Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 33

Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 33
SAMTlÐIN 29 „SNATI er þá fluttur héðan“, sagði Lubbi, þegar hann þefaði af síma- staurnum. HEFÐARKONA frá London hitti Bernard Shatw og spurði hann þess- arar samvizkuspurningar: „Jæja, hve gömul haldið þér nú, að ég sé orðin ?“ Sliaw leit á konuna og svaraði eft- ir örstutta umhugsun: „Eftir tönnum yðar að dæma mundi ég gizka á, að þér væruð 18 ára, eftir ljósu lokkunum yðar að dæma gætuð þér verið 19, en eftir framkomu yðar að dæma varla meira en 14 ára.“ Frúin varð heldur en ekki upp með sér af þessari umsögn hins fræga mannþekkjara og sagði: „Þakka yð- ur kærlega fyrir þessi yndislegu um- mæli, en hvað haldið þér þá, að ég sé í raun og veru gömul?“ Shaw: „Leggið þér sjálfar saman tölurnar, sem ég nefndi: 18, 19 og 14. Svarið verður 51.“ „HEFURÐU nokkurn tíma sofið í sama herbergi og maður, sem hraut?“ „Nei, en ég hef oft reynt það.“ SVÖIt við spurningunum á bls. 4. 1. Henrik Ihsen. 2. Árið 1798. 3. Sá 33. 4. Semítar, Hamítar og svertingjar hyggja Abessiniu. 5. Vínandi er litlaus vökvi úr koli, súrefni og vetni. Eðlisþyngd: 0.8. Verður til við gerjun sykurefna. Efnalaug Vesturbæjar h.f. Vesturgötu 53. — Sími 81353. Kemisk fatahreinsun og pressun Aðeins fullkomnasta hreinsunar- efni er notað, sem hvorki breytir lit eða lagi fatnaðarins. Sendum gegn póstkröfu um allt land. |p& ; Sameinaða gufuskipafélagið Hagkvæmar ferðir fyrir farþega og flutning allt árið, með fyrsta flokks skipum frá Kaupmanna- höfn til Reykjavíkur, og þaðan til baka. SKIPAAFGREIÐSLA JES ZIMSEN Erlendur Pétursson.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.