Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 35
SAMTIÐIN 31 ÞE.R VITRU ■' SÖGÐU: ^LEXANDER JÓHANNESSON: „1 sveitum Islands býr kjarni þjóðar- innar, er um allar aldir hefur háð harða baráttu við óblíð náttúruöfl og erfið skilyiði. Vöðvanna mátt efldi kyn eftir kyn, og hreysti og haiðfengi þjóðar vorrar hefur meitl- azt og vaxið í byggðum landsins við holl störf og hófsamt líf. Hér eins og í öðrum löndum endurnýjast ætt- stofninn, er úrkynjast í borgarlífinu af blóði því, er streymir úr sveitum landsins. Framtíð Islands er undir því komin, að sveitir landsins legg- ist ekki í auðn, heldur sé markvisst að því unnið að efla hag þein-a og auka, rækta landið, lýsa og bæta og byggja á þann veg varasjóð íslenzks þjóðernis, uppsprettu alls þess, sem íslenzkt er.“ KlNVERSKUR SPEKINGUR: — „Hugsaðu um eigin ágalla, er þú liggur andvaka fyrri hluta nætur, og galla annarra, meðan þú sefur síðairi hluta nætur.“ LEO TOLSTOY: „Það er auðveld- ara að skrifa 10 binda heimspekirit en að lifa samkvæmt einni Mfsreglu.“ MACHIAVELLI: „Það eru til þrjú gáfnastig. Þeir, sem eru á því fyrsta, skilja allt af sjálfsdáðum. Aðrir skilja það, sem útskýrt er fyrir þeim. Þeir þriðju skilja hvorki af sjálfsdáðum né þótt aðrir útskýri fyrir þeim. Fyi-sta gáfnastigið er bezt, annað er prýðilegt, það þriðja er gagnslaust.“ THOMAS CARLYLE: „Helgaðu þig óskiptan einu starfi í einu.“ NYJAR BÆKUR Þorsteinn Erlingsson: Litli dýravinurinn. Ivvæði og sögur með myndum. Formáli eftir Steingrím Arason. 04 bls., íb. kr. 25.00. Taflfélag Reykjavíkur 50 ára. 1900 — 0. október — 1950. Með myndum. 184 bls., ib. kr. 90.00. Gestur Pálsson: Tilhugalíf. Skáldsaga. 63 bls. ób. kr. 0.50. Kristján Eldjárn: Um Hólakirkju. Leið- sögn um kirkju og kirkjugripi. Með myndum. 52 bls. ób. kr. 12.00. Einar B. Guðmundsson: Þungir straumar. (Hvers vegna má vitið ekki ráða?) 78 bls., íb. kr. 25.00. Alexandre Dumas: Kamilíufrúin. Skáld- saga. Sigurður Fjeldsted og Þorkell Jó- hannesson isl, 88 bls., ób>. kr. 15.00. Krossgátuorðabók. 134 bls., ób. kr. 19.00, íb. 24.00. Björn J. Blöndal: Hamingjudagar. Úr dag- bókum veiðimanns. 167 bls., ób. kr. 40.00, íb. 50.00. Þorsteinn Jónsson: Formannsævi í Eyjum. Sjálfsævisaga. Með myndum. Formáli eftir Jóh. Gunnar Ólafsson. 272 bls., ób. kr. 50.00, íb. 70.00 og 85.00. Faðir minn. Með myndum. Pétur Ólafsson hefur séð um útgáfuna. 361 bls., ib. kr. 70.00 og 80.00. Sigfús Sigfússon: íslenzkar þjóðsögur og sagnir IX. bindi. Örnefnasagnir um forn- menn. Örnefnasagnir um seinni menn. 116 bls., ób. kr. 35.00. Þórarinn Helgason: Noregsför bænda. Með myndum. 110 bls., ób. kr. 25.00. Landsmálafélagið Vörður 25 ára. Afmælis- rit með myndum. 160 bls., ób. kr. 20.00. Útvegum allar fáanlegar bækur. Kaup- ið bækurnar þar, sem úrvalið er mest. Sendum gegn póstkröfu um land allt. BÖKAVERZLUN ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU H.F. Austurstræti 8. Reykjavík. Sími 4527. Útibú: Laugavegi 12 og 82 og Leifsg. 4.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.