJU BLAÐSINS Eddunni frestað Niðurskurður RÚV setur strik í reikning- inn hjá kvikmynda- stjörnunum. FÓLK 30 Með stjörnun- um á Ítalíu Óttar Guðnason tek- ur upp auglýsingu í Mílanó. FÓLK 30 STJÓRNMÁL Svo kann að fara að þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin, sem fara á fram 6. mars, verði frestað. Þingmenn úr röðum stjórnar- flokkanna telja mikilvægt að þing og þjóð hafi ráðrúm til að gaum- gæfa skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis áður en gengið verður til atkvæðagreiðslunnar um Icesave. Þingmenn í stjórnarandstöðunni eru á hinn bóginn þeirrar skoðun- ar að ekki beri að hrófla við kjör- deginum. Rannsóknarnefnd Alþingis til- kynnti í gær að útgáfa skýrslunn- ar frestist um nokkrar vikur en áformað var að hún kæmi út fyrir 1. febrúar. Nefndin væntir þess að geta skilað af sér fyrir febrú- arlok, „komi ekkert óvænt upp í því ferli sem eftir er,“ eins og það er orðað. Málið var rætt á fundi þing- flokks Samfylkingarinnar í gær. Björgvin G. Sigurðsson, formað- ur þingflokksins, segir ótækt að aðeins nokkrir dagar líði á milli þessara atburða. Í skýrslunni kunni að verða upplýsingar sem fólk vilji hafa til hliðsjónar þegar það greiðir atkvæði um Icesave. Ákjósanlegt væri að rannsókn- arnefndin tímasetti nákvæmlega útgáfu skýrslu sinnar og að dag- setning þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar verði ákveðin í framhald- inu. Björn Valur Gíslason, þingmað- ur Vinstri grænna, er sama sinn- is. Fresta þurfi atkvæðagreiðsl- unni ef það stefnir í að skýrslan komi út vikuna áður. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknar- flokksins, telur ekki ráðlegt að hringla með kjördaginn. Betra sé að útgáfa skýrslunnar taki mið af honum. „Best væri að klára skýrsluna og birta niður- stöðurnar í tíma og ef eitthvað er óunnið gera það í framhaldinu og birta sem viðbótarskjöl. Nú veit ég ekki hvort það er hægt en það væri þá best,“ segir Sigmundur. Unnur Brá Konráðsdóttir Sjálf- stæðisflokki er sammála Sig- mundi. Ekki beri að hrófla við kjördeginum. Viðmælendum Fréttablaðsins bar saman um að slæmt væri að útgáfa skýrslunnar tefðist. Vonbrigði, svekkjandi og óheppilegt, voru orðin sem þeir völdu. Töfin væri til þess fallin að auka enn á tortryggnina í samfé- laginu. - bþs / sjá síðu 14 Þjóðaratkvæðagreiðslunni verður hugsanlega frestað Stjórnarliðar telja rétt að fresta atkvæðagreiðslunni um Icesave ef skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis er væntanleg aðeins fáum dögum fyrir 6. mars. Stjórnarandstæðingar vilja ekki hrófla við kjördeginum. HESTAVÖRUR Hestar, fóðrun, hirðing, fatnaður og fylgihlutir Sérblað um hestavörur FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Verkleg kunnátta hafin til vegs og virðingar Myndlistaskólinn í Reykjavík ætlar ásamt fleirum að koma af stað diplómanámi í teikningu og textíl. TÍMAMÓT 18 Strekkingur vestan til Í dag verður suðvestanátt, 10-15 m/s allra vestast en annars hægari vindur. Horfur eru á vætusömu veðri víðast hvar, síst austanlands. Kólnar heldur í veðri. VEÐUR 4 5 2 1 3 3 Enn eitt jafnteflið Ísland og Króatía skildu jöfn á EM í gær. Strákarnir okkar mæta Rússum í dag. ÍÞRÓTTIR 24, 25 & 26 ÍÞRÓTTIR Sjö eiginkonur leikmanna íslenska handboltaliðsins voru komnar til Vínarborgar í gærkvöldi og von er á fleirum. Þær ætla að fylgjast með mönn- um sínum í þeim leikjum sem eftir eru á Evrópumótinu. „Ég kom í dag en missti reyndar af leiknum því ég var veðurteppt á flug- vellinum, sem var frekar glatað,“ segir Eivor Pála Blöndal, eiginkona Alexand- ers Peters sonar. Hún segir að konurnar hafi haldið sig heima hingað til því flestar eru þær með börn og erfitt að losna í langan tíma. Ömmur og afar gæta nú afkvæmanna. „Við verðum flestar hér þangað til þetta klárast. Það er engin komin með miða heim enn þá,“ segir Eivor. Konurnar gista ekki á sama hóteli og handboltaliðið og Eivor var ekki búin að hitta mann sinn í gærkvöldi. „Við erum að borða saman stelpurnar og svo hittum við þá í anddyrinu. Þeir fara síðan á fundi og við fáum ekki að fara með í það. Þannig að við erum bara á eigin vegum, enda erum við ekkert að fara að sofa klukk- an tíu eins og þeir!“ segir Eivor. Landslið Íslendinga mætir Rússum í dag og hefst leikurinn klukkan 15. - kóþ / sjá síðu 24, 25 og 26 Eiginkona Alexanders Peterssonar komin til Vínar en missti af leiknum í gær: Eiginkonurnar eru komnar til Vínar til að styðja sína menn EIVOR PÁLA BLÖNDAL RAFMÖGNUÐ SPENNA Það fór um margan áhorfandann á síðustu mínútum landsleiks Íslendinga og Króata í gærdag. Grannt var fylgst með leiknum um allan bæ. Ljós- myndari Fréttablaðsins átti leið fram hjá Apple-búðinni á Laugavegi og mætti augnaráði hins vaska Ingimundar Ingimundarsonar, þegar einungis 36 sekúndur voru eftir af leiktímanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.