Samtíðin - 01.02.1951, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.02.1951, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN 31 ÞEIR VITRL ..-.....5ÖGÐU: ÓLAFUR THORS: „íslendingar þurfa ekki að lifa á gjöfum, ef þeir kunna að halda á málefnum sínum. Vegna hinnar miklu nýsköpunar undanfarinna 6 ára erum við nú svo vel búnir tækjum, að í meðal árferði getum við veitt okkur mikil lífsgæði, en lagt þó fram stórfé til fjárfest- ingar. Mesti vandi okkar er misræðið og svo vanþroskinn og vanþekkingin á sviði fjármálanna. Við þyrftum að eiga aðgang að stórum bráðabirgða- lánum erlendis til afnota í hallærinu og gæta þess með ósveigjanlegri hörku að greiða þau upp í góðæri. Sé þess gætt, er áhættulaust að lána Islendingum og Islendingar geta þá líka sér til gagns tekið lán. Island er ekki aðeins land hinna miklu örðugleika, heldur einnig og einkum land hinna miklu möguleika.- Moldin bíður mannshandarinnar. Hún gefur mikil fyrirheit, sem þeir treysta bezt, sem henni kynnast mest.----Sá er ríkur, sem á Is- land. Það er rétt, sem sagt var, að ef Islendingar missa ekki kjarkinn, þegar móti blæs, og ekki vitið, þegar vel árar, þá eru þeim allir vegir færir til velsældar.“ GEORGE A. DORSEY: „Fáið mér nýfætt barn, og eftir 10 ár skal ég hafa gert það svo hrætt, að það þori ekki að tala upphátt, eða svo hug- djarft, að það kunni ekki að hræð- ast.“ HENRY DRUMMOND: „Gleðjið aðra. Látið ekkert andartak ónotað til þess að veita öðrum gleði.“ NYJAR BÆKUR Halldór Halldórsson: íslenzk málfræði lianda æðri skólum. 228 bls., ób. kr. 25.00. Jón Sigurðsson: Um daginn og veginn. Sex útvarpserindi. 61 bls., ób. kr. 10.00. Þorleifur Þórðarson: Tvöföld bókfærsla. Kennslubók. 83 bls., ób. kr. 25.00. Kristinn Armannsson: Latnesk lestrarbók handa byrjöndum. 2. útg. 189 bls., ib. kr. 20.00. Oscar Clausen: Draumspakir íslendingar. 215 bls. ób. kr. 37.00, ib. kr. 50.00. Magnús Jónsson: Kennslubók í frönsku. 233 bls., ib. kr. 30.00 Úr fórum Jóns Árnasonar. Sendibréf. Finnur Sigmundsson bjó til prentunar. 384 bls., ób. kr. 60.00, ib. 80.00 og 95.00. Ásmundur Guðmundsson: Markúsarguð- spjall. Skýringar. Með myndum. 294 bls., ób. kr. 50.00. Einar Arnórsson: Árnesþing á landnáms- og söguöld. Árnesinga saga II. bindi. Ritstjóri Guðni Jónsson. 410 bls., ób. kr. 105.00. Bergsveinn Skúlason: Sögur og sagnir úr Breiðafirði. 68 bls., ób. kr. 10.00. Gunnar Sigurðsson: íslenzk fyndni (tíma- rit) XIV. bindi. 150 skopsagnir með myndum. 80 bls., ób. kr. 12.50. Snorrahátíð 1947—48. Ræður og ritgerð- ir með myndum. Gefið út að tilhlutan Snorranefndar. 151 bls., ób. kr. 40.00, íb. 50.00. Eggert Stefánsson: Lífið og ég, I. bindi. Sjálfsævisaga. 108 bls., ób. kr. 50.00. L. Pantelejew: Góður götustrákur. Drengjabók. Jón úr Vör íslenzkaði. 68 bls., íb. kr. 22.00. Útvegum allar fáanlegar bækur. Kaup- ið bækurnar þar, sem úrvalið er mest. Sendum gegn póstkröfu um land allt. BÓKAVERZLUN ISAFOLDARPRENTSMIÐJU H.F. Austurstræti 8. Reykjavík. Sími 4527. Útibú: Laugavegi 12 og 82 og Leifsg. 4.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.