Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 FERÐAÞJÓNUSTA BÆNDA gaf nýlega út bækl inginn The Ideal Holiday 2010 sem ætlaður er til dreifingar í Evrópu. Bæklingurinn er fyrsti prent- gripurinn sem framleiddur er hjá Odda sem ber svansmerkið, norræna umhverfismerkið. www.sveit.is „Þetta var alveg ótrúlegt ævin- týri. Við heimsóttum alls kyns skemmtilega staði og kynntumst mörgu áhugaverðu fólki,“ segir Guðjón Svansson, framkvæmda- stjóri Kettlebells á Íslandi, sem fór með fjölskylduna, eiginkonuna Völu Jóhannesdóttur og þrjá syni, Viktor Gauta, Arnar Ingimund og Patrek Orra, í árslangt ferðalag um Suður- Ameríku í ágúst 2008. Í upphafi ætlaði fjölskyldan í heimsreisu en plönin breyttust þegar kreppan skall á. „Ferðasjóð- urinn rýrnaði eitthvað þar sem hluti hans var í íslenskum krónum. Í stað þess að hætta við allt saman fórum við bara í staðinn til Karíba- hafsins og þaðan til Suður-Amer- íku þar sem við þvældumst um á milli staða, meðal annars Argent- ínu, Síle, Bólivíu, Brasilíu og Perú,“ rifjar Guðjón upp. Fjölskyldan er öll á kafi í líkams- rækt og af þeim sökum segir Guð- jón annað ekki hafa komið til greina en að stunda hana áfram meðan á ferðalaginu stóð. „Við tókum með einföld tæki, handlóð og hringi og poka sem við settum sand í. Síðan leituðum við uppi alls kyns gúrú sem voru til dæmis á kafi í ketil- bjöllum og jiu-jitstu í þessum lönd- um sem við heimsóttum og lærðum ýmislegt nýtt af þeim.“ Guðjón segir margt af því sem fyrir augu bar mjög frábrugðið því sem Íslendingar eiga að venjast. „Í Suður-Ameríku tíðkast til dæmis að börn og fullorðnir æfi saman á leik- völlum undir berum himni. Þar er fullt af apastigum og hringjum sem börnin geta prílað í á meðan þeir fullorðnu nota tækin til að æfa sig, til dæmis í upphýfingar og fleira,“ útskýrir hann og segir fjölskyld- una hafa heillast svo af þessu fyr- irkomulagi að hún hafi heimfært það upp á híbýli sín eftir komuna til Íslands. „Við erum búin að koma fyrir nokkrum leiktækjum í garðinum,“ bendir Guðjón á og bætir við að vegna þess hversu vel hafi tekist til hafi þau hjónin einnig sett upp nokkur tæki á heimilinu. „Í stof- unni er kominn þessi fíni kaðall og niður úr stiganum hanga svo hringir sem styrkja strákana gegn- um leiki.“ Þá hefur fjölskyldan gott svigrúm til að stunda aðaláhuga- málið, ketilbjöllurnar. „Þetta er góð íþrótt sem eykur margt í einu, úthald, styrk, brennslu og liðleika og hentar öllum. Yngsti strákurinn tekur meira að segja þátt og lyftir allt að átta kílóum, en það er auð- vitað meira leikur en alvara,“ segir Guðjón og hlær. Á síðu 4 má sjá þær breytingar sem fjölskyldan gerði á heimilinu. roald@frettabladid.is Klifurhringir í stofunni Margt áhugavert bar fyrir augu Guðjóns Svanssonar og fjölskyldu á ferðalagi um Suður-Ameríku. Æfinga- vellir fyrir börn og fullorðna voru meðal þess sem heillaði og fjölskyldan hefur nú heimfært upp á híbýli sín. Hjónin Vala og Guðjón fóru með syni sína þrjá, Patrek Orra fimm ára, Viktor Gauta ellefu ára og Arnar Ingimund níu ára í árslangt ferðalag um Suður-Ameríku. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN www.eirberg.is • 569 3100 Rafknúnir hæginda- stólar • standa upp • Einfaldar stillingar og fjölbreytt úrval Þarftu að kaupa, selja eða skipta? Sérstakir bíladagar eru alla laugardaga í smáauglýsingum Fréttablaðsins. Sértilboð á bílaauglýsingum – aðeins 3.750 kr., texti og mynd. (80–100 innslættir + mynd). Hafið samband við sölumann í s. 512 5050 eða sendið póst á smaar@frettabladid.is Bíladagar Fréttablaðsins! Bíladagar – markaðstorg með bíla ALLT UM EM 2010 Í HANDBOLTA Á » VEF TV EM 2010 Í SAMSTARFI VIÐ ICELANDAIR » SÉRFRÆÐINGAR SPÁ Í SPILIN » HANDBOLTABLOGG » BEINAR LÝSINGAR FRÁ LEIKJUM ÍSLANDS » GETRAUNALEIKUR BETSSON OG VÍSIR.IS ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.