Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 2
2 26. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR SAMFÉLAGSVERÐLAUN Lesendur Fréttablaðsins hafa verið iðnir við að senda tilnefningar til Sam- félagsverðlaunanna. Borist hafa á þriðja hundrað tilnefninga en tilnefningafrestur rennur út á fimmtudaginn næstkomandi, 28. janúar. Tilnefnt er í fimm flokkum; Hvunndagshetju, Frá kynslóð til kynslóðar, Til atlögu gegn fordóm- um, Heiðursverðlaunum og svo sjálfum Samfélagsverðlaununum. Aðgengilegast er að tilnefna á hlekk merktum Samfélagsverð- laununum á vefnum Vísir.is. Einn- ig má senda tölvupóst á netfangið samfelagsverdlaun@frettabla- did.is eða senda bréf í pósti til Fréttablaðsins, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, merkt Samfélagsverð- laun. Samfélagsverðlaunin: Tilnefna má í þrjá daga enn Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 OPNUM KL 8.00 ALLA VIRKA DAGA Nýr Rauðmagi Sjósiginn fi skur LÖGREGLUMÁL Ein líkamsárás var kærð í Vík í Mýrdal um helgina. Hún átti sér stað í kjölfar þorra- blóts sem fram fór í bænum Árásin átti sér stað utan dyra þegar liðið var undir morgun. Ekki urðu alvarleg slys á fólki en brotn- að mun hafa upp úr tönn á ungum manni sem tók þátt í slagsmál- unum. Þá mun tengt árásinni að stúlka dróst með bíl. Var talið að hún væri ristarbrotin eftir atvik- ið. Árásarmálið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Sam- tals voru bókuð 72 verkefni hjá lög- reglunni síðastliðna viku. - jss Líkamsárás í Vík í Mýrdal: Stúlka dróst með bifreið FÆREYJAR Edmund Joensen, þing- maður færeyska Jafnaðarflokks- ins, tryggir nú dönsku ríkis- stjórninni meiri- hluta á danska þinginu. Fyrir helgi sagði danski þingmaðurinn Christian H. Hansen sig úr danska Þjóðar- flokknum og þurfti því að leita til Edmunds eftir stuðningi. En Færeyingar sitja báðum megin borðsins, því þingmaður færeyska Þjóðveldisflokksins, Høgni Hoydal, styður stjórnar- andstöðuna. Ekki eru fleiri færeyskir þing- menn á danska þinginu. - kóþ Þingmenn á danska þinginu: Færeyingarnir ráða úrslitum Gísli, yrðu ekki allir með skeifu í Skeifunni? „Nei, ég held þvert á móti að þess- ari Skeifu gæti fylgt gæfa fyrir alla borgarbúa.“ Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldurs- son hefur viðrað hugmynd um íbúabyggð í Skeifunni. Þar býr nú aðeins einn maður. VIÐSKIPTI Austurhöfn-TR, sem er í um helmingseigu ríkis og Reykja- víkurborgar, keypti átta milljarða króna kröfu gamla Landsbankans á Portus vegna tónlistar- og ráð- stefnuhússins Hörpu í Reykja- vík í fyrra með nýjum lánum og veði í þremur byggingareitum á sömu lóð og tónlistarhúsið stend- ur. Ekkert hefur verið gefið upp um kaupverð og er hún sveipuð bankaleynd, að sögn Stefáns Her- mannssonar, framkvæmdastjóra Austurhafnar. Landsbankinn ætlaði að byggja nýjar höfuðstöðvar á tveimur reit- anna sunnan Geirsgötu og á þeim þriðja átti að reisa hótel. Fast- eignafélagið Nýsir átti fjórða reit- inn og tengist hann ekki kröfunum. Ljóst er að ekkert verður úr þeim framkvæmdum. „Við vonumst til að selja reitina þegar markaður- inn réttir úr kútnum,“ segir Stef- án og bætir við að kaupverðið, sem rennur til bankans, verði langt frá þeim átta milljörðum sem krafan hljóðaði upp á. Ljóst er því að Port- us keypti kröfuna með verulegum afslætti og situr Landsbankinn uppi með tapið. Portus var í eigu gamla Lands- bankans og Nýsis. Félagið tók átta milljarða króna lán hjá gamla Landsbankanum vegna fram- kvæmdanna og lögðu auk þess báðir aðilar einn milljarð króna hvor í verkið. Líkt og kunnugt er fóru bæði Nýsir og gamli Lands- bankinn í þrot haustið 2008 og stefndi það byggingarframkvæmd- um í hættu. Austurhöfn-TR tók verkið yfir í mars í fyrra. Austurhöfn TR skrifaði í gær undir sambankalán upp á allt að 17,5 milljarða króna sem Arion, Íslandsbanki og Landsbanki veita til byggingar hússins. Forsvars- menn Austurhafnar segja kostn- aðaráætlun hljóða upp á 14,5 milljarða króna miðað við verðlag í október 2008 ásamt verðbótum. Framreiknaður kostnaður fram í júní á næsta ári, þegar taka á húsið í notkun, hljóðar upp á 17,5 millj- arða. Lánin eru með veði í framlagi ríkis og borgar upp á rúmar átta hundruð milljónir króna á ári í 35 ár. Framlagið og hluti af leigu sem Sinfóníuhljómsveit Íslands greiðir fyrir aðstöðu í húsinu mun standa undir afborgunum, að sögn Stef- áns. „Þetta eru einu lánin sem hvíla á tónlistarhúsinu í dag,“ segir hann. jonab@frettabladid.is Milljarðalán til tón- listarhúss afskrifuð Austurhöfn tryggði í gær fjármögnun við byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss- ins við Austurhöfn. Húsið kostar 17,5 milljarða. Austurhöfn keypti átta millj- arða kröfu Landsbankans á fyrri eigendur með verulegum afslætti í fyrra. UNNIÐ AÐ BYGGINGU TÓNLISTARHÚSSINS Lánsfé til byggingar tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var tryggt í gær. Bankarnir þrír lána tæpa tuttugu milljarða í mesta lagi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMFÉLAGSMÁL Skapist skilyrði til að koma á formlegu ættleiðing- arsambandi við Haítí mun dóms- málaráðuneytið styðja við ætt- leiðingarfélögin eins og kostur er, segir Ragna Árnadóttir, dóms- og mannréttindaráðherra. Íslensk ættleiðing hefur lýst áhuga á ættleiðingum frá Haítí í kjölfar náttúruhamfaranna í land- inu í bréfi til ráðherra. Ragna segist skilja erindið þannig að ætli alþjóðasamfélagið að bregðast við ástandinu með því að ættleiða börn úr landi sé skor- að á íslensk stjórnvöld að láta ekki sitt eftir liggja. Ekki sé farið fram á það að íslensk stjórnvöld taki upp á sitt einsdæmi að hafa frum- kvæði að ættleiðingum frá Haítí meðan ástandið í landinu sé svo viðkvæmt. Skiljanlegt er að myndir af hörm- ungunum á Haítí veki upp sterkar tilfinningar, og óskir um að börnin verði ættleidd til annarra landa. Aldrei á að taka ákvörðun um ættleiðingu eða varanlega umönn- un barns strax í kjölfar hamfara eins og urðu á Haítí, segir í yfir- lýsingu frá SOS Barnaþorpum. Samtökin vinna að því ásamt öðrum hjálparsamtökum að tryggja börnum á Haítí umönn- un, skjól, mat, vatn, föt og öryggi. Markmið samtakanna er að sam- eina fjölskyldur þegar því verður við komið. - bj Ekki farið fram á frumkvæði Íslands í ættleiðingum frá Haítí segir ráðherra: Styðja félög eins og kostur er BÖRN Í skýrslu UNESCO frá árinu 2007 kemur fram að áætlað sé að um 300 þúsund munaðarlaus börn séu á Haítí. Víst er að sú tala hefur hækkað verulega eftir jarðskjálftann fyrr í mánuðinum. NORDICPHOTOS/AFP EDMUND JOENSEN VIÐSKIPTI Ný stjórn Íslandsbanka hlaut rússneska kosningu á aðalfundi bankans í gær. Friðrik Soph usson, fyrrverandi forstjóri Landsvirkjun- ar, var einn tilnefndur sem formaður bankastjórn- arinnar og tók hann við starfinu í gær. Sama máli gegnir um aðra stjórnarmenn. Meðal annarra stjórnarmanna eru erlendir reynsluboltar á sviði fjármála, tveir frá Bandaríkj- unum, einn Breti og einn Norðmaður. Skilanefnd Glitnis tilnefndi sex stjórnarmenn og jafnmarga varamenn en ríkið einn. Friðrik fær 525 þúsund krónur á mánuði fyrir störf sín en aðrir stjórnarmenn 350 þúsund. Þetta er rúmlega tvisvar sinnum meira en almennt er greitt fyrir stjórnarsetu í fyrirtækjum. ISB Hold- ing, sem fer með 95 prósenta hlut kröfuhafa í bank- anum, samþykkti launakröfuna. Fulltrúi ríkisins sat hjá. „Við ákváðum að bíða með afstöðu okkar þar til stjórn Landsbankans verður skipuð,“ segir Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins. Hún við- urkennir að stjórnarlaun hér séu lág, sérstaklega umreiknuð í erlenda mynt. „En nú eru erfiðir tímar og víða niðurskurður á kjörum og launum. Þetta þarf að vega og meta,“ segir hún. Áætlað er að ný stjórn taki við Landsbankanum á næstu vikum. - jab MÁLIN RÆDD Nýráðinn formaður stjórnar Íslandsbanka ræðir við stjórnarformann Bankasýslu ríkisins stuttu eftir slit á aðal- fundi bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Laun stjórnarmanna Íslandsbanka tvöfalt hærri en almennt gerist í fyrirtækjum: Ríkið sat hjá við ákvörðun launa Allir taldir af Talið er að enginn hafi komist lífs af eftir að Boeing-þota Ethiopean Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Líbanon á sunnudagskvöld. Brak úr vélinni og 38 lík höfðu fundist í gær. EÞÍÓPÍA SLYS Rúmlega þrítugur sjómað- ur sem slasaðist þegar hann féll í lest Kristrúnar II RE á sunnu- dag liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans. Að sögn Kristins Sigvaldason- ar læknis eru áverkar mannsins alvarlegir. Ástand hans hefur þó lítið breyst. Maðurinn var að taka beitu úr lest skipsins þegar óhappið varð. Skipið var stutt komið frá bryggju, og var því þegar snúið til hafnar þegar ljóst var hversu alvarlegt slysið var. - bj Slasaðist um borð í skipi: Alvarlega slas- aður eftir fall Sendiherra lést í bílslysi Sendiherra Þýskalands, Dr. Karl-Ulrich Müller, fannst lát- inn í bifreið sinni í Norðurárdal í Skagafirði í gær. Müller hélt frá Reykja- vík á sunnu- dag og stefndi norður í land. Lögregla og björgunar- sveitir leituðu hans í gær en bíllinn fannst með aðstoð þyrlu Landhelgis- gæslunnar. Að sögn lögreglu er ekkert vitað um tildrög slyssins annað en að bíllinn fór út af vegin- um og lenti í Norðurá. Slysið er rannsakað sem hvert annað umferðaróhapp. Dr. Müller hafði verið sendi- herra hér síðan í ágúst 2007. DR. KARL-ULRICH MÜLLER SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.