Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 10
10 26. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR ÍRAK, AP Ali Hassan al-Majid eða „Efnavopna-Ali“ eins og hann var kallaður var tekinn af lífi í Írak í gær, viku eftir að hann var dæmd- ur til dauða fyrir fjöldamorð á yfir fimm þúsund Kúrdum árið 1988. Al-Majid var dæmdur fjórum sinnum til dauða fyrir glæpi gegn mannkyninu áður en hann var tek- inn af lífi í gær. Hann var hengdur í fangelsi í Bagdad. Hann fékk viðurnefnið Efna- vopna-Ali þar sem hann fyrir- skipaði notkun efnavopna gegn Kúrdum í bænum Halabja árið 1988. Árásin var hluti af viðbrögð- um Saddams Hussain, þáverandi forseta Íraks og frænda Al-Majid, gegn Kúrdum í Norður-Írak. Í árásinni á Halabja sveimuðu írakskar orrustuþotur yfir bænum í um fimm klukkustundir og úðuðu blöndu af sinnepsgasi og taugagasi yfir íbúa bæjarins. Al-Majid var fyrst dæmdur til dauða í júní 2007 fyrir að fyrir- skipa fjölmargar árásir á Kúrda árið 1988. Í desember 2008 var hann dæmdur til dauða fyrir sinn þátt í að berja niður uppreisn í kjölfar fyrra Persaflóastríðsins árið 1991. Þá var hann dæmdur til dauða í mars 2009 fyrir að fyrir- skipa morð í hverfinu Sadr City í Bagdad árið 1999. Þrjár sjálfsvígsárásir voru gerð- ar í Bagdad skömmu eftir að til- kynnt var um aftöku al-Majid í gær. Ekki er ljóst hvort þær voru ætlaðar sem viðbrögð við aftök- unni. brjann@frettabladid.is Efnavopna- Ali líflátinn Ali Hassan al-Majid var hengdur í fangelsi í Írak í gær. Hlaut alls fjóra dauðadóma fyrir glæpi gegn mannkyninu. Fyrirskipaði efnavopnaárás á Kúrda. IÐNAÐUR Sól í Straumi hvetur bæj- arstjórn Hafnarfjarðar til að hafa fyrir hugaðar kosningar um svo- nefnda stækkun álversins í Straums- vík samhliða bæjarstjórnarkosning- um í vor, frekar en 6. mars. „Bygging á nýju 55 prósenta stærra álveri í Straumsvík og sam- þykkt Icesave-laganna eru óskyld málefni og þykir Sól í Straumi ljóst að öll umræða um nýtt álver við hlið þess gamla muni vera kæfð í umræðu og umfjöllun fjölmiðla um Icesave-kosningu,“ segir í tilkynn- ingu samtakanna. „Til að tryggja opna og lýðræðislega umræðu, auk þess að gefa íbúum bæjarins svig- rúm til að mynda sér skoðanir, er eðlilegra að kosning um þetta stóra mál verði haldin í vor samhliða bæjarstjórnarkosningum.“ Kosning um nýtt álver í Straums- vík við hlið þess gamla segja sam- tökin vera náskylda kosningu um stjórn bæjarins næsta kjörtímabil enda snúist kosningin um framtíð- aruppbyggingu Hafnarfjarðar. Samtökin leggja áherslu á að um leið og deiliskipulagsferli verði sett af stað verði ekki aftur snúið fyrir Hafnfirðinga. „Réttur Rio Tinto til að byggja nýtt risaálver í Straums- vík verður innsiglaður og óaftur- kræfur um ókomna framtíð.“ Svara þurfi lykilspurningum á borð við hvaðan orka fyrir nýtt álver eigi að koma, áður en hægt verði að kjósa um mögulega stækkun í Straums- vík. - óká FRÁ FYRRI KOSNINGU Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumi, ræðir við Lúð- vík Geirsson, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Samtökin Sól í Straumi segja Icesave og stækkun álvers alls óskyld mál: Vilja kjósa seinna um álversstækkun BÚRMA Ráðherra í Búrma hefur sagt að Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórn- arandstöðunnar, verði sleppt úr stofufangelsi í nóvember næstkomandi. Það verður mánuði eftir fyrstu þingkosningar sem fram hafa farið í landinu í tvo áratugi. Aung San hefur setið í stofufangelsi í fjórtán af síðustu tuttugu árum. Í ágúst síðastliðnum var hún dæmd í átján mánaða stofufang- elsi til viðbótar eftir að bandarískur maður synti yfir stöðuvatn að heimili hennar. Flokkur Aung San vann stórsigur í kosningum árið 1990. Herforingjastjórn- in neitaði að viðurkenna kosningarnar og hefur síðan verið að brölta við að halda henni frá stjórn- málum. Aung San er handhafi friðar- verðlauna Nóbels. - ót Ráðherra í Búrma um fangavist Aung San Suu Kyi: Verður sleppt úr fangelsi í nóvember AUNG SAN SUU KYI ATVINNUMÁL Nýstofnað er félagið Urður, tengslanet kvenna á Norð- austurlandi. Á fréttavefnum Skarpur.is kemur fram að tæp- lega fimmtíu konur hafi mætt á stofnfund félagsins síðastliðinn föstudag. „Gréta Bergrún Jóhannesdótt- ir flutti stórskemmtilegan fyr- irlestur, „Á vígvellinum eða í skúringunum, kynjaðar myndir í íslenskum fjölmiðlum“, og sér- stakir gestir fundarins, Auður Anna Ingólfsdóttir, Björk Sig- ur geirsdóttir og Jóhanna Guð- mundsdóttir frá TAK, tengsla- neti kvenna á Austurlandi, fluttu ávörp,“ segir þar. - óká Norðausturland: Tengslanetið Urður verður til SVEITARSTJÓRNARMÁL Garðabær verður fyrst íslenskra sveitarfé- laga til að móta sérstaka lýðræð- isstefnu, að því er frá er greint á vef Sambands íslenskra sveitarfé- laga. „Mörg sveitarfélög á Norð- urlöndunum hafa þegar mótað slíka stefnu með það að markmiði að efla hið staðbundna lýðræði. Þetta er meðal þess sem fram kom á fyrsta fundi stýrihóps um mótun lýðræðisstefnu Garðabæj- ar sem haldinn var í Garðabergi 21. janúar.“ Meðal gesta á fundi stýrihóps- ins var Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði. - óká Sveitarfélagið Garðabær: Mótar sérstaka lýðræðisstefnu LÍFLÁTINN Fyrri dauðadómum yfir Ali Hassan al-Majid var ekki framfylgt meðal annars svo raddir Kúrda, sem lifðu af efnavopnaárásina í Halabja árið 1988, fengju að heyrast. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KENNARI NÁMSKEIÐSINS, SIGURÐUR JÓNSSON, LÆRÐI LJÓSMYNDUN Í SCHOOL OF VISUAL ARTS Í NEW YORK OG ÖÐLAÐIST MEISTARARÉTTINDI Í LJÓSMYNDUN ÁRIÐ 1989. HANN HEFUR HALDIÐ NÁMSKEIÐ Í STAFRÆNNI MYNDVINNSLU FYRIR LJÓSMYNDARAFÉLAG ÍSLANDS, LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS, MARGMIÐLUNARSKÓLANN, IÐNSKÓLANN Í REYKJAVÍK OG NÚ Í 5 ÁR HJÁ NTV. FYRIR HVERJA? Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við grafík og stafræna myndvinnslu og vilja ná dýpri þekkingu og skilningi á nær óendan- legum möguleikum þessa flotta verkfæris. Námið er undirbúningur fyrir alþjóðlegt próf sem gefur gráðuna: Adobe Certified Expert. INNTÖKUSKILYRÐI Þeir sem ætla í þetta nám þurfa að hafa einhverja reynslu í Photoshop og undir- stöðuþekkingu á Windows umhverfinu. Einnig þarf góða enskukunnáttu þar sem flest námsgögn eru á ensku.KENNSLUTILHÖGUN Mánudaga og miðvikudaga 18-22. Byrjar 15. feb. og lýkur 24. mars NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI PHOTOSHOP EXPERT - ALVÖRU PHOTOSHOP NÁMSKEIÐ - PHOTOSHOP EXPERT Við hjá NTV leyfum okkur að fullyrða að þetta sé eina námskeiðið sem uppfylli kröfur þeirra sem einhverja reynslu hafa í Photoshop. Námskeiðið er yfir- gripsmikið þar sem mikið er lagt upp úr þeim þætti sem snýr að eftirvinnslu s.s. litgreiningu, prófílum, upptöku aðgerða, skipulag, meðferð RAW skráa, og öllum þeim aðgerðum sem áður fyrr voru fram- kvæmdar í myrkrakompu. BOLTAÆFINGAR Þessi ungu piltar dreifðu huganum með því að æfa fótbolta í flóttamannabúðum í Port- au-Prince í gær. NORDICPHOTOS / AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.